Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Gauragangur í Reykjadal

    feb 18, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gauragangur er er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal.

    Leikdeild Eflingar frumsýndi á dögunum söngleikinn góðkunna Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur og tónlistarstjórn Péturs Ingólfssonar. Tónlistin í verkinu er eftir meðlimi í Nýdönsk.
    Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal og er það sett upp á nýstárlegan hátt þar sem leikið er í miðjum salnum en áhorfendur sitja allt í kring. Að venju sitja leikhúsgestir við lítil kaffiborð og gefst kostur á að kaupa kaffi og vöfflur af Kvenfélagi Reykdæla fyrir sýningu og í hléi.

    Miðinn kostar 3500 kr á fullu verði en afsláttur er veittur þeim yngri en 16 ára, eldriborgurum og öryrkjum. Þá gefst félagsmönnum í Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélagi Húsavíkur kostur á að fá afsláttarmiða hjá sínum stéttarfélögum áður en komið er á leiksýningu og fá þannig 1000 kr. afslátt.

    Húsið opnar 30 mínútum fyrir sýningu en fyrir miðapantanir. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hringja í síma 618-0847, senda tölvupóst á netfangið umfefling@gmail.com eða senda skilaboð í gegnum Facebook.

    Næstu sýningar
    Sun. 19. feb kl. 20:30 UPPSELT
    Þri. 21. feb. kl. 20:30
    Sun. 26. feb kl. 20:30
    Fös. 3. mars kl. 20:30
    Lau. 4. mars kl. 20:30
    Sun. 5. mars kl. 16:00
    Sun. 12. mars kl. 20.30

    Prinsinn kominn í Þjóðleikhúsið

    feb 12, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Frá Frystiklefanum á Rifi í Þjóðleikhúsið.

    Leikritið Prinsinn, eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson, var frumsýnt í Frystiklefanum á Rifi á síðasta ári. Nú er verkið tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu í febrúar og mars en það byggir á reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. En hversu áreiðanlegt vitni er maður í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?

    Í kjölfar frumsýningar á Rifi hélt leikhópurinn í vel heppnaða leikferð sem teygði anga sína víða um land. Nú er hins vegar komið að því að leikhúsunnendur á höfuðborgarsvæðinu fái tækifæri á að sjá sýninguna. Prinsinn er hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, byggt á sönnum atburðum, sem talar beint til okkar.

    Þegar maður á fertugsaldri bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn fara atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann. María Reyndal leikstýrir sýningunni, en auk Kára leika þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sólveig Guðmundsdóttir og Birna Pétursdóttir í sýningunni.

    Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana!

    17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?

    Samdrættir

    feb 6, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Samdrættir – Flugbeitt ádeila í Tjarnarbíó

    Eitt vinsælasta leikskálds og handritshöfundur Breta Mike Bartlett á heiðurinn af verkinu Samdrættir sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói föstudaginn 10. febrúar næstkomandi.

    Í aðalhlutverkum eru leikkonurnar Þórunn Lárusdóttir og Íris Tanja Flygenring.

    Í verkinu Samdrættir eftir Mike Bartlett mætast tvær konur, framkvæmdastjóri fyrirtækis og starfskraftur hennar, Emma. Þegar Emma telur sig vera ástfangna af Darren sakar yfirmaður hennar hana um brot á starfsmannareglum sem fela í sér að ekkert rómantískt eða kynferðislegt megi eiga sér stað á milli samstarfsfólks. Þegar Emma verður ólétt er komin upp krísa og leysa þarf vandamálið.

    Samdrættir er hárbeitt ádeila á Mike Bartlett þar sem áhorfendum er boðið að vera fluga á vegg á starfsmannafundum Emmu og framkvæmdastjóra sem fer óvenjulegar leiðir og út fyrir öll mörk í stjórnunarháttum sínum sem verður til þess að mannvonska, grimmd og afmennskun fer fram í skjóli fyrirtækjastefnu, verkferla og vinnureglna.
    Alls verða fimm sýningarkvöld á Samdráttum þann 10. Febrúar, 19. Febrúar, 23. Febrúar, 5. Mars og 12. Mars.

    Sýningin er styrkt af menningarráðuneytinu með styrk úr sviðslistasjóði.

    Góða ferð inn í gömul sár

    feb 3, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir Evu Rún Snorradóttur.

    ATHUGIР– Verkið er upplifunarverk í tveimur hlutum.

    Fyrri hluti er í formi hljóðverks sem hefst kl. 18:30 – nánari upplýsingar eru sendar í tölvupósti til gesta eftir miðakaup.
    Seinni hluti verksins hefst kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu.

    Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir Evu Rún Snorradóttur sem var annað af leikskáldum Borgarleikhússins á síðasta leikári. Hér er á ferðinni stórmerkilegt upplifunarleikhús þar sem Eva Rún kafar í HIV faraldurinn sem geisaði hér á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með viðtölum og heimildasöfnun. Áhorfandanum er boðið í ljóðrænt en magnað ferðalag gegnum heimsfaraldur sem, ólíkt þeim sem nýverið geisaði, var sveipaður skömm og þaggaður niður. Fyrri hluti sýningarinnar er hljóðverk sem gestir hlusta á í einrúmi en í síðari hluta er boðið á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem lífinu er fagnað um leið og leitað er leiða til að heila sárin.

    HIV faraldurinn á Íslandi hefur í raun ekki verið gerður upp í listheiminum og fórnarlamba hans ekki minnst með sambærilegum hætti og annarra sem látið hafa lífið af völdum sjúkdóma eða náttúruhamfara. Þetta er þó að breytast í nýjum heimi þar sem jaðarsettir hópar eru loksins að öðlast rödd. Samfélagslegt mikilvægi þess að geta litið söguna sem og samtímann með nýjum gleraugum nýrra tíma verður seint ofmetið.

    Bót og betrun hjá VMA

    feb 3, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag VMA sýnir hurðarfarsann Bót og betrun.

    Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun eftir Michael Cooney fös. 3. febrúar. Verkið er sprenghlægilegur hurðafarsi um svindl, svik og pretti í félagslega kerfinu. Aðalpersóna verksins er Erik Swan sem eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni, grípur til þess ráðs að svíkja peninga út úr félagslega kerfinu á mjög svo vafasömum forsendum. Hann ætlar að láta af svikunum en það reynist þrautin þyngri enda flæktur í ótrúlegan lygavef.
    Leikfélag VMA hefur undanfarin ár sýnt mörg vinsæl leikrit og að þessu sinni er verkefnið kolbrjálaður hurðafarsi í leikstjórn hinnar margreyndu Sögu Geirdal Jónsdóttur.
    Leikfélagið ráðleggur gestum að spenna magavöðvana þegar þeir mæta í Vasaleikhúsið í VMA.

    Leikarar í sýningunni eru:
    Örn Smári Jónsson
    Franz Halldór Eydal
    Katla Snædís Sigurðardóttir
    Hanna Lára Ólafsdóttir
    Sigríður Erla Ómarsdóttir
    Hemmi Ósk Baldursbur
    Sigrún Karen Yeo
    Ingólfur Óli Ingason
    Guðmar Gísli Þrastarson
    Svavar Máni Geislason

    Höfundur: Michael Cooney
    Þýðing: Hörður Sigurðarson

    Sýningar:
    Frumsýning 3. febrúar klukkan 20:00
    4. febrúar klukkan 20:00
    10. febrúar klukkan 20:00
    11. febrúar klukkan 20:00

    Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri
    Húsið opnar alltaf 19:30

    Í fréttum er þetta helst

    feb 2, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Í fréttum er þetta helst – er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins

    Fréttaútsendingar eiga minni í þjóðarsál Íslendinga. Leikmyndirnar og stefin endurspegla tíðaranda hvers tíma, og ógjörningur að finna sannari spegil á samtímann en nýjasta fréttatímann. Fréttir eru sannleikur, og flutningur á þeim sannasti performansinn, enda ekki um neinn leik né lygi að ræða heldur hlutlausa miðlun upplýsinga. Eða hvað? Hvað leynist handan myndavélarinnar? Af hverju talar fréttaþulurinn svona skringilega? Eru þessar fréttir allar eins skrifaðar? Eru þessar endalausu sjónvarpsútsendingar kannski að renna sitt skeið? Erum við orðin dofin?

    Sviðslistahópurinn BEIN ÚTSENDING ætlar að gera þessum óljósu mörkum sannleikans og sviðssetningarinnar skil með því að rannsaka hina performatívu eiginleika fréttaflutnings; fagurfræði, form, aðferðir og umgjörð. Niðurstöður hópsins verða kynntar fyrir áhorfendum á sviði, í beinni útsendingu, þar sem allt er undir og ekkert má klikka.

    Í fréttum er þetta helst – er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins þar sem markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur.

    Kæru landsmenn, í fréttum er þetta helst.

    Obbosí – Eldgos

    feb 1, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Obbosí – Eldgos verður frumsýnt 10. febrúar.

    Obbosí, eldgos!, alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum og nú streyma gestir í bæinn sem aldrei fyrr. Heimasætan Fjóla á fullt í fangi með að höndla atburðarásina og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Almannavarnir og náttúruvársérfræðingar ráða ekki við eitt né neitt. 

    Sýningar verða á laugardögum og sunnudögum kl 17:00 í leikhúsi hópsins að Hátúni 12. 

    Halaleikhópurinn heldur um þessar mundir uppá 30 ára afmæli sitt og frumsýnir af því tilefni þetta verk sem er sérstaklega skrifað fyrir hann. Það eru 9 leikarar Halaleikhópsins sem stíga á svið í verkinu. Sigrún Valbergsdóttir skrifaði leikritið og er jafnframt leikstjóri. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika og stýra leikfélaginu jöfnum höndum. Fötlun er ekki hindrun heldur tækifæri. Leikarar Halaleikhópsins sem sumir eru hreyfihamlaðir leika fatlaða sem ófatlaða og hafa gert í 30 ár.

    Leikarar í sýningunni eru: Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Bjarni Kjartansson, Sóley Björk Axelsdóttir, Jóhann G. Thorarensen, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Grétar Bjarnason, Kristinn Axelsson. Aðstoðarleikstjóri og framkvæmdastjóri Ása Hildur Guðjónsdóttir, Höfundur ljósa Vilhjálmur Hjálmarsson, höfundur tónlistar Fróði Þórðarson, umsjón með búningum Laufey Egilsdóttir. Smíði leikmyndar Þröstur Steinþórsson. Margir fleiri félagar í leikhópnum koma að uppfærslu sýningarinnar. 

    Miðasala í síma 897 5007 og midi@halaleikhopurinn.is
    Miðaverð 3000 kr.

    Forsala hefst 1. febrúar á fjölskyldusöngleikinn Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu

    feb 1, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Frábær hópur listrænna stjórnenda með Stefán Jónsson í broddi fylkingar mun skapa ævintýralegan heim með litríkum og spennandi persónum
    Gunnar Helgason hefur orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins á síðustu árum og átt hverja metsölubókina á fætur öðrum
    Bráðskemmtileg ný tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson prýðir sýninguna sem verður frumsýnd 5. mars
    Ævintýranleg leikmynd í smíðum og risabrúður eftir brúðuhönnuðinn Charlie Tymms og Ilmi Stefánsdóttur taka á sig mynd
    Miðvikudaginn 1. febrúar hefst forsala á Draumaþjófinn, glænýtt íslenskt leikverk sem byggir á stórskemmtilegri bók Gunnars Helgasonar. Forsalan mun standa í fimm daga en bestu kjörin verða í boði fyrsta daginn en þá er hægt að kaupa miða með 1.500 kr. afslætti. Svo það margborgar sig að tryggja sér miða strax. Draumaþjófurinn verður sannkölluð stórsýning með grípandi lögum, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum. Leikgerð gerir Björk Jakobsdóttir, Stefán Jónsson leikstýrir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur nýja tónlist fyrir sýninguna.

    Hátt á fjórða tug leikara, barna og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmyndina og kemur auk þess að hönnun risabrúða ásamt bresku brúðugerðarkonunni Charlie Tymms sem hefur hannað brúður fyrir fjölda leiksýninga og kvikmynda. María Th. Ólafsdóttir hannar ævintýralega búninga sem prýða hinar ýmsu rottur sýningarinnar, safnara, étara, bardagarottur og fleiri. Björn Bergsteinn hannar lýsingu og glænýja, stórskemmtileg tónlist semur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Lee Proud semur dansa og sviðshreyfingar. Áhorfendur mega búast við æsispennandi upplifun með litríkum og skemmtilegum persónum.

    Með helstu hlutverk í sýningunni fara Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Örn Árnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson auk fjölda annarra leikara, barna og hljóðfæraleikara.

    Styrkir á ráðstefnu um barna- og unglingaleikrit í Helsinki

    jan 30, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Ráðstefnan verður haldin dagana 22.-24. apríl 2023.

    Dagana 22.-24. apríl 2023 verður haldin ráðstefna í Helsinki um barnaleikrit fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Í boði eru styrkir til fararinnar fyrir tvo þátttakendur frá Íslandi. Greitt verður fyrir flug og gistingu í 2-3 nætur. Ráðstefnan er ætluð fyrir höfunda, leiklistarkennara og aðra sem starfa við leiklist með og fyrir börn. Fulltrúar barna munu taka þátt í ráðstefnunni og gefa sitt sjónarhorn. 

    Skipuleggjandi ráðstefnunnar er Huginn/Munin sem er samstarfsverkefni 8 félagasamtaka í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið verkefnisins er að styðja við leikritaskrif ætluð fyrir uppsetningar með börnum.   

    Frekari upplýsingar er að finna á vefnum https://huginmunin.nu/konferens/ og einnig má hafa samband við Þjónustumiðstöð BÍL í info@leiklist.is eða 551-6974.

    Tengill fyrir umsóknarform:
    https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScegmG-oClYPQUKttt10teN-X77lhGd4DMQ-QB3w-WpYtqRVg/viewform

    Fólkið í blokkinni

    jan 30, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir gamanleikinn Fólkið í blokkinni.

    Fólkið í Blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft.
    Fjölskyldan Tryggvi og Solla með unglingana sína tvo Söru og Óla eru ekki hin hefðbundna fjölskylda en hvað er hefðbundið?
    Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru. Slagarar eins og Hárfinnur Hárfíni, Ofurmennið og að sjálfsögðu Fólkið í blokkinni, hljóma í þessari tilteknu blokk.

    Margir kannast við sögurnar af fólkinu í blokkinni. Um er að ræða hálfgert smásagnasafn Ólafs Hauks sem kom fyrst út á bók 2001. Leikgerðin var fyrst sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur 2008 og var fylgt eftir með diski með lögunum úr verkinu, Í leikgerðinni er sagan nokkuð breytt frá bókinni, þó að persónur séu að miklu leyti þær sömu og húmorinn sá sami.

    Árið 2013 var svo sýnd 6 þátta sería á RÚV um þessar persónur sem var hvorki nákvæmlega sama saga og bókin og ekki heldur sama saga og leikverkið. En nánar að verkinu sjálfu.

    Fólkið í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu er í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur og er tónlistin í höndum fagmanna, undir stjórn Atla Rúnarssonar og með Helga Þórsson í fararbroddi í söng.

    Síður:«1...891011121314...92»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!