Leikfélag Vestmannaeyja Frumsýnir leikritið Spamalot | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leikfélag Vestmannaeyja Frumsýnir leikritið Spamalot

    Spamalot er 185 verkið sem leikfélag vestmannaeyja setur upp.

    Leikfélag Vestmannaeyja Frumsýnir leikritið Spamalot fimmtudaginn 28.mars kl 20.

    Spamalot er algjörlega epískur gaman söngleikur sem tekur sig alls ekki of hátíðlega á sama tîma og hann er risastór og alveg fáránlega fyndinn og skemmtilegur.

    Leikritinu er ástúðlega stolið þráðbeint úr hinni stórkostlegu mynd Monty Python um hinn heilaga gral.  Verkið er enda skrifað af einum meðlimi hópsins Eric Idle. Með músík eftir hann og John De Prez.

    Þessi óborganlega söngleikjaperla kemur stöðugt á óvart með gáskafullum húmor og óvæntum uppákomum, og er hrein snilld fyrir þá sem þyrstir í skemmtun. Með rosalegri blöndu af ódauðlegum bröndurum Monty Python sem fær jafnvel mesta svartsýnispúka til að brosa eyrna á milli. Spamalot er ætlað að skemmta og gleðja.  Þar sjáum við riddara sem syngja, dansa og stundum jafnvel gleyma hvers vegna þeir eru að berjast. Guð sem birtist með skyndilegar og órökstuddar fyrirskipanir. Verkið er stútfullt af óviðjafnanlegan húmor og tónlistaratriðum sem festast í minninu. Missið ekki af tækifærinu til að upplifa þetta sprenghlægilega ævintýri; kaupið miða áður en þeir eru allir farnir.

    Spamalot verður ógleymanleg skemmtun og gefur nýja og skemmtilega sýn á klassíska sögu Arthúrs konungs og leit hans að hinum heilaga Gral. Gerðu þér greiða og heimsæktu þetta stórskemmtilega og snarbilaða ævintýri hjá leikfélagi Vestmannaeyja – þetta er ferð sem þú og þínir munu aldrei gleyma.

    2.sýning föstudag 29.mars kl 20
    3.sýning laugardag 30.mars kl 20
    4.sýning föstudaginn 5.apríl kl 20
    5.sýning laugardaginn 6.apríl kl 20
    6.sýning föstudagin  12.apríl kl 20
    7.sýning laugardaginn 13.apríl kl 18
    8.sýning laugardaginn 13.april kl 21
    9.sýning föstudaginn 19.apríl kl 20
    10.sýning laugardaginn 20.apríl kl 20

    Miðasalan er hafin i síma 852-1940 og er hún opin alla daga milli kl 16-20



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!