Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

    Þjóðleikhúsið hlýtur alls 29 tilnefningar til Grímunnar að þessu sinni. Saknaðarilmur er sú sýning sem hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar þetta árið eða alls 8 tilnefningar og hún er tilnefnd sem sýning ársins. Frost er tilnefnd sem barnasýning ársins og hlýtur fjórar tilnefningar. Ást Fedru hlýtur sex tilnefningar. Þá hljóta Edda, og Ekki málið tvær tilnefningar, Mútta Courage þrjár auk þess sem Ebba Katrín Finnsdóttir er tilnefnd sem leikkona ársins fyrir leik sinn í Orð gegn orði. Verkið eftir Jón Gnarr er tilnefnt sem leikverk ársins og Óperan Póst Jón hlýtur eina tilnefningu.

    Þessi glæsilega uppskera kemur í kjölfar eins aðsóknarmesta vors í Þjóðleikhúsinu í manna minnum. Sýningar í Þjóðleikhúsinu hafa gengið einstaklega vel á þessu ári og þrjár sýningar fagna fimmtugustu uppseldu sýningunni nú í maí. Auk Frosts eru þrjár gríðarlega vinsælar en mjög ólíkar sýningar í sýningu en þetta eru Saknaðarilmur, Orð gegn orði og Á rauðu ljósi en sala á sýningar næsta haust er hafin á allar þessar vinsælu sýningarnar.

    Nú er allt að fyllast á sýningar vorsins, uppselt á allar sýningar á Saknaðarilmi þar sem Unnur Ösp Stefánsdóttir sýnir stórleik. Ekki er frammistaða Ebbu Katrínar Finnsdóttiur síðri í Orð gegn orði en sýningin var færð á Stóra sviðið eftir páska og hefur verið fullt út úr dyrum. Nokkuð langt er síðan uppselt var orðið uppselt á allar sýningar þessa leikárs á Á rauðu ljósi – en nú í vikunni hófst sala á sýningar haustins á þessum vinsæla einleik. Auk þess er sala hafin á sýningar á Frosti næsta haust, en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa einstöku fjölskylduskemmtun þetta vorið.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!