Forsala hefst 1. febrúar á fjölskyldusöngleikinn Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Forsala hefst 1. febrúar á fjölskyldusöngleikinn Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu

    Frábær hópur listrænna stjórnenda með Stefán Jónsson í broddi fylkingar mun skapa ævintýralegan heim með litríkum og spennandi persónum
    Gunnar Helgason hefur orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins á síðustu árum og átt hverja metsölubókina á fætur öðrum
    Bráðskemmtileg ný tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson prýðir sýninguna sem verður frumsýnd 5. mars
    Ævintýranleg leikmynd í smíðum og risabrúður eftir brúðuhönnuðinn Charlie Tymms og Ilmi Stefánsdóttur taka á sig mynd
    Miðvikudaginn 1. febrúar hefst forsala á Draumaþjófinn, glænýtt íslenskt leikverk sem byggir á stórskemmtilegri bók Gunnars Helgasonar. Forsalan mun standa í fimm daga en bestu kjörin verða í boði fyrsta daginn en þá er hægt að kaupa miða með 1.500 kr. afslætti. Svo það margborgar sig að tryggja sér miða strax. Draumaþjófurinn verður sannkölluð stórsýning með grípandi lögum, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum. Leikgerð gerir Björk Jakobsdóttir, Stefán Jónsson leikstýrir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur nýja tónlist fyrir sýninguna.

    Hátt á fjórða tug leikara, barna og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmyndina og kemur auk þess að hönnun risabrúða ásamt bresku brúðugerðarkonunni Charlie Tymms sem hefur hannað brúður fyrir fjölda leiksýninga og kvikmynda. María Th. Ólafsdóttir hannar ævintýralega búninga sem prýða hinar ýmsu rottur sýningarinnar, safnara, étara, bardagarottur og fleiri. Björn Bergsteinn hannar lýsingu og glænýja, stórskemmtileg tónlist semur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Lee Proud semur dansa og sviðshreyfingar. Áhorfendur mega búast við æsispennandi upplifun með litríkum og skemmtilegum persónum.

    Með helstu hlutverk í sýningunni fara Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Örn Árnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson auk fjölda annarra leikara, barna og hljóðfæraleikara.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!