Kannibalen er nýtt danskt verðlaunaverk eftir Johannes Lilleøre byggt á sannsögulegum atburðum.
Armin Meiwes virðist á yfirborðinu nokkuð venjulegur maður. Hann starfar sem tölvunarfræðingur og slær garð nágranna sinna á sumrin. Armin á sér þó lítið leyndarmál og leitar að einhverjum sem getur hjálpað honum að láta draum sinn rætast: Að éta aðra manneskju.
Í ársbyrjun 2001 kemst hann í samband við Bernd-Jürgen, ungan verkfræðing frá Berlín. Eftir nokkurra mánaða spjall ákveða þeir að hittast. Bernd-Jürgen á sér nefnilega líka eina ósk. Hann vill vera étinn af annari manneskju.
Kannibalen er í senn harmræn ástarsaga og óþægileg hrollvekja, einstakt leikrit um dýpstu kima manneskjunnar. Verkið var frumflutt árið 2022 í Det Kongelige Teater og í kjölfarið valið leikrit ársins á dönsku sviðslistaverðlaununum.
Varúð: Í sýningunni er fjallað um gróft ofbeldi.
Höfundur: Johannes Lilleøre
Leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson
Leikarar: Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson
Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius.
Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir.
Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir
Ljósmyndir og plakat: Hörður Sveinsson
Grafísk hönnun: Einar Hrafn Stefánsson
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
Það er aðfangadagskvöld jóla og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir.
Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru um leið svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin. Inn í sambandsörðugleika Inga og Lúnu fer Tyrfingur þá óvenjulegu leið að tefla persónu sem sækir nafn sitt og skírskotar að einhverju leyti í umdeilda og flókna fígúru Heiðars Jónssonar snyrtis. Það skal þó tekið fram að atburðarás verksins er að öllu leyti skálduð og hefur aldrei átt sér stað í raunveruleikanum.
Lúna er áttunda leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu, en auk þess var Tyrfingur annar höfunda handrits kvikmyndarinnar vinsælu Villibráð. Þeir Stefán Jónsson, leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn.
Edda í glænýrri gerð sem talar til okkar hér og nú
Brennandi spurningar um samband manns og náttúru
Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans nálgast hér hugmyndaheim goðafræðinnar í Eddu á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar samtímans. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna.
Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.
Ný og fersk sýn á sagnaarfinn
Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarverðlaunum. Uppsetning hans á Eddunni í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt, með nýju samverkafólki.
Kafaðu niður á satanískt dýpi og finndu fyrir djöfullegum krafti á Satanvatninu, fyrsta frumsamda ballett Íslandssögunnar.
Íburðarmikil augnmálning, rokkstjörnu búningar og tilkomumikil sóló sem eru flutt undir hita ljóskastaranna með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda. Metal ballettinn Satanvatnið er fyrsti frumsamdi ballett Íslandssögunnar og vinnur með þær klisjur sem fyrirfinnast í þessum tveimur list formum; Ballett og Þungarokki. Verkið tekur okkur á bólakaf niður á satanískt dýpi þar sem við fáum að kynnast nokkrum stórkostlegum lífverum. Þessar verur kalla þó ekki allt ömmu sína, og áhorfendur fylgjast með því hvernig þær hafa áhrif á umhverfið sitt með rafmagnaðri og taktfastri orku.
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
Leikfélagið Hugleikur setur á svið Jólaævintýri Hugleiks í Gamla bíó. Verkið er byggt á Christmas Carol eftir Charles Dickens en að þessu sinni gerist verkið í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld. Leikfélagið setti verkið fyrst á svið fyrir 18 árum og ætlar nú að endurtaka leikinn vegna fjölda áskorana. Þetta verk á sérstakan sess í hjörtum Hugleikara og margir hverjir geta ekki hugsað sér jólin án þess að spila tónlistina úr sýningunni. Höfundar tónlistar eru báðir Ljótir hálfvitar, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.
Leikstjóri sýningarinnar er hinn bráðfyndni Gunnar Björn Guðmundsson sem hefur leikstýrt meðal annars fjölda Áramótaskaupa, Ömmu Hófí og Astrópíu. Verkið er fjölskylduvænt og Hugleikur lofar góðri skemmtun jafnt fyrir unga sem aldna.
Þann 4.nóvember frumsýndi Sláturhúsið nýtt íslenskt barnaleikrit, Hollvættir á heiði, eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra
Þar segir af Fúsa og Petru sem læðast að næturlagi út að leita að Þokkabót,uppáhaldsærinni sem ekki hefur skilað sér af fjöllum. Þau verða ansi hreintskelkuð í haustmyrkrinu þegar þau rekast á stóran hreindýrstarf og dvergtrölliðSkrúfu. Hún er auðvitað skrýtin skrúfa og skemmtileg eins og nafnið bendir tilog ákveður að hjálpa systkinunum að finna Þokkabót. Um nóttina lenda þau íýmsum ævintýrum þar sem galdrasteinar, söngelskir álfar, ruglaðir dvergar oglagarvatnsormur koma meðal annars við sögu. Ævintýrið er svo kryddað meðsérsaminni tónlist og söng.
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmyndar og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónskáld: Eyvindur Karlsson Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir Tónlistarstjóri: Øystein Magnús Gjerde Söngþjálfun: Hlín Pétursdottir Behrens Leikskáld: Þór Tulinius Söngtextar: Sævar Sigurgeirsson
Í aðalhlutverkum eru þau Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir og Kristrún Kolbrúnardóttir.
Aðrir leikarar: Tess Rivarola , Øystein Magnús Gjerde, Vigdís Diljá Óskarsdóttir,Stefán Bogi Sveinsson, Hlín Pétursdóttir Behrens, Hanna Sólveig Björnsdóttir, Árni Friðriksson, Gyða Árnadóttir, Sólgerður Vala Kristófersdóttir og Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir.
Splunkunýtt verðlaunaverk sem heldur þér í heljargreipum.
Tessa er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar.
Í verkinu er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð?
Ebba Katrín Finnsdóttir leikur þennan magnaða verðlaunaeinleik.
Suzie Miller hlaut Olivier-verðlaunin fyrir leikritið árið 2023
Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier-verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir hinn bráðskemmtilega söngleik um spýtukallinn Gosa. Gosi er gömul og falleg saga um spýtudreng sem leggur af stað í mikið ævintýri til að læra hvað það þýðir að vera alvöru drengur. Hann lærir hvað tilfinningar eru og að hver og ein þeirra er sérstök. Hann lærir einnig á freistingar lífsins eins og frægð, frama og auð, hvenær má láta freistast og hvenær ekki. Umfram allt snýst leikritið Gosi þó um mikilvægi þess að eiga góða að, til dæmis foreldra eða vin.
María Sigurðardóttir leikstýrir sýningunni sem er leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar á upprunalegri sögu Carlo Collodi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi tónlistina. Aðsókn á sýninguna hefur verið framar vonum. Miðasölusíminn 852 1940 er opin virka daga á milli 16-20 og um helgar á milli 11-13:30. Sýningar eru alla laugardaga og sunnudaga kl. 15.00 fram í desember.
Leikfélag Keflavíkur setur upp söngleikinn Jólasaga í Aðventugarðinum. Verkið er byggt á Jólasögu Charles Dickens en nú er sagan sett í nútímabúning og gerist á Suðurnesjum. Leikhópurinn samanstendur af 22 einstaklingum og þar af 15 börnum á grunnskólaaldri. Sýningin er sett upp í samstarfi við Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju sem taka undir í mörgum söngatriðum sýningarinnar.
Hlökkum til að sjá ykkur í Frumleikhúsinu
Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Danshöfundur: Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld Höfundar leikgerðar: Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson
Lífskúnstnerinn Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson fer yfir lífshlaup sitt í einlægri og lifandi sýningu.
Fúsi, aldur og fyrri störf, er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara.
Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó að stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt hann til að lifa lífinu til hins ítrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.
Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann á meðan covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agga og samverustundir þeirra.
Í samstarfi við sviðslistaframleiðandann Monochorme og List án landamæra.