Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu í apríl 2024 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu í apríl 2024

  Söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík mun sýna söngleikinn Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu í apríl 2024

  Kvikmyndin Bugsy Malone, sem hóf feril Jodie Foster og Scott Baio er hér orðin að stórskemmtilegri leikhúsupplifun í þessari endurgerð hinnar alræmdu sögu í frábærri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Tímabilið eru bannárin í New York, borg fullri af mafíósum, sýningarstúlkum og draumóramönnum. Keppinautarnir og glæpaforingjarnir Fat Sam og Dandy Dan eiga í miklum deilum. Dandy Dan hefur náð yfirhöndinni og nú eru Fat Sam og gengi hans í virkilegum vandræðum!

  Inn kemur Bugsy Malone, peningalaus hnefaleikakappi en með eindæmum ágætur strákur. Það eina sem Bugsy vill í raun og veru gera er að eyða tíma með nýju ástinni sinni, Blousey. En mun hann geta staðist tælandi söngkonuna Tallulah og haldið sig fjarri vandræðum nógu lengi til að hjálpa Fat Sam að verja viðskipti sín…?

  Bugsy Malone er fjörugur söngleikur, stútfullur af þekktum lögum frá Óskarsverðlaunahafanum Paul Williams, þar á meðal My Name is Tallulah, You Give a Little Love og Fat Sam’s Grand Slam.

  Leikstjórn er í höndum Níelsar Thibaud Girerd. Danshöfundur er Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og tónlistarstjóri er Sigurður Helgi.  loading

  Takk fyrir að skrá þig!