Í kvöld, þriðjudag 27. júní, frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikverk Fransí Biskví. Hér er saga hinna frönsku sjómanna í aðalhlutverki en þeir voru árlegir gestir í Dýrafirði í rúmar tvær aldir. Fransí Biskví er sýning ársins í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði sem verður í brakandi sumarstuði í allt sumar. Miðasala á sýningar Sumarleikhússins fer fram í síma 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar á tix.is
Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson. Tónlist í leiknum er eftir Björn Thoroddsen, gítarleikara, Sunnefa Elfarsdóttir hannar búning og leikmynd og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Í Fransí Biskví verður hin fransk íslenska sjómannasaga sögð með sérstakri áherslu á sögu- og leikhústaðinn Haukadal. Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.
„Haukadalur varð snemma jafnvel bara frá landnámi eða frá tímum Gísla sögu Súrssonar, miðstöð mikilla umsvifa. Þegar þar fór svo að myndast þorp jukust umsvifin enn meir. Ástæðan var ekki síst Haukadalsbótin sem snemma varð vinsæl hjá sjófarendum enda þar upplagt að vera til að laga sitt fley, umsalta afla eða bíða af sér veðrið. Það voru ekki síst erlend skip sem völdu bótina í Haukadal sem einskonar akkeri og voru þar einkum um að ræða franska sjómenn. Voru hinir frönsku árlegir gestir í Haukadal í langan tíma og þá einkum á 19. öldinni og langt fram undir fyrri heimstyrjöld. Ósjaldan komu hinir frönsku í land í Haukadal og áttu margvísleg sam- sem viðskipti við heimamenn. Mest var þar um að ræða skiptikaupmennsku sem er um margt góður buisness. Einkum var þar umað ræða prjónles, vettlingar, er þá frönsku vanhagaði um og gáfu í staðinn hið fræga harða kex, Fransí Biskví.“
Sýningar á Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu Haukadal verða sem hér segir.
Frumsýning þriðjudaginn 27. júní, 2. sýning föstudaginn 7. júlí, 3. sýning sunnudaginn 9. júlí, 4. sýning miðvikudaginn 19. júlí og lokasýning verður laugardaginn 22. júlí.
Allar sýningar hefjast klukkan 20 og miðasala fer fram í síma 891 7025 og á tix.is
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Leiksýningin Ellen B. var valinn sýning ársins auk þess sem Benedict Andrews fékk verðlaun sem leikstjóri ársins og Benedikt Erlingsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki.
Stórleikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Hlaut hann viðurkenninguna „fyrir framúrskarandi og ómetanleg störf í þágu íslenskrar leiklistar“.
Sýning
ársins: Ellen
B.
Leikrit
ársins: Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Leikstjóri
ársins: Benedict
Andrews – Ellen B.
Leikari
í aðalhlutverki: Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan
Leikari
í aukahlutverki: Benedikt
Erlingsson – Ellen B.
Leikkona
í aðalhlutverki: Nína
Dögg Filippusdóttir – Ex
Leikkona
í aukahlutverki: Íris
Tanja Flygenring – Samdrættir
Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness í leikgerð leikhópsins Elefant, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða 10 talsins. Næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, hlýtur söngleikurinn Chicago.
Veitt verða verðlaun í 17 flokkum auk Heiðursverðlauna Sviðslistasambands Íslands, sem veitt eru einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi. Gríman verður afhent í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 14. júní og sýnd beint á RÚV.
Íslandsklukkan er í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, en verkið fær meðal annars tilnefningar í flokkunum sýning ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki og leikari í aukahlutverki.
Sýning ársins Chicago Ellen B. Ex Geigengeist Íslandsklukkan
Leikrit ársins Á eigin vegum eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur Hið ósagða eftir Sigurð Ámundsson Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf Ásgeirsson Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Leikari í aðalhlutverki Björgvin Franz Gíslason – Chicago Gísli Örn Garðarsson – Ex Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan Jóhann Sigurðarson – Síðustu dagar Sæunnar Sveinn Ólafur Gunnarsson – Venus í feldi
Leikari í aukahlutverki Arnþór Þórsteinsson – Chicago Benedikt Erlingsson – Ellen B. Davíð Þór Katrínarson – Íslandsklukkan Jörundur Ragnarsson – Prinsessuleikarnir Ólafur Ásgeirsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Leikkona í aðalhlutverki Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Svartþröstur Guðrún S. Gísladóttir – Síðustu dagar Sæunnar Nína Dögg Filippusdóttir – Ex María Thelma Smáradóttir – Íslandsklukkan Sara Dögg Ásgeirsdóttir – Venus í feldi
Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek – Draumaþjófurinn Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir Kjartan Þórisson – Geigengeist Pálmi Jónsson – Macbeth
Tónlist Áskell Harðarson – Verk nr. 2.1 Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist Kristjana Stefánsdóttir – Hvað sem þið viljið Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan Urður Hákonardóttir – Hringrás
Hljóðmynd Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson – Ellen B. Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson – Hið ósagða Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan Urður Hákonardóttir – Hringrás Þorbjörn Steingrímsson – Macbeth
Söngvari Björgvin Franz Gíslason – Chicago Björk Níelsdóttir – Þögnin Hye-Youn Lee – Madama Butterfly Margrét Eir – Chicago Valdimar Guðmundsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnnunar
Dansari Díana Rut Kristinsdóttir – Til hamingju með að vera mannleg Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Góða ferð inn í gömul sár Ernesto Camilo Aldazábal Valdes – Íslandsklukkan Katrín Vignisdóttir – Chicago Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
Danshöfundur Gígja Jónsdóttir & Pétur Eggertsson – Geigengeist Valgerður Rúnarsdóttir – Dansa, hvað er betra en að dansa Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás Dans og sviðshreyfingar Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga Lee Proud – Chicago Lee Proud – Draumaþjófurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir og hópurinn – Til hamingju með að vera mannleg Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Them
Sproti ársins Grasrótarstarf óperulistamanna Tóma rýmið Dunce – tímarit um dans, koreógrafíu og gjörningalist
Sambönd mæðra og dætra hafa löngum verið talin flókin og gefa sálfræðingum nokkuð að iðja um ókomin ár. Því er þó ekki að neita að slík sambönd eru bæði djúp og tilfinningarík. Leikverkið Mother Load fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining, friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur eða verr) eru böndin milli sterkra sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og full ástar.
Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu.
Susan Stein fer með hlutverk Ettyar, tjáir sig hispurslaust og talar beint til áhorfandans. Susan þræðir sig í gegnum verkið með kærleika og samkennd (jafnvel til óvinarins) í leit að tilganginum í lífi Ettyar og tilgangi lífsins í þeim hryllingi sem fylgdi hernámi nasista. Etty Hillesum uppgötvar sinn eigin sannleik sem hún kallar Guð, og opnar sig upp á gátt fyrir kraft þess að vera lifandi og jarðtengd og bera vitni um þau ósköp sem drifu á daga hennar.
Etty biður okkur á blíðan en hreinskilin hátt að skilja sig ekki eftir í Auschwitz heldur að leyfa henni að eiga svolítinn hlut að því sem hún vonar að geti orðið betri veröld.