júní | 2023 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from júní, 2023

Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu

jún 27, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Fransí Biskví er sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.

Í kvöld, þriðjudag 27. júní, frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikverk Fransí Biskví. Hér er saga hinna frönsku sjómanna í aðalhlutverki en þeir voru árlegir gestir í Dýrafirði í rúmar tvær aldir. Fransí Biskví er sýning ársins í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði sem verður í brakandi sumarstuði í allt sumar. Miðasala á sýningar Sumarleikhússins fer fram í síma 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar á tix.is

Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson. Tónlist í leiknum er eftir Björn Thoroddsen, gítarleikara, Sunnefa Elfarsdóttir hannar búning og leikmynd og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Í Fransí Biskví verður hin fransk íslenska sjómannasaga sögð með sérstakri áherslu á sögu- og leikhústaðinn Haukadal. Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.

„Haukadalur varð snemma jafnvel bara frá landnámi eða frá tímum Gísla sögu Súrssonar, miðstöð mikilla umsvifa. Þegar þar fór svo að myndast þorp jukust umsvifin enn meir. Ástæðan var ekki síst Haukadalsbótin sem snemma varð vinsæl hjá sjófarendum enda þar upplagt að vera til að laga sitt fley, umsalta afla eða bíða af sér veðrið. Það voru ekki síst erlend skip sem völdu bótina í Haukadal sem einskonar akkeri og voru þar einkum um að ræða franska sjómenn. Voru hinir frönsku árlegir gestir í Haukadal í langan tíma og þá einkum á 19. öldinni og langt fram undir fyrri heimstyrjöld. Ósjaldan komu hinir frönsku í land í Haukadal og áttu margvísleg sam- sem viðskipti við heimamenn. Mest var þar um að ræða skiptikaupmennsku sem er um margt góður buisness. Einkum var þar umað ræða prjónles, vettlingar, er þá frönsku vanhagaði um og gáfu í staðinn hið fræga harða kex, Fransí Biskví.“

Sýningar á Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu Haukadal verða sem hér segir.

Frumsýning þriðjudaginn 27. júní, 2. sýning föstudaginn 7. júlí, 3. sýning sunnudaginn 9. júlí, 4. sýning miðvikudaginn 19. júlí og lokasýning verður laugardaginn 22. júlí.

Allar sýningar hefjast klukkan 20 og miðasala fer fram í síma 891 7025 og á tix.is

Ellen B. valinn sýning ársins

jún 15, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Ellen B. hlaut þrenn verðlaun á grímunni í ár.

Íslensku sviðslista­verðlaun­in, Grím­an, voru af­hent í 21. sinn við hátíðlega at­höfn í Borg­ar­leik­hús­inu. Leik­sýn­ing­in Ellen B. var valinn sýning ársins auk þess sem Benedict Andrews fékk verðlaun sem leikstjóri ársins og Benedikt Erlingsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki. 

Stórleikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Hlaut hann viður­kenn­ing­una „fyr­ir framúrsk­ar­andi og ómet­an­leg störf í þágu ís­lenskr­ar leik­list­ar“.

  • Sýn­ing árs­ins: Ell­en B.
  • Leik­rit árs­ins: Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar eft­ir Matth­ías Tryggva Har­alds­son
  • Leik­stjóri árs­ins: Benedict Andrews – Ell­en B.
  • Leik­ari í aðal­hlut­verki: Hall­grím­ur Ólafs­son – Íslands­klukk­an
  • ​Leik­ari í auka­hlut­verki: Bene­dikt Erl­ings­son – Ell­en B.
  • ​Leik­kona í aðal­hlut­verki: Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir – Ex
  • ​Leik­kona í auka­hlut­verki: Íris Tanja Flygenring – Sam­drætt­ir
  • Leik­mynd: Mirek Kaczma­rek – Prins­essu­leik­arn­ir
  • Bún­ing­ar: Al­exía Rós Gylfa­dótt­ir og Tanja Huld Levý Guðmunds­dótt­ir – Gei­g­engeist
  • Lýs­ing: Kjart­an Þóris­son – Gei­g­engeist
  • ​Tónlist: Gígja Jóns­dótt­ir og Pét­ur Eggerts­son – Gei­g­engeist
  • Hljóðmynd: Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son – Íslands­klukk­an
  • ​Söngv­ari: Björg­vin Franz Gísla­son – Chicago
  • Dans­ari: Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás
  • ​Dans­höf­und­ur: Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás
  • ​Dans- og sviðshreyf­ing­ar: Lee Proud – Chicago
  • ​Barna­sýn­ing árs­ins: Draumaþjóf­ur­inn
  • Sproti árs­ins: Grasrót­ar­starf óperu­lista­manna
  • Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands 2023: Arn­ar Jóns­son

Íslandsklukkan hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar

jún 5, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Leikhópurinn Elefant setti upp Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu.

Íslands­klukk­an eft­ir Hall­dór Lax­ness í leik­gerð leik­hóps­ins Elef­ant, hlýt­ur flest­ar til­nefn­ing­ar til Grím­unn­ar, ís­lensku sviðslista­verðlaun­anna, í ár eða 10 tals­ins. Næst­flest­ar til­nefn­ing­ar, eða sjö tals­ins, hlýt­ur söng­leik­ur­inn Chicago.

Veitt verða verðlaun í 17 flokk­um auk Heiður­sverðlauna Sviðslista­sam­bands Íslands, sem veitt eru ein­stak­lingi sem þykir hafa skilað framúrsk­ar­andi ævi­starfi í þágu sviðslista á Íslandi. Grím­an verður af­hent í Borg­ar­leik­hús­inu miðviku­dag­inn 14. júní og sýnd beint á RÚV.

Íslands­klukk­an er í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar og í sviðsetn­ingu leik­hóps­ins Elef­ant í sam­starfi við Þjóðleik­húsið, en verkið fær meðal ann­ars til­nefn­ing­ar í flokk­un­um sýn­ing árs­ins, leik­stjóri árs­ins, leik­ari og leik­kona í aðal­hlut­verki og leik­ari í auka­hlut­verki.

Sýn­ing árs­ins
Chicago
Ell­en B.
Ex
Gei­g­engeist
Íslands­klukk­an

Leik­rit árs­ins
Á eig­in veg­um eft­ir Maríönnu Clöru Lúth­ers­dótt­ur og Sölku Guðmunds­dótt­ur
Hið ósagða eft­ir Sig­urð Ámunds­son
Óbæri­leg­ur létt­leiki knatt­spyrn­unn­ar eft­ir Sveinn Ólaf Gunn­ars­son og Ólaf Ásgeirs­son
Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar eft­ir Matth­ías Tryggva Har­alds­son
Til ham­ingju með að vera mann­leg eft­ir Sig­ríði Soffíu Ní­els­dótt­ur

Leik­stjóri árs­ins
Benedict Andrews – Ell­en B.
Benedict Andrews – Ex
Vikt­oría Blön­dal – Óbæri­leg­ur létt­leiki knatt­spyrn­unn­ar
Þor­leif­ur Örn Arn­ars­son – ­Íslands­klukk­an
Þóra Karítas – Sam­drætt­ir

Leik­ari í aðal­hlut­verki
Björg­vin Franz Gísla­son – Chicago
Gísli Örn Garðars­son – Ex
Hall­grím­ur Ólafs­son – Íslands­klukk­an
Jó­hann Sig­urðar­son – Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar
Sveinn Ólaf­ur Gunn­ars­son – Ven­us í feldi

Leik­ari í auka­hlut­verki
Arnþór Þór­steins­son – Chicago
Bene­dikt Erl­ings­son – Ell­en B.
Davíð Þór Katrín­ar­son – Íslands­klukk­an
Jör­und­ur Ragn­ars­son – ­Prins­essu­leik­arn­ir
Ólaf­ur Ásgeirs­son – Óbæri­leg­ur létt­leiki knatt­spyrn­unn­ar

Leik­kona í aðal­hlut­verki
Ásthild­ur Úa Sig­urðardótt­ir – Svartþröst­ur
Guðrún S. Gísla­dótt­ir – Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar
Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir – Ex
María Thelma Smára­dótt­ir – ­Íslands­klukk­an
Sara Dögg Ásgeirs­dótt­ir – Ven­us í feldi

Draumaþjófurinn.

Leik­kona í auka­hlut­verki
Ásthild­ur Úa Sig­urðardótt­ir – Mac­beth
Ebba Katrín Finns­dótt­ir – Ell­en B.
Íris Tanja Flygenring – Sam­drætt­ir
Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir – ExÞórey Birg­is­dótt­ir – Draumaþjóf­ur­inn

Leik­mynd
Milla Cl­ar­ke – Mac­beth
Eg­ill Sæ­björns­son – Á eig­in veg­um
Mirek Kaczma­rek – Prins­essu­leik­arn­ir
Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir – Draumaþjóf­ur­inn
Guðný Hrund Sig­urðardótt­ir – Íslands­klukk­an

Bún­ing­ar
Al­exía Rós Gylfa­dótt­ir og Tanja Huld Levý Guðmunds­dótt­ir – Gei­g­engeist
Guðný Hrund Sig­urðardótt­ir – Íslands­klukk­an
María Th. Ólafs­dótt­ir – Draumaþjóf­ur­inn
Mirek Kaczma­rek – Prins­essu­leik­arn­ir
Liucija Kvašyte – Mac­beth

Lýs­ing
Björn Berg­steinn Guðmunds­son og Petr Hloušek – Draumaþjóf­ur­inn
Ju­liette Lou­ste – Ég lifi enn – sönn saga
Mirek Kaczma­rek – Prins­essu­leik­arn­ir
Kjart­an Þóris­son – Gei­g­engeist
Pálmi Jóns­son – Mac­beth

Tónlist
Áskell Harðar­son – Verk nr. 2.1
Gígja Jóns­dótt­ir og Pét­ur Eggerts­son – Gei­g­engeist
Kristjana Stef­áns­dótt­ir – Hvað sem þið viljið
Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son – Íslands­klukk­an
Urður Há­kon­ar­dótt­ir – Hringrás

Hljóðmynd
Gísli Gald­ur Þor­geirs­son og Aron Þór Arn­ars­son – Ell­en B.
Sig­urður Ámunda­son, Óskar Þór Ámunda­son og Andri Björg­vins­son – Hið ósagða
Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son – Íslands­klukk­an
Urður Há­kon­ar­dótt­ir – Hringrás
Þor­björn Stein­gríms­son – Mac­beth

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.

Söngv­ari
Björg­vin Franz Gísla­son – Chicago
Björk Ní­els­dótt­ir – Þögn­in
Hye-Youn Lee – Madama Butterfly
Mar­grét Eir – Chicago
Valdi­mar Guðmunds­son – Óbæri­leg­ur létt­leiki knatt­spyrnn­un­ar

Dans­ari
Dí­ana Rut Krist­ins­dótt­ir – Til ham­ingju með að vera mann­leg
Embla Guðrún­ar Ágústs­dótt­ir – Góða ferð inn í göm­ul sár
Er­nesto Cami­lo Aldazá­bal Valdes – Íslands­klukk­an
Katrín Vign­is­dótt­ir – Chicago
Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás

Dans­höf­und­ur
Gígja Jóns­dótt­ir & Pét­ur Eggerts­son – Gei­g­engeist
Val­gerður Rún­ars­dótt­ir – Dansa, hvað er betra en að dansa
Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás
Dans og sviðshreyf­ing­ar
Ju­liette Lou­ste – Ég lifi enn – sönn saga
Lee Proud – Chicago
Lee Proud – Draumaþjóf­ur­inn
Sig­ríður Soffía Ní­els­dótt­ir og hóp­ur­inn – Til ham­ingju með að vera mann­leg
Unn­ur Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir – Them

Sproti árs­ins
Grasrót­ar­starf óperu­lista­manna
Tóma rýmið
Dunce – tíma­rit um dans, kor­eó­grafíu og gjörn­ingalist

Mother Load

jún 5, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Mother Load er sýnt í Tjarnarbíó 16. og 17. júní.

Sambönd mæðra og dætra hafa löngum verið talin flókin og gefa sálfræðingum nokkuð að iðja um ókomin ár. Því er þó ekki að neita að slík sambönd eru bæði djúp og tilfinningarík. Leikverkið Mother Load fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining, friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur eða verr) eru böndin milli sterkra sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og full ástar.

Etty

jún 5, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Etty verður frumsýnt í Tjarnarbíó 14. júní.

Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu.

Susan Stein fer með hlutverk Ettyar, tjáir sig hispurslaust og talar beint til áhorfandans. Susan þræðir sig í gegnum verkið með kærleika og samkennd (jafnvel til óvinarins) í leit að tilganginum í lífi Ettyar og tilgangi lífsins í þeim hryllingi sem fylgdi hernámi nasista. Etty Hillesum uppgötvar sinn eigin sannleik sem hún kallar Guð, og opnar sig upp á gátt fyrir kraft þess að vera lifandi og jarðtengd og bera vitni um þau ósköp sem drifu á daga hennar.

Etty biður okkur á blíðan en hreinskilin hátt að skilja sig ekki eftir í Auschwitz heldur að leyfa henni að eiga svolítinn hlut að því sem hún vonar að geti orðið betri veröld.

Eftir sýningu verða umræður með handritshöfundinum og leikkonunni Susan Stein.

loading