Saknaðarilmur valin sýning ársins á Grímunni 2024 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Saknaðarilmur valin sýning ársins á Grímunni 2024

  Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut Grímuna sem leikkona ársins í leikritinu Saknaðarilmur.

  Leik­sýn­ing­in Saknaðarilm­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur, sem er byggð á bók­um Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur, í leik­stjórn Björns Thors og sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins var val­in sýn­ing árs­ins þegar Íslensku sviðslista­verðlaun­in voru af­hent í 22. sinn við hátíðlega at­höfn í Þjóðleik­hús­inu fyrr í kvöld. 

  Níu sýn­ing­ar skiptu á milli sín verðlaun­um kvölds­ins sem voru veitt í 19 flokk­um. Flest verðlaun fengu leik­sýn­ing­arn­ar Saknaðarilm­ur og Ást Fedru, eða fern verðlaun hvor sýn­ing. Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands hlaut Mar­grét Helga Jó­hanns­dótt­ir leik­kona. 

  • Sýn­ing árs­ins:  Saknaðarilm­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur, leik­verk byggt á bók­um Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Leik­rit árs­ins: Saknaðarilm­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur, leik­verk byggt á bók­um Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins 
  • Hvatn­ing­ar­verðlaun val­nefnd­ar fyr­ir framúrsk­ar­andi nýbreytni í sviðslist­um: Fúsi – ald­ur og fyrri störf. Ein­stök nýbreytni í leik­húsi þar sem fatlaður maður seg­ir sögu sína með leik­list­ina, sem hann hef­ur helgað líf sitt, að vopni. Fúsi er verðugur full­trúi lista­manna sem eru án landa­mæra og hef­ur hann sett líf þeirra og list í kast­ljósið með sýn­ing­unni. Heiður­inn er bæði Fúsa sjálfs og leik­stjór­ans Agn­ars Jóns, en sam­an feta þeir óhefðbundna leið til að segja brot­hætta sögu Fúsa á áhrifa­rík­an og ein­læg­an hátt.
  • Barna­sýn­ing árs­ins: Holl­vætt­ir á heiði eft­ir Þór Túl­in­íus í sviðsetn­ingu Leik­hóps­ins Svip­ir í sam­starfi við Slát­ur­húsið.
  Fúsi kom kom með einlægnina inn í leiklistina og uppskar Grímu fyrir vikið.
  • Leik­stjóri árs­ins: Agn­ar Jón Eg­ils­son fyr­ir sýn­ing­una Fúsi – ald­ur og fyrri störf í sviðsetn­ingu Sviðslista­hóps­ins Monochrome í sam­starfi við Borg­ar­leik­húsið og List án landa­mæra
  • Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki: Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Saknaðarilm­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins 
  • Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki: Sig­urður Þór Óskars­son fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Dele­rí­um bú­bón­is í sviðsetn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins
  • Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki: Vig­dís Hrefna Páls­dótt­ir fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Mútta Coura­ge og börn­in í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki: Þröst­ur Leó Gunn­ars­son fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Ást Fedru í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Dans­ari árs­ins: Elín Signý W. Ragn­ars­dóttir fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni The Simple Act of Lett­ing go í sviðsetn­ingu Íslenska dans­flokks­ins
  • Söngv­ari árs­ins: Heiða Árna­dótt­ir fyr­ir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Mörsug­ur í sviðsetn­ingu Þrjá­tíu fing­ur­góma í sam­starfi við Óperu­daga
  • Leik­mynd árs­ins: Guðný Hrund Sig­urðardótt­ir, Há­kon Páls­son og Rósa Ómars­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Molta í sviðsetn­ingu Rósu Ómars­dótt­ur og Íslenska dans­flokks­ins í sam­starfi við Gerðarsafn
  • Bún­ing­ar árs­ins: Fil­ipp­ía I. Elís­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Ást Fedru í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Lýs­ing árs­ins: Ásta Jón­ína Arn­ar­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Ást Fedru í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Tónlist árs­ins: Ólöf Arn­alds og Skúli Sverris­son fyr­ir sýn­ing­una Saknaðarilm­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Hljóðmynd árs­ins: Kristján Sig­mund­ur Ein­ars­son fyr­ir sýn­ing­una Ást Fedru í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins
  • Dans­höf­und­ur árs­ins: Rósa Ómars­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Molta í sviðsetn­ingu Rósu Ómars­dótt­ur og Íslenska dans­flokks­ins í sam­starfi við Gerðarsafn
  • Dans- og sviðshreyf­ing­ar árs­ins: Unn­ur Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Dele­rí­um bú­bón­is í sviðsetn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins 
  • Heiður­sverðlaun 2024: Mar­grét Helga Jó­hanns­dótt­ir


  loading

  Takk fyrir að skrá þig!