Ellen B. valinn sýning ársins | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Ellen B. valinn sýning ársins

Ellen B. hlaut þrenn verðlaun á grímunni í ár.

Íslensku sviðslista­verðlaun­in, Grím­an, voru af­hent í 21. sinn við hátíðlega at­höfn í Borg­ar­leik­hús­inu. Leik­sýn­ing­in Ellen B. var valinn sýning ársins auk þess sem Benedict Andrews fékk verðlaun sem leikstjóri ársins og Benedikt Erlingsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki. 

Stórleikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Hlaut hann viður­kenn­ing­una „fyr­ir framúrsk­ar­andi og ómet­an­leg störf í þágu ís­lenskr­ar leik­list­ar“.

  • Sýn­ing árs­ins: Ell­en B.
  • Leik­rit árs­ins: Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar eft­ir Matth­ías Tryggva Har­alds­son
  • Leik­stjóri árs­ins: Benedict Andrews – Ell­en B.
  • Leik­ari í aðal­hlut­verki: Hall­grím­ur Ólafs­son – Íslands­klukk­an
  • ​Leik­ari í auka­hlut­verki: Bene­dikt Erl­ings­son – Ell­en B.
  • ​Leik­kona í aðal­hlut­verki: Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir – Ex
  • ​Leik­kona í auka­hlut­verki: Íris Tanja Flygenring – Sam­drætt­ir
  • Leik­mynd: Mirek Kaczma­rek – Prins­essu­leik­arn­ir
  • Bún­ing­ar: Al­exía Rós Gylfa­dótt­ir og Tanja Huld Levý Guðmunds­dótt­ir – Gei­g­engeist
  • Lýs­ing: Kjart­an Þóris­son – Gei­g­engeist
  • ​Tónlist: Gígja Jóns­dótt­ir og Pét­ur Eggerts­son – Gei­g­engeist
  • Hljóðmynd: Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son – Íslands­klukk­an
  • ​Söngv­ari: Björg­vin Franz Gísla­son – Chicago
  • Dans­ari: Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás
  • ​Dans­höf­und­ur: Þyri Huld Árna­dótt­ir – Hringrás
  • ​Dans- og sviðshreyf­ing­ar: Lee Proud – Chicago
  • ​Barna­sýn­ing árs­ins: Draumaþjóf­ur­inn
  • Sproti árs­ins: Grasrót­ar­starf óperu­lista­manna
  • Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands 2023: Arn­ar Jóns­son


loading