Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu

    Fransí Biskví er sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.

    Í kvöld, þriðjudag 27. júní, frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikverk Fransí Biskví. Hér er saga hinna frönsku sjómanna í aðalhlutverki en þeir voru árlegir gestir í Dýrafirði í rúmar tvær aldir. Fransí Biskví er sýning ársins í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði sem verður í brakandi sumarstuði í allt sumar. Miðasala á sýningar Sumarleikhússins fer fram í síma 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar á tix.is

    Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson. Tónlist í leiknum er eftir Björn Thoroddsen, gítarleikara, Sunnefa Elfarsdóttir hannar búning og leikmynd og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Í Fransí Biskví verður hin fransk íslenska sjómannasaga sögð með sérstakri áherslu á sögu- og leikhústaðinn Haukadal. Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.

    „Haukadalur varð snemma jafnvel bara frá landnámi eða frá tímum Gísla sögu Súrssonar, miðstöð mikilla umsvifa. Þegar þar fór svo að myndast þorp jukust umsvifin enn meir. Ástæðan var ekki síst Haukadalsbótin sem snemma varð vinsæl hjá sjófarendum enda þar upplagt að vera til að laga sitt fley, umsalta afla eða bíða af sér veðrið. Það voru ekki síst erlend skip sem völdu bótina í Haukadal sem einskonar akkeri og voru þar einkum um að ræða franska sjómenn. Voru hinir frönsku árlegir gestir í Haukadal í langan tíma og þá einkum á 19. öldinni og langt fram undir fyrri heimstyrjöld. Ósjaldan komu hinir frönsku í land í Haukadal og áttu margvísleg sam- sem viðskipti við heimamenn. Mest var þar um að ræða skiptikaupmennsku sem er um margt góður buisness. Einkum var þar umað ræða prjónles, vettlingar, er þá frönsku vanhagaði um og gáfu í staðinn hið fræga harða kex, Fransí Biskví.“

    Sýningar á Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu Haukadal verða sem hér segir.

    Frumsýning þriðjudaginn 27. júní, 2. sýning föstudaginn 7. júlí, 3. sýning sunnudaginn 9. júlí, 4. sýning miðvikudaginn 19. júlí og lokasýning verður laugardaginn 22. júlí.

    Allar sýningar hefjast klukkan 20 og miðasala fer fram í síma 891 7025 og á tix.is



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!