Mánudaginn 5. júlí mun einleikurinn Guide to Guiding vera sýndur á ný á Reykjavik Fringe Festival. Guide to Guiding var frumsýndur á Fringe Festival fyrir ári og fékk frábærar viðtökur, en hefur legið í dvala síðan vegna samkomutakmarkanna.
Höfundur
og leikari Guide to Guiding er
Ingimar Bjarni Sverrisson, leiðsögumaður og leikari, en leikstjóri er
Tryggvi
Rafnsson, leikari og skemmtikraftur. Báðir stunduðu nám við
leiklistarskólan
Rose Bruford í Lundúnum og hafa verið starfsmaður í sjálfstæðu
leikhússenunni síðan. Einleikurinn er byggður á reynslu Ingimars sem
jöklaleiðsögumanni og fjallar um skrýtin og litríkan heim massa-túrisma.
Í einleiknum
fléttast saman sannar sögur, grín um Ísland og túrismans hér og smá
boðskapur
um lífið og tilveruna, sérstaklega í þjónustustarfi.
Á Reykjavik Fringe Festival verður Guide to Guiding á Aðalstræti 2, þar sem sett verður upp miðstöð hátíðarinnar. Sýningardagar eru fimmti, níundi og tíundi júní og allar sýningar hefjast 19:00 á viðkomandi degi. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðunni Guide to Guiding.
Sýningardagar: Mánudaginn 5. júlí kl. 19:00 Föstudaginn 9. júlí kl. 19:00 Laugardaginn 10. júlí kl. 19:00
Á RVK Fringe fá listamennirnir 100% af söluágóða. Til að styrkja við hátíðina sjálfa þurfa gestir að versla hátíðararmband fyrir 1000 krónur auk miða á einstaka viðburði. Hátíðararmband er forsenda þess að gestir geti nýtt miða sína og þurfa gestir að sýna armbandið þegar miðum er framvísað við inngang viðburða. Armbandið gildir út hátíðina og veitir afslætti á börum sýningarstaða. Armbönd má sækja í dyrunum á öllum viðburðum. Armbönd má einnig kaupa við dyrnar.
Ef fólk vill styrkja hátíðina frekar er hægt að millifæra á paypal.me/rvkfringe
Dagskrá hátíðar má finna á heimasíðunni rvkfringe.is og hægt er að horfa á streymi á crowdcast.io/rvkfringe
Leikkonan Sólveig Arnarsdóttir, sem fer á kostum þessa dagana í Netflix seríunni Kötlu, er flutt heim til Íslands og er búin að gera samning við Borgarleikhúsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.
„Sólveig útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu árum frá leiklistarskólanum Ernst Busch í Berlín og hefur starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Þýskalandi, nú síðast sem fastráðin leikkona við hið virta leikhús Volksbühne í Berlín. Hún hefur ekki leikið í Borgarleikhúsinu síðan 1993 þegar hún var ógleymanleg í aðalhlutverkinu í Evu Lunu. Sólveig hefur sópað að sér tilnefningum og verðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum og á sviði.“
Sólveig mun hefja störf í lok sumars og leika hlutverk nornadrottningarinnar Hekötu í Macbeth og í Orlandó eftir Virginiu Woolf.
„Ég er full eftirvæntingar og gleði að taka þátt í spennandi uppbyggingu í Borgarleikhúsinu nú þegar ég er komin heim eftir margra ára starf í þýsku leikhúsi,“ segir Sólveig um þessi tímamót.
GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning þar sem mörkin milli veruleikans og fantasíu eru könnuð. Áhorfendur taka þátt í að stýra sögupersónunum á ferð þeirra um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttur, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur. Þær kljást við eigin sjálfsmynd í leit að æðri tilgangi og við það fara raunveruleikinn og sýndarveruleikinn að renna saman í eitt. Eftir því sem þær uppgötva nýjan flöt á eigin tilveru missa þær smám saman tenginguna við raunheiminn og sundrast um óravíddir veruleikans.
Áhorfendur taka þátt í að móta þann heim sem sögupersónurnar ferðast um, ekki ósvipað því og að stýra tölvuleik. Þannig munu áhorfendur hafa bein áhrif á örlög persónanna. Mun þeim takast að rata aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?
Sýningin er hrífandi sjónarspil uppfullt af húmor, þokka og fegurð þar sem flytjendurnir klifra, dansa og svífa um loftin á silkislæðum. Flytjendur, hljóð og ljós munu hreyfast um rýmið allt, jafnt lóðrétt sem lárétt, ásamt því að prófa erkitýpur, meiningu og væntingar.
Kría Aerial Arts var stofnað árið 2020 og var þeirra fyrsta sýning, sem bar titilinn „Rebirth“, sýnd á Reykjavík Fringe Festival sama ár. Síðan þá hefur hópurinn vaxið og þróast og er nú samvinnuhópur loftfimleikafólks, tónskálds og ljósahönnuðar. Hópurinn hlakkar til að fara út fyrir hið hefðbundna í sumar og bjóða áhorfendum upp á gagnvirka leikhússýningu.
Flytjendur: Alice Demurtas, Ástríður Ólafsdóttir, Lauren Charnow Tónlist: Adam Switala Lýsing: Arnar Ingvarsso Búningar: Harpa Einarsdóttir Sviðsstjóri: Angie Diamantopoulou
Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson og Unni Ösp Stefánsdóttur í leikstjórn Unnar í Þjóðleikhúsinu er óumdeild sýning ársins. Sýningin hlaut flest verðlaun þegar Gríman, var afhent í 19. sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói nú fyrr í kvöld. Sýningin var tilefnd til sjö verðlauna og hreppti þau öll. Þar á meðal annars sem sýning ársins, fyrir leikstjórn og leikara í aðalhlutverki.
Heildarúrslit kvöldsins eru sem hér segir:
Sýning ársins 2021: Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikrit ársins 2021: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikari ársins 2021 í aðalhlutverki: Björn Thors í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2021 í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir í leikverkinu Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu Edda Production
Leikari ársins 2021 í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson í leikverkinu Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2021 í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir í leikverkinu Benedikt búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við MAk og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Leikmynd ársins 2021: Elín Hansdóttir í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Búningar ársins 2021: María Th. Ólafsdóttir í leikverkinu Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Lýsing ársins 2021: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Tónlist ársins 2021: Friðrik Margrétar Guðmundsson í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Hljóðmynd ársins 2021: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Söngvari ársins 2021: María Sól Ingólfsdóttir í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Dans – og sviðshreyfingar ársins 2021: Allra veðra von í nýsirkussýningunni Allra veðra von í sviðsetningu Sirkuslistahópsins Hringleiks í samstarfi við leikhópinn Miðnætti og Tjarnarbíó
Dansari ársins 2021: Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Ævi í sviðsetningu Last Minute Productions í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Danshöfundur ársins 2021: Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir dansverkið Ævi í sviðsetningu Last Minute Productions í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Sproti ársins 2021: Leikhópurinn PólíS
Barnasýning ársins 2021: Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Útvarpsverk ársins 2021: Með tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og í leikstjórn Silju Hauksdóttur í sviðsetningu Útvarpsleikhússins RÚV
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2021: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson
Veitt eru verðlaun í 19 flokkum á Grímunni í ár auk heiðursverðlauna Sviðslistasambands Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum reyndist ekki unnt að tilnefna í flokknum Danshöfundur ársins, en verðlaunahafinn verður kosinn beinni kosningu af valnefnd Grímunnar.
Vegna yfirstandandi heimsfaraldurs hefur reglum Grímunnar verið hliðrað til annað árið í röð og því færast sýningarnar Hælið, sem frumsýnt var í september, og Fullorðin, sem frumsýnd var í byrjun árs, til næsta verðlaunaárs. Sem kunnugt var sýningunni Níu líf, sem frumsýnd var í mars 2020, ekki lögð fram til Grímunnar í fyrra þar sem ekki náðu nógu margir dómnefndarmenn að sjá hana vegna samkomubanns. Þar sem ekki reyndist unnt að sýna verkið á yfirstandandi leikári vegna samkomutakmarkana færist Níu líf yfir á næsta verðlaunaár.
Tilnefningar ársins eru sem hér segir:
Sýning ársins 2021
Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson. Sviðsetning – Adolf Smári Unnarsson og Friðrik Margrétar Guðmundsson í samstarfi við Tjarnarbíó.
Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Sviðsetning – EP Sviðslistahópur.
Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson. Sviðsetning – Þjóðleikhúsið.
Leikrit ársins
Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Jökulsdóttur
The Last Kvöldmáltíð eftir Kolfinnu Nikulásdóttur
Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson
Leikari ársins í aðalhlutverki
Björn Thors fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Ólafur Ásgeirsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Co za poroniony pomysł –
Úff hvað þetta er slæm hugmynd! í sviðsetningu Leikhópsins Pól-Ís í samstarfi við Tjarnarbíó
Sigurður Þór Óskarsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Veisla í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Edda Björg Eyjólfsdóttir – fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps
Helga Braga Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni The Last Kvöldmáltíð í sviðsetningu Leikhópsins Hamfarir í samstarfi við Tjarnarbíó
Ilmur Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kópavogskrónika í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Oleanna í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikari ársins í aukahlutverki
Arnmundur Ernst Backman Björnsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kópavogskrónika í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Kjartan Darri Kristjánsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í sýningunni Nashyrningarnir í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins í aukahlutverki
Ásthildur Úa Sigurðardóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni The Last Kvöldmáltíð í sviðsetningu Leikhópsins Hamfarir í samstarfi við Tjarnarbíó
Birna Pétursdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Nashyrningarnir í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikstjóri ársins
Adolf Smári Unnarsson fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samvinnu við Tjarnarbíó
María Reyndal fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu Úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Sproti ársins
Ekkert er sorglegra en manneskjan: „Hér er óperuformið glætt nýju lífi þar sem samsöngur, samhljómur og sammannleg upplifun skiptir höfuðmáli. Höfundum tekst listavel að þræða saman hversdagsleg efnistök textans, dramatíska tónlistina og stílhreina framkomu flytjenda. Óvænt og fyndin nútímaópera um leitina að hamingjunni, auknum afköstum í vinnunni og eilífa þrá Íslendingsins eftir betri tíð.“
Kolfinna Nikulásdóttir fyrir leikverkið The Last Kvöldmáltíð: „Í The Last Kvöldmáltíð sjáum við frumlegan stíl og húmor. Leikskáldið brýtur viðtekin gildi og vekur upp spurningar um manneskjuna, þjóðernishyggju og þjóðrembu. Skapar sterka leikhúsupplifun með frumlegu efnisvali og djörfum og áleitnum texta.“
Leikhópurinn PólíS: Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! er verk sem lifir með áhorfandanum löngu eftir að tjaldið fellur. Leikhópurinn kafar ofan í tvo menningarheima og fléttar þá saman. Afraksturinn er kvöldstund þar sem listamenn og leikhúsgestir af íslenskum og pólskum uppruna ná samhljómi þvert á uppruna og tungumál.
Barnasýning ársins
Dagdraumar eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Tréð eftir Söru Marti Guðmundsdóttur og Agnesi Wild í sviðsetningu Leikhópsins Lalalab í samstarfi við Tjarnarbíó
Útvarpsverk ársins
Litlu jólin eftir Bjarna Jónsson, Árna Vilhjálmsson, Ragnar Ísleif Bragason og Friðgeir Einarsson í leikstjórn Leikhópsins Kriðpleir, í sviðsetningu Útvarpsleikhússins og RÚV
Með tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Hauksdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV
Vorar skuldir eftir Bjarna Jónsson, Árna Vilhjálmsson, Ragnar Ísleif Bragason og Friðgeir Einarsson í leikstjórn Leikhópsins Kriðpleir, í sviðsetningu Útvarpsleikhússins og RÚV
Dans og sviðshreyfingar ársins
Chantelle Carey fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir, Thomas
Burke fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir fyrir sýninguna Veisla í sviðsetningu Borgarleikhússins
Dansari ársins
Charmene Pang fyrir hlutverk sitt í sýningunni Dagdraumar í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Emilía Benedikta Gísladóttir fyrir sýninguna Á milli stunda – Ég býð mig fram þrjú, í sviðsetningu Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur
Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Búningar ársins
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir fyrir sýninguna Dagdraumar í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
María Th. Ólafsdóttir fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikmynd ársins
Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir fyrir sýninguna Sunnefa í sviðsetningu Leikhópsins Svipir í samstarfi við Tjarnarbíó
Elín Hansdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Finnur Arnar Arnarson fyrir sýninguna Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Hafliði Emil Barðason fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps
Tónlist ársins
Friðrik Margrétar Guðmundsson fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Davíð Berndsen, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Prins Póló, og Snorri Helgason fyrir sýninguna Veisla í sviðsetningu Borgarleikhússins
Þórunn Gréta Sigurðardóttir fyrir óperuna KOK
Söngvari eða söngkona ársins
Hanna Dóra Sturludóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni KOK í sviðsetningu leikhópsins Svartur jakki í samstarfi við Borgarleikhúsið
María Sól Ingólfsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Sveinn Dúa Hjörleifsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Die Schöne Müllerin í sviðsetningu Sveins Dúa Hjörleifssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Hljóðmynd ársins
Aron Þór Arnarsson, Magnús Tryggvason Eliassen og Steingrímur Teague fyrir sýninguna Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Stefán Már Magnússon fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu EP sviðslistahóps
„Algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins“, segir leikarinn ungi sem er að ljúka sýningatörn á útskriftarverkefni nemenda við LHÍ.
Almar Blær Sigurjónsson er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir er hann einmitt í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan og mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra.
Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland.
„Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“
Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“
Við hjá leikhús.is óskum Almari og Þjóðleikhúsinu til hamingju með ráðninguna og hlökkum til að sjá hann á sviðinu á komandi leikhúsvetri.
Það er komið sumar og leikhúsið í Haukadal Dýrafirði fyllist brátt að leik og lífi. Mikið hvað það verður gaman þá. Framundan er leikhússumar í sveitinni, minnsta atvinnuleikhkúsi Íslands, þar sem ævintýrin gerast. Við erum klár með sýningardagatal sumarsins ´21. Eigi er þó allt hér því fleiri viðburðir verða í boði í sumarleikhúsinu okkar má þar nefna skemmtidagskrá með Jóhannesi Kristjánssyni og Karl Ágúst Úlfssyni. Margt annað er í spilunum svo það er óhætt að láta sig hlakka til sumarleikhússtunda í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.
Á sjómannadaginn, sunnudaginn 6.júní, verður hægt að lifa sig inn í heim síldaráranna í gegnum leikritið Á frívaktinni í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Leikritið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni N4 en í því er að finna fjölda fallegra og fjörugra sjómannalaga.
Leikfélag Sauðárkróks fagnar á þessu ári 80. ára afmæli en 9 janúar á þessu ári eru 80 ár síðan félagið var endurstofnað. Af því tilefni heimsfrumsýndi leikfélagið nýtt verk í maí sem heitir Á frívaktinni. Höfundur þess og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
Æfingarferlið og aðdragandi að sýningunni hefur verið óvenjulangt þar sem byrjað var á verkinu í fyrra. Um sjómannadagshelgina eru síðustu sýningar á verkinu í félagsheimilinu Bifröst á Sauðarárkróki en þeir sem ekki eiga heimangengt á sýningarnar geta upplifað sjóarastemminguna heima í stofu að kvöldi sjómannadagsins því verkið verður sýnt á N4 sjónvarpsstöðinni kl. 20.
Sögusvið verksins er sjávarþorp á Íslandi á tímum síldaráranna. Aðalsöguhetjan er Daníel, tvítugur piltur sem dreymir um að komast á sjó því hann vill verða ríkur og koma undir sig fótunum. Ástin kemur líka við sögu sem og aðrir litríkir íbúar í þorpinu og snertir sagan ýmsa tilfinningar, og er bæði falleg, sorgleg og fjörug. Dæmi um þekkt sjómannalög sem heyrast í verkinu eru t.d. Einsi kaldi, Þórður sjóari, Ship og hoj, Síldarstúlkan o.fl.
Athugið að aðeins er um þessa einu sýningu á verkinu á N4 að ræða.
Í fyrsta skipti í sögu stofnanaleikhúsa á Íslandi hafa laun og réttindi dansara verið jöfnuð á við laun og réttindi leikara. Þetta er mikið og stórt framfaraskref í átt til aukins jafnréttis og þar með hefur margra ára baráttumáli Félags íslenskra leikara og Leikarafélags Íslands nú verið siglt í höfn með nýjum stjórnendum Þjóðleikhússins.
Nýr samningur er framfarasamningur þar sem búið er að aðlaga samninginn að nútímastarfsumhverfi og metnaðarfullum áformum um enn öflugra og opnara Þjóðleikhús til framtíðar. Opnað er fyrir nýjar vinnuaðferðir, aukinn sveigjanleika, aukið samstarf og frumkvæði starfsfólks í húsinu.
Samningurinn var unninn í góðri samvinnu Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, Leikarafélags Íslands og Þjóðleikhússins.
Hellisbúinn býður upp á drykk með hverjum miða en gestir geta einnig pantað sér drykki á borð.
Í tilefni af 30 ára afmæli Hellisbúans verða nokkrar sýningar á þessu vinsælasta leikriti Íslandssögunnar í Gamla Bíó!
Ef einhvern tímann hefur verið tilefni til að gleðjast og kitla hláturtaugarnar, þá er það núna!
Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 57 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.
Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann.
Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp.
Í Gamla Bíó lofum við frábærri kvöldstund, fullri af hlátri og gleði!
,,Salurinn hreinlega emjaði úr hlátri” – Fjarðarpósturinn
ATH – Salnum er skipt í sóttvarnarhólf og gestir sem koma saman sitja saman við borð. Vinsamlegast takið fram ef miðahafar sem kaupa miða í sitthvorri pöntun vilja sitja saman.