Tvær sýningar með sjö tilnefningar til Grímunnar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Tvær sýningar með sjö tilnefningar til Grímunnar

    Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorg­legra en manneskjan hljóta flestar til­nefningar Grímunnar, ís­lensku sviðs­lista­verð­launanna, í ár eða sjö til­nefningar hvor.

    Veitt eru verðlaun í 19 flokk­um á Grímunni í ár auk heiður­sverðlauna Sviðslista­sam­bands Íslands. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skipu­leggj­end­um reynd­ist ekki unnt að til­nefna í flokkn­um Dans­höf­und­ur árs­ins, en verðlauna­haf­inn verður kos­inn beinni kosn­ingu af val­nefnd Grím­unn­ar.

    Vegna yf­ir­stand­andi heims­far­ald­urs hef­ur regl­um Grím­unn­ar verið hliðrað til annað árið í röð og því fær­ast sýn­ing­arn­ar Hælið, sem frum­sýnt var í sept­em­ber, og Full­orðin, sem frum­sýnd var í byrj­un árs, til næsta verðlauna­árs. Sem kunn­ugt var sýn­ing­unni Níu líf, sem frum­sýnd var í mars 2020, ekki lögð fram til Grím­unn­ar í fyrra þar sem ekki náðu nógu marg­ir dóm­nefnd­ar­menn að sjá hana vegna sam­komu­banns. Þar sem ekki reynd­ist unnt að sýna verkið á yf­ir­stand­andi leik­ári vegna sam­komutak­mark­ana fær­ist Níu líf yfir á næsta verðlauna­ár.

    Til­nefn­ing­ar árs­ins eru sem hér seg­ir: 

    Sýn­ing árs­ins 2021

    • Ekk­ert er sorg­­legra en mann­eskj­an eft­ir Frið­rik Mar­grét­ar Guð­munds­­son. Svið­setn­ing – Ad­olf Smári Unn­ars­­son og Frið­rik Mar­grét­ar Guð­munds­­son í sam­­starfi við Tjarn­ar­­bíó.
    • Hauk­ur og Lilja – Opn­un eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur. Svið­setn­ing – EP Sviðs­lista­hóp­ur.
    • Vertu úlf­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Héðin Unn­­steins­­son. Svið­setn­ing – Þjóð­leik­húsið.

    Leik­rit ársins

    • Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísa­betu Jökuls­dóttur
    • The Last Kvöld­mál­tíð eftir Kol­finnu Niku­lás­dóttur
    • Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefáns­dóttur og Héðin Unn­steins­son

    Leikari ársins í aðal­hlut­verki

    • Björn Thors fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Ólafur Ás­geirs­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Co za por­oniony po­mysł –
    • Úff hvað þetta er slæm hug­mynd! í svið­setningu Leik­hópsins Pól-Ís í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Sigurður Þór Óskars­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Leik­kona ársins í aðal­hlut­verki

    • Edda Björg Eyjólfs­dóttir – fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps
    • Helga Braga Jóns­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni The Last Kvöld­mál­tíð í svið­setningu Leik­hópsins Ham­farir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Ilmur Kristjáns­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kópa­vog­skrónika í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Vala Kristín Ei­ríks­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Oleanna í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Leikari ársins í auka­hlut­verki

    • Arn­mundur Ernst Back­man Björns­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kópa­vog­skrónika í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Kjartan Darri Kristjáns­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Hilmir Snær Guðna­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Nas­hyrningarnir í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­kona ársins í auka­hlut­verki

    • Ást­hildur Úa Sigurðar­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni The Last Kvöld­mál­tíð í svið­setningu Leik­hópsins Ham­farir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Birna Péturs­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Bene­dikt Búálfur í svið­setningu Leik­fé­lags Akur­eyrar í sam­starfi við Menningar­fé­lag Akur­eyrar og Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands
    • Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Nas­hyrningarnir í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­stjóri ársins

    • Adolf Smári Unnars­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­vinnu við Tjarnar­bíó
    • María Reyn­dal fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps
    • Unnur Ösp Stefáns­dóttir fyrir sýninguna Vertu Úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Sproti ársins

    • Ekkert er sorglegra en manneskjan: „Hér er óperuformið glætt nýju lífi þar sem samsöngur, samhljómur og sammannleg upplifun skiptir höfuðmáli. Höfundum tekst listavel að þræða saman hversdagsleg efnistök textans, dramatíska tónlistina og stílhreina framkomu flytjenda. Óvænt og fyndin nútímaópera um leitina að hamingjunni, auknum afköstum í vinnunni og eilífa þrá Íslendingsins eftir betri tíð.“
    • Kolfinna Nikulásdóttir fyrir leikverkið The Last Kvöldmáltíð: „Í The Last Kvöldmáltíð sjáum við frumlegan stíl og húmor. Leikskáldið brýtur viðtekin gildi og vekur upp spurningar um manneskjuna, þjóðernishyggju og þjóðrembu. Skapar sterka leikhúsupplifun með frumlegu efnisvali og djörfum og áleitnum texta.“
    • Leikhópurinn PólíS: Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! er verk sem lifir með áhorfandanum löngu eftir að tjaldið fellur. Leikhópurinn kafar ofan í tvo menningarheima og fléttar þá saman. Afraksturinn er kvöldstund þar sem listamenn og leikhúsgestir af íslenskum og pólskum uppruna ná samhljómi þvert á uppruna og tungumál.

    Barna­sýning ársins

    • Dag­draumar eftir Ingu Maren Rúnars­dóttur í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • Kaf­bátur eftir Gunnar Ei­ríks­son í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Tréð eftir Söru Marti Guð­munds­dóttur og Agnesi Wild í svið­setningu Leik­hópsins Lalalab í sam­starfi við Tjarnar­bíó

    Út­varps­verk ársins

    • Litlu jólin eftir Bjarna Jóns­son, Árna Vil­hjálms­son, Ragnar Ís­leif Braga­son og Frið­geir Einars­son í leik­stjórn Leik­hópsins Krið­p­leir, í svið­setningu Út­varps­leik­hússins og RÚV
    • Með tík á heiði eftir Jóhönnu Frið­riku Sæ­munds­dóttur í leik­stjórn Silju Hauks­dóttur, í svið­setningu út­varps­leik­hússins og RÚV
    • Vorar skuldir eftir Bjarna Jóns­son, Árna Vil­hjálms­son, Ragnar Ís­leif Braga­son og Frið­geir Einars­son í leik­stjórn Leik­hópsins Krið­p­leir, í svið­setningu Út­varps­leik­hússins og RÚV

    Dans og sviðs­hreyfingar ársins

    • Chantelle Car­ey fyrir sýninguna Karde­mommu­bærinn í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Ey­rún Ævars­dóttir, Jóa­kim Kvaran, Nick Can­dy, Bryn­dís Torfa­dóttir, Thomas
    • Bur­ke fyrir sýninguna Allra veðra von í svið­setningu Hring­leiks í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Unnur Elísa­bet Gunnars­dóttir fyrir sýninguna Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Dansari ársins

    • Charmene Pang fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Dag­draumar í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • Emilía Bene­dikta Gísla­dóttir fyrir sýninguna Á milli stunda – Ég býð mig fram þrjú, í svið­setningu Unnar Elísa­betar Gunnars­dóttur
    • Inga Maren Rúnars­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni ÆVI í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins

    Búningar ársins

    • Bryn­dís Ósk Þ. Ingvars­dóttir fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Júlíanna Lára Stein­gríms­dóttir fyrir sýninguna Dag­draumar í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • María Th. Ólafs­dóttir fyrir sýninguna Karde­mommu­bærinn í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­mynd ársins

    • Egill Ingi­bergs­son og Mó­eiður Helga­dóttir fyrir sýninguna Sunnefa í svið­setningu Leik­hópsins Svipir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Elín Hans­dóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Finnur Arnar Arnar­son fyrir sýninguna Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Lýsing ársins

    • Björn Berg­steinn Guð­munds­son og Hall­dór Örn Óskars­son fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Haf­liði Emil Barða­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Ólafur Ágúst Stefáns­son fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps

    Tón­list ársins

    • Frið­rik Margrétar Guð­munds­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Davíð Bernd­sen, Þórður Gunnar Þor­valds­son, Prins Póló, og Snorri Helga­son fyrir sýninguna Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins
    • Þórunn Gréta Sigurðar­dóttir fyrir óperuna KOK

    Söngvari eða söng­kona ársins

    • Hanna Dóra Sturlu­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni KOK í svið­setningu leik­hópsins Svartur jakki í sam­starfi við Borgar­leik­húsið
    • María Sól Ingólfs­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Sveinn Dúa Hjör­leifs­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Die Schöne Müllerin í svið­setningu Sveins Dúa Hjör­leifs­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó

    Hljóð­mynd ársins

    • Aron Þór Arnars­son, Magnús Tryggva­son Eli­as­sen og Stein­grímur Teagu­e fyrir sýninguna Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Elvar Geir Sæ­vars­son og Val­geir Sigurðs­son fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Stefán Már Magnús­son fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP sviðs­lista­hóps


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!