Loftfimleikar í Tjarnarbíó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Loftfimleikar í Tjarnarbíó

    GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning sem sýnd er í Tjarnarbíó

    GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning þar sem mörkin milli veruleikans og fantasíu eru könnuð. Áhorfendur taka þátt í að stýra sögupersónunum á ferð þeirra um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttur, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur. Þær kljást við eigin sjálfsmynd í leit að æðri tilgangi og við það fara raunveruleikinn og sýndarveruleikinn að renna saman í eitt. Eftir því sem þær uppgötva nýjan flöt á eigin tilveru missa þær smám saman tenginguna við raunheiminn og sundrast um óravíddir veruleikans.

    Áhorfendur taka þátt í að móta þann heim sem sögupersónurnar ferðast um, ekki ósvipað því og að stýra tölvuleik. Þannig munu áhorfendur hafa bein áhrif á örlög persónanna. Mun þeim takast að rata aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?

    Sýningin er hrífandi sjónarspil uppfullt af húmor, þokka og fegurð þar sem flytjendurnir klifra, dansa og svífa um loftin á silkislæðum. Flytjendur, hljóð og ljós munu hreyfast um rýmið allt, jafnt lóðrétt sem lárétt, ásamt því að prófa erkitýpur, meiningu og væntingar.

    Kría Aerial Arts var stofnað árið 2020 og var þeirra fyrsta sýning, sem bar titilinn „Rebirth“, sýnd á Reykjavík Fringe Festival sama ár. Síðan þá hefur hópurinn vaxið og þróast og er nú samvinnuhópur loftfimleikafólks, tónskálds og ljósahönnuðar. Hópurinn hlakkar til að fara út fyrir hið hefðbundna í sumar og bjóða áhorfendum upp á gagnvirka leikhússýningu.

    Flytjendur:
    Alice Demurtas, Ástríður Ólafsdóttir, Lauren Charnow
    Tónlist: Adam Switala
    Lýsing: Arnar Ingvarsso
    Búningar: Harpa Einarsdóttir
    Sviðsstjóri: Angie Diamantopoulou



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!