nóvember | 2019 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from nóvember, 2019

    Leikfélag Hörgdæla Sýnir Gauragang

    nóv 28, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.

    Nú eru einungis þrjár sýningar eftir af þessari stórskemmtilegu sýningu.

    Miðasala fer fram í símum 666 0170 eða 666 0180 frá 17-19 virka daga og 14-16 á laugardögum.

    Sýningum á Matthildi að ljúka í Borgarleikhúsinu

    nóv 28, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan margverðlaunaða söngleik því síðustu sýningar eru nú í desember.

    Þessi magnaði söngleikur byggir á sögu Roalds Dahl og fjallar um Matthildi, óvenjulega gáfaða og bókelska stúlku með afar ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar fáfróð og óhefluð og skólastjórinn hreinasta martröð. Matthildur lumar á ýmsum ráðum gegn ranglæti og heimskupörum og tekst að vinna sér sess í veröldinni með samviskuna og hugrekkið að leiðarljósi.

    Söngleikurinn Matthildur hefur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikur. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem á að baki stóra söngleikjasigra á borð við uppfærslurnar á Billy Elliot og Bláa hnettinum.

    Stormfuglar

    nóv 27, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið

    Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Hér flytur hann okkur magnaða sögu sem hann gerði skil í bók sinni Stormfuglum sem kom út árið 2018.

    Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl, á síðutogara sem lendir í aftakaveðri vestur undir Nýfundnalandi. Togarinn hleður á sig ísingu í nístandi frosti og ofsaroki, og klakabrynjan er við það að sliga drekkhlaðið skipið. Frá miðunum í kring berast neyðarköll annarra skipa sem eins er ástatt um. Baráttan er upp á líf og dauða.

    Höfundur og flytjandi: Einar Kárason

    Leitin að jólunum

    nóv 25, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Sívinsælt aðventuævintýri

    Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt fimmtánda leikárið í röð og eru sýningar orðnar um 350 talsins.

    Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.

    Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið.

    Hugleikur sýnir Gestagang

    nóv 24, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélagið Hugleikur frumsýndi 9. nóvember síðastliðin nýjan söngleik eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið heitir Gestagangur og gerist á stríðsárum seinni heimstyrjaldarinnar í Reykjavík. Rúmlega þrjátíu manns taka þátt í sýningunni. 

    Heimsstyrjöldin síðari er hafin og Íslendingar reyna eftir bestu getu að haga seglum eftir vindi. Þegar Bretar hernema landið finna ráðamenn leiðir til að mata krókinn og breskir hermenn reyna að vingast við heimamenn, ekki síst stúlkurnar. Nýr fangavörður hefur tekið við Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og það kemur í hans hlut að hýsa óheppnar stúlkur, bæði þær sem komast í kast við ástandslögin og aðrar sem eiga einfaldlega ekki í önnur hús að venda. Á þessum viðsjárverðu tímum telst það meiri synd að búa til líf en að granda þeim í bardögum. Njósnir og gagnnjósnir eru stundaðar og lögreglan reynir að hafa stjórn á bæjarlífinu. 

    Gestir koma og fara og skilja eftir sig spor, sum stærri en önnur.

    Gestagangur er sjálfstætt framhald af söngleiknum Stund milli stríða sem Þórunn Guðmundsdóttir skrifaði fyrir Hugleik fyrir fimm árum. Stund milli stríða var valin Áhugaleiksýning ársins 2014 og var því sýnd í Þjóðleikhússinu það sama ár.

    Næstu sýningar
    Mið. 27/11 kl. 20.00
    Fös. 29/11 kl. 20.00
    Lau. 30/11 kl. 20.00
    Sun. 01/12 kl. 15.00 – ath. annar tími

    Club Romantica í Borgarleikhúsinu

    nóv 24, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hvað varð eiginlega um konuna á myndinni?

    Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu. Var því stolið? Týndist það? Var því kannski hent? Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 40 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni.

    Eftir tíu ára umhugsun hefur Friðgeir loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra.

    Í Club Romantica kynnir Friðgeir fólkið á myndunum fyrir áhorfendum, segir sögu þess og sviptir hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverfum af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun einhver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið. 

    Friðgeir Einarsson hefur starfað með hópum á borð við Kriðpleir, Sextán elskendur og Íslenska dansflokkinn. Hann hefur einnig gefið út tvær bækur, smásagnasafnið „Takk fyrir að láta mig vita“ og skáldsöguna „Formaður húsfélagsins.“

    Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þriggja annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins.

    Í samstarfi við leikhópinn Abendshow.
    Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti – Leiklistarráði.

    Saumastofan á Hólmavík

    nóv 24, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson fös. 22. nóvember. Leikstjóri er Skúli Gautasonar. Saumastofan er eitt þekktasta verk höfundar og er reglulega sett upp hjá áhugaleikfélögunum. Verkið gerist árið 1975 og segir frá degi í lífi starfsfólks á saumastofu. Óvænt afmælisveisla meðan yfirmaðurinn bregður sér frá, verður til þess að losnar um málbeinið á starfsfólkinu. Ýmis leyndarmál koma upp úr kafinu og fólkið kynnist nýjum og oft óvæntum hliðum hvers annars.

    Sýnt er í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudag og laugardag kl. 20.00 og síðan fer leikfélagið í leikferð eins og þess er vani. Sýnt verður í Logalandi, Borgarfirði 30. nóvember kl: 20:00 og í Dalabúð, Búðardal þann 1. desember kl: 20:00. Lokasýning verður síðan í Félagsheimilinu á Hólmavík þ. 27. desember kl. 20:00.

    Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg í sýningunni. Ljós og hljóð er í höndum Valdimars Kolka Eiríkssonar og leikstjóra. Úlfar Örn Hjartarson og leikhópurinn sáu um leikmynd. Ásdís Jónsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Kristín Lilja Sverrisdóttir sjá um förðun og hár. Búningar og leikmunir fengnir m.a. frá Gróustöðum og Grunnskólanum á Hólmavík auk leikhópsins. Agnes Jónsdóttir sér um leikskrá.

    Leikfélag Norðfjarðar setur upp Óþarfa offarsa

    nóv 23, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Norðfjarðar setur nú upp í ár sína sjöttu sýningu eftir að leikfélagið var endurvakið. Að þessu sinni er það farsinn Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith sem hefur orðið fyrir valinu.
    Leikritið segir frá lögreglu sem undirbýr gildru á móteli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglumennirnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Verkið var fyrst frumsýnt árið 2006 og hefur síðan verið sýnt víða um Bandaríkin en einnig fjölgar sífellt uppsetningum víðsvegar í heiminum. Leikfélag Kópavogs sýndi verkið árið 2015 og nú er þessi bráðfyndni farsi loks sýndur í Neskaupstað.
    Leikstjóri er Björgúlfur Egill Pálsson en hann er að leikstýra sínu fyrsta stóra verki og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því Óþarfa offarsi er stórt og flókið verk í uppsetningu. Alls koma um 20 manns að sýningunni að einhverju leyti.
    Frumsýning er laugardag 23. nóvember kl. 20.00 en aðrar sýningar eru sem hér segir:
    Sunnudagur 24. nóvember
    Þriðjudagur 26. nóvember
    Þriðjudagur 3. desember
    Fimmtudag 5. desember
    Laugardag 7. desember, lokasýning.

    Hægt er að panta miða í gegnum netfangið leikfelag.nordfjardar@gmail.com en annars eru miðar seldir við inngang. Nánar um sýninguna á Facebooksíðu félagsins.

    Saga Donnu Sheridan – Mamma mía

    nóv 21, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Framhaldsskólans á Norðurlandi vestra, Sauðárkróki frumsýnir á föstudag söngleikinn Saga Donnu Sheridan – Mamma mía.
    Þarna er um nýja leikgerð að ræða, sem byggð er á tónlist ABBA, á handriti Catherine Johnson og þýðingu Þórarins Eldjárn.
    Um nýja söngtexta og senur er að ræða í líflegri, fallegri og fjörugri uppsetningu byggð á þekktu verki. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Guðjónsson sem einnig gerir leikgerð með aðstoð Jokku G.Birnudóttur.

    Danshöfundur er Ragndís Hilmarsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Bergljót Ásta Pétursdóttir. Sæþór Már Hinriksson hefur haft yfirumsjón með raddsetningum. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni.

    Leikélag FNV býður því upp á metnaðarfulla, sjóðheita og sumarlega sýningu í Bifröst Sauðárkróki og verða sýningar sem hér segir.
    Föstudagur 22.nóvember kl. 20:00 – Frumsýning
    Laugardagur 23.nóvember kl. 20:00
    Laugardagur 23.nóvember kl. 00:00 – Miðnætursýning)
    Sunnudagur 24.nóvember kl. 16:00
    Sunnudagur 24.nóvember kl. 20:00
    Þriðjudagur 26.nóvember kl. 20:00
    Miðvikudagur 27.nóvember kl. 20:00
    Miðasala er í síma 455 8070 frá 15-17 virka daga og 11-14 um helgar.

    Skjáskot í Borgarleikhúsinu

    nóv 18, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Eru nýjar kynslóðir frekari en þær fyrri eða er réttlætið loksins að sigra? Hvernig er hægt að lifa þegar sérhver frammistaða manneskjunnar er gefin einkunn, hún verðlögð og metin fyrir allra augum? Og hvers vegna heldur veröldin áfram þrátt fyrir kúariðu, 2000-vanda, Brexit eða Trump? Hver er æðsti ótti nútímamannsins? Hræðumst við ekki lengur eld og tortímingu, heldur þvert á móti þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast né eyðast? Þetta eru nokkrar af þeim áleitnu spurningum um sem Bergur Ebbi Benediktsson, uppstandari, ljóðskáld leitar svara við til að reyna að skilja stöðu manneskjunnar í rafrænum heimi nútímans og framtíðarinnar.

    Síður:12»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!