Leikfélag Norðfjarðar setur upp Óþarfa offarsa | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Leikfélag Norðfjarðar setur upp Óþarfa offarsa

Leikfélag Norðfjarðar setur nú upp í ár sína sjöttu sýningu eftir að leikfélagið var endurvakið. Að þessu sinni er það farsinn Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith sem hefur orðið fyrir valinu.
Leikritið segir frá lögreglu sem undirbýr gildru á móteli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglumennirnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Verkið var fyrst frumsýnt árið 2006 og hefur síðan verið sýnt víða um Bandaríkin en einnig fjölgar sífellt uppsetningum víðsvegar í heiminum. Leikfélag Kópavogs sýndi verkið árið 2015 og nú er þessi bráðfyndni farsi loks sýndur í Neskaupstað.
Leikstjóri er Björgúlfur Egill Pálsson en hann er að leikstýra sínu fyrsta stóra verki og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því Óþarfa offarsi er stórt og flókið verk í uppsetningu. Alls koma um 20 manns að sýningunni að einhverju leyti.
Frumsýning er laugardag 23. nóvember kl. 20.00 en aðrar sýningar eru sem hér segir:
Sunnudagur 24. nóvember
Þriðjudagur 26. nóvember
Þriðjudagur 3. desember
Fimmtudag 5. desember
Laugardag 7. desember, lokasýning.

Hægt er að panta miða í gegnum netfangið leikfelag.nordfjardar@gmail.com en annars eru miðar seldir við inngang. Nánar um sýninguna á Facebooksíðu félagsins.loading