Back to Top
Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Tímans Gestur í FG

    okt 10, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    tímansgestur stórLeikfélagið Verðandi, leikfélag Fjölbrautarskólans í Garðabæ ætlar að setja upp barnaleikritið Tímans Gestur til að styrkja menningarleg tengsl við yngri nemendur í grunnskóla ásamt því að vera fjáröflun fyrir söngleikinn South Park: Bigger, Longer & Uncut sem er í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Söngleikurinn verður frumsýndur í febrúar 2016.

    Tímans Gestur er barnaleikrit eftir Reginn Tuma Kolbeinsson, Urði Bergsdóttur og Unni Agnesi Níelsdóttur. Aðeins nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ koma að sýningunni. Verkið fjallar um ferðalanginn Gest, hann ferðast í gegnum tímann í kistu sem ung stelpa að nafni Emilía á. Eitt kvöld hittast þau og Gestur býður henni með í ferðalag, saman ferðast þau í gegnum tímann, þau hitta t.d. risaeðlur, vonda drottningu, dreka og fara meðal annars á tunglið. Leikstjóri er Unnur Agnes Níelsdóttir. Tíu leikarar eru í sýningunni og bregða þau sér í ýmis hlutverk. Leikverkið verður frumsýnt þann 24. október næstkomandi.

    Tímans Gestur er bráðskemmtilegt og ævintýralegt leikrit sem hentar öllum börnum frá 1.-7. bekk í grunnskóla.

    Fleiri upplýsingar um sýningartíma og leikfélagið sjálft má finna á facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/verdandi?fref=ts Read More »

    Lokaæfing í Tjarnarbíói

    okt 6, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lokaæfing stórSíðastliðinn 4. október var leikverkið Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur í uppsetningu Háaloftsins frumsýnt í Tjarnarbíói. Verkið segir frá hjónum á fertugsaldri sem loka sig af vikum saman niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman nást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Margrómað átakaverk upp á líf og dauða.

    Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
    Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
    Aðstoðarleikstjórn: Arnmundur Ernst Backman
    Leikmynd: Stígur Steinþórsson
    Búningar: Una Stígsdóttir
    Tónlist: Sveinn Geirsson
    Lýsing: Arnþór Þórsteinsson

    Uppsetning Háaloftsins á Lokaæfingu er hluti af Lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 sem í ár er helguð höfundinum.
    Svava Jakobsdóttir (1930-2004), leikskáld og fyrrverandi alþingismaður, var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Hún var auk þess ötul baráttukona fyrir jafnrétti og hafði mikil áhrif með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Lokaæfing er eitt þekktasta leikverk Svövu og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983.

    Leikhópurinn Háaloftið var stofnaður af leikurunum Tinnu Hrafnsdóttur og Sveini Geirssyni árið 2011. Fyrri sýningar á vegum Háaloftsins eru Hrekkjusvín árið 2011 í Gamla bíó, Útundan árið 2014 í Tjarnarbíó og Ekki hætta að anda árið 2015 í Borgarleikhúsi.

    Leikhus.is framleiðir sjónvarpsþætti

    sep 29, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    leikhus.is + hringbraut
    Nú hefur Leikhus.is undirritað samstarfssamning við sjónvarpsstöðina Hringbraut sem felur í sér framleiðslu nýrra þátta um leikhús á Íslandi. Þættirnir verða sýndir á Hringbraut og munu bera nafnið Leikhus.is. Umsjón með þáttunum hefur ritstjóri Leikhus.is, leikhúsfræðingurinn Ástrós Elísdóttir, en hún hefur unnið um árabil í leikhúsi, m.a. við fræðslu.
    Í þáttunum verður skyggnst á bakvið tjöldin í leikhúsum landsins og færi gefst á að kynnast störfum og starfskröftum sem sjaldnar njóta sviðsljóssins, en eru þó ómissandi þegar setja á upp góða leiksýningu. Þættirnir hefja göngu sína þann 15. október og verða á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum. Í framhaldinu má svo skoða þættina á vefnum, bæði á www.leikhus.is og www.hringbraut.is.

    Bakaraofninn í Gaflaraleikhúsinu

    sep 25, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Bakaraofninn stór

    Bakaraofninn  eftir  þá Gunnar Helgason og Felix Bergsson snýr aftur í Gaflaraleikhúsið.

    Í leikritinu opna Gunni og Felix veitingastaðinn “Bakaraofninn” en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Að auki eiga þeir von á grimmum matargagnrýnanda sem er þekktur fyrir “að drepa veitingastaði!” Aðrir leikarar eru stórleikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður. Tónlist er í verkinu eftir Mána Svavarsson og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Björk sló í gegn í verkum sínum “Sellófon” og “Blakkát” og leikstjórnarverk hennar “Unglingurinn”  og “Konubörn” hafa undanfarið fengið frábærar viðtökur.

    Það þarf varla að kynna þá Gunna og Felix. Þeir vöktu fyrst athygli sem umsjónarmenn Stundarinnar okkar og hafa fylgt íslenskum fjölskyldum í tvo áratugi. Gunni er einnig metsöluhöfundur barnabóka og Felix tónlistarmaður og þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi.

    Bakaraofninn var sýndur við miklar vinsældir í vor, fékk frábæra dóma hjá gagnrýendum og var tilnefnd sem Barnasýning ársins hjá Grímunni.

    Tvær sýningar eftir af Hystory

    sep 24, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    historyÞað eru aðeins tvær sýningar eftir að Hystory. Mögnuð sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

    Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár. Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl … en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt.

    Höfundur er Kristín Eiríksdóttir, Ólafur Egill Egilsson leikstýrir. Leikkonur eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir.

    Hystory fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar: Sprota ársins, leikkona ársins, leikstjóri ársins og leikrit ársins.

    Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Sokkabandsins og Borgarleikhússins.

    Frami

    sep 18, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    frami stór

    Nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímanum og baráttu hans við eigin fantasíur og þráhyggjur.

    „Enginn meinar neitt af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast.“

    Sýnt í Tjarnarsbíói
    Laugardaginn 20. september, kl. 20:30
    Fimmtudaginn 8. október, kl. 20:30
    Sunnudaginn 18. október, kl. 20:30

    Handrit og leikstjórn: Björn Leó Brynjarsson
    Leikur: Kolbeinn Arnbjörsson
    Dramatúrg: Pétur Ármannsson
    Vídeó og grafík: Daníel Þorsteinsson og Atli Bollason
    Markaðsmál: Katla Rut Pétursdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir

    TAKATAKA er samstarfshópur listamanna sem leitast eftir því að veita áhorfendum heildræna upplifun þar sem leikur með texta og frásögn blandast tilraunum með klassískan leik, nærveru líkamans og hreyfingu.

    AT eftir Mike Bartlett

    sep 15, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    AT stórTvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar.

    Mike Bartlett (f. 1980) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjöldamörg verk á undanförnum árum, Bull var frumsýnt 2013 og endursýnt í Young Vic leikhúsinu í London 2015 þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut Bresku leiklistarverðlaunin árið 2013 sem besta nýja leikritið.

    Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri leikstýrir verkinu. Leikarar eru Eysteinn Sigurðarson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

    4:48 Psychosis eftir Söruh Kane

    sep 7, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    4.48 sarah kane stór4:48 Psychosis eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 10. september.

    Þetta er frumuppsetning hér á landi en leikverkið hefur vakið gríðarlega athygli og umtal um allan heim síðan það var frumsýnt í Bretlandi árið 2000.

    Edda Björg Eyjólfsdóttir hefur yfirumsjón með sýningunni og hefur fengið glæsilegan hóp listamanna með sér. Búningar eru í höndum Filippíu Elísdóttir, um leikmynd sér Stígur Steinþórsson, Stefán Már Magnússon og Magnús Örn Magnússon eru ábyrgir fyrir tónlist og hljóðmynd. Sigurlaug “Didda” Jónsdóttir þýðir, Stefán Hallur Stefánsson er dramatúrg, Friðrik Friðriksson leikstýrir og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur.

    Sarah Kane hengdi sig með skóreimunum sínum árið 1999. Skrif hennar einkennast af ákafri og hatrammri baráttu höfundarins við alvarlegt þunglyndi og var 4:48 PSYCHOSIS kveðjukoss hennar til leiklistarinnar sem hún hafði tekið ástfóstri við. Í örvæntingarfullri einangrun og með ástríku vonleysi sýnir hún okkur sál á mörkum lífs og dauða sem rökræðir réttlætingu þess að taka eigið líf.

    Verkefnið er einnig styrkt af Reykjavíkurborg og er sýnt í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

    Frumsýning, 10. september kl. 19:30
    Önnur sýning, 13. september kl. 19:30
    Þriðja sýning, 16. september kl. 19:30

    Heimkoman

    sep 3, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Heimkoman stór

    Teddy snýr óvænt heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Rut, eftir að hafa kennt heimspeki við háskóla í Bandaríkjunum í sex ár. Rut uppgötvar áður óþekktar hliðar á eiginmanni sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans Max, fyrrum slátrara, föðurbróður hans Sam sem er bílstjóri, og bræðrum hans tveimur, hórmangaranum Lenny og boxaranum Joey. Þessir óhefluðu karlmenn taka að bítast um athygli Rutar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari.

    Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfirbragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti. Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters.

    Leikstjóri sýningarinnar er Atli Rafn Sigurðsson. Leikarar eru Björn Hlynur Haraldsson, Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

    Opið hús í Borgarleikhúsinu

    ágú 28, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    borgarleikhúsið 2015 stór

    Allir eru velkomnir á opið hús í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. ágúst á milli kl. 13 og 16. – og að sjálfsögðu er ókeypis aðgangur.

    Í forsal leikhússins verður fjölbreytt tónlistardagskrá ásamt Línu Langsokk og Herra Níels sem munu skemmta. Veislustjóri er Kenneth Máni. Vignir Þór Stefánsson og félagar spila, Þrjár basískar stíga á svið, fram koma Brynhildur Guðjónsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Hundur í óskilum – auk þess sem ýmsar óvæntar uppákomur verða því leikhúsið getur sprottið fram alls staðar!

    Atriði úr Billy Elliot og Blæði frá Íslenska dansflokknum verða á stóra sviðinu. Opnar æfingar á Sókrates, Öldinni okkar, Hystory og Ati. Skoðunarferðir verða reglulega yfir daginn og verður fólk leitt um króka og kima þessa stærsta leikhúss landsins. Þar verður baksvið skoðað, búningageymslur, æfingasalir, förðunardeild, smíðaverkstæði og margt fleira.

    Opið hús er orðinn fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga. Siðurinn hófst þegar Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið fyrir 20 árum síðan og hefur verið haldið í heiðri nær óslitið síðan. Borgarbúar kunna að meta daginn og flykkjast í leikhúsið til að kynna sér verkefni vetrarins. Aðsókn að Opnu húsi hefur alltaf verið góð og þúsundir manna flykkst í Borgarleikhúsið.

     

     

    Síður:«1...79808182838485...98»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!