Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Undraveröld leikhússins

    apr 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Í þesleikskolasari viku munu rúmlega 1600 börn fædd 2009 koma í heimsókn í Borgarleikhúsið og munu þau fá fjöruga innsýn í undraveröld leikhússins auk þess sem skemmtilegar persónur úr leikhúsinu skjóta upp kollinum og spjalla við þau um leikhúsið.

    Sýning er á stóra sviði Borgarleikhússins, hefst kl 10 og er í 35 mínútur. Fyrsta sýningin fór fram í morgun en næstu sýningar eru á morgun þriðjudag, miðvikudag og föstudag.

    Meðfylgjandi er mynd frá sýningunni í morgun.

     

    Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir er nokkurs konar konubarn!

    apr 20, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er ung kona, eða stelpa, eða barn. Ég er nokkurs konar konubarn og er að finna út hver tilgangur minn er hér í þessum heimi. Annars er ég samhliða því að setja upp sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu (Konubörn) ásamt því sem ég vinn í Borgarleikhúsinu, mun fljúga hjá Icelandair í sumar. Ég er einnig meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Sporðdreki.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég þjáist af miklum valkvíða og það einkennir einnig þessa ákvörðun mína. Mig langaði og langar enn að gera allt. Annars var leikkona, söngkona og heilaskurðslæknir ofarlega á lista ásamt því að ég vildi verða arkitektúr, fatahönnuður, forseti og sjoppukona.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ætli það sé ekki hvað mér þykir vænt um fólkið í kringum mig og það getur stundum komið fram í blússandi meðvirkni.
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Mamma er besti kokkur í heimi svo allt sem hún eldar. Nema ef það er lax. Ég nefnilega hata lax.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Síðast sá ég Dúkkuheimilið í Borgarleikhúsinu. Mér fannst sýningin frábær, með betri leiksýningum sem ég hef séð.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Ég hef gaman að því að fara í leikhús og á tónleika í góðra vina hópi. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini og veit fátt betra en að verja tíma mínum með þeim.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Akkúrat núna hlusta ég mikið á tónlistarkonur eins og Erykuh Badu, Beyonce og Kelelu. Angel Haze þykir mér einnig áhugaverð í rappsenunni en ég leita mikið þessa dagana í svona sterkar og flottar konur fyrir innblástur.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Óheiðarleiki og svo á ég virkilega erfitt með óstundvísi annarra.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Hestvík við Þingvallavatn.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Grikkland. Ég bjó í Thessaloniki þegar ég var yngri og stefni á að fara þangað aftur vonandi sem fyrst.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.
     
    Eiga hund eða kött?
    Hund.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Úti.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Morgnanna.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Nöfn.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Konubarn.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Lélegur brandari er betri en engin brandari.
     

    Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar

    apr 19, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar í vor.

    Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er píanóleikari að mennt. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981 og meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987. Hún er stofnandi Reykholtshátíðar og var listrænn stjórnandi hennar um árabil.

    Steinunn Birna Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún einleikaraprófi á píanó áríð 1981. Kennari hennar var Árni Kristjánsson. Steinunn lauk síðan meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987 undir handleiðslu Leonards Shure.

    Steinunn starfaði um tíma á Spáni og kom þar fram sem einleikari og með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum. Hún hefur hlotið ýmiss verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn og hefur m.a. komið fram á tónleikum í Lettlandi, Sviss, Þýskalandi, Englandi, Frakklandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og í Litháen. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, hérlendis og erlendis bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar og einnig hefur hún komið fram á ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Hún lék einleik ásamt Virtuosi di Praga hljómsveitinni í Rudolphinum tónleikasalnum í Prag í júní 2008. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert eftir Edvard Grieg og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geislaplötu. Hún hefur gert margar geislaplötur, meðal þeirra er Ljóð án orða ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1998. Einnig kom út diskurinn Myndir á þili árið 2008.

    Steinunn Birna er stofnandi og listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar frá 1997-2010, en hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu síðan í júlí árið 2010.

    The European Dream

    apr 18, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    PLAKAT TILBÚIÐÞessa dagana er í gangi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ alþjóðlegt verkefni sem er styrkt af Erasmus+ áætluninni og er stýrt af kennurnum FG. Þátttakendur eru 45 talsins og koma frá Íslandi, Þýskalandi og Ítalíu. Markmiðið er að búa til sýningu sem nefnist THE EUROPEAN DREAM og mun hún fjalla um af hverju fólk ákveður að flytjast frá landinu sínu og til annars lands í leit að betra – nýjum draumi. Frumsýning á verkinu sem búið verður til verður laugardaginn 18. apríl, kl. 18:00. Að auki er það í höndum nemenda sjálfra að búa til heimildarmynd um allt ferlið sem verður tilbúin í lok sumars.

    15 íslenskir nemendur á leiklistarbraut koma að verkefninu. 

    Námið á leiklistarbraut í FG er að mestu byggð upp að breskri fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á að opna sköpunarkraft nemenda og hæfni þeirra í samvinnu og skapandi lausnum. Nemendur takast á við grunnþætti leiklistar eins og spuna og tækni leikarans og leikstjórans í leikhúsi. Einnig er lögð áhersla á að tengja efnið og námið út í samfélagið og rannsaka ýmis málefni með hjálp sviðslista í víðu samhengi. Nemendur fá einnig að kynnast leikbókmenntum, helstu fræðimönnum, kenningum og straumum og stefnum í leiklistarsögunni. Á lokaári fara nemendur í stóra áfanga þar sem þeir taka þátt í uppsetningum leiksýninga. Námið undirbýr nemendur sérstaklega undir frekara leiklistartengt nám og annað listnám en nýtist líka sem undirbúningur fyrir nám í hvers kyns hugvísindum.

    Aðeins þessi eina sýning – 18. apríl, kl. 18:00. Ókeypis aðgangur.

    Katrín Gunnarsdóttir vill rapp og Þór Breiðfjörð, helst samtímis.

    apr 17, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er danshöfundur og er um þessar mundir að vinna sólóverk fyrir Sögu Sigurðardóttur sem heitir Macho Man, og æfa Saving History, bæði verkin verða sýnd í Tjarnarbíó þann 3.maí. Svo er ég að læra hagfræði, líf mitt er jákvætt kaos þessa dagana.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Vog.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Óperusöngkona, vísindamaður, rithöfundur og kaffihúsaeigandi.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég hef tilhneigingu til að segja frekar já en nei, það er bæði kostur og galli.
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Ítalskar kjötbollur á veturna, grill á sumrin.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Ég fór á sýninguna Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og fannst það falleg og sterk sýning. Mæli heilshugar með.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Jóga, matarást, ferðalög, náttúran, scrabble.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Rapp og Þór Breiðfjörð, helst samtímis.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Óþarfa neikvæðni og pirringur.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Rauðisandur.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Edinborg.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.
     
    Eiga hund eða kött?
    Kött.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Morgnana.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Uppgötvari.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Sjáumst 3.maí í Tjarnarbíó!
     

    Ubbi kóngur

    apr 13, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ubbi kóngur Ubbi kóngur eftir Alfred Jarry – skrípaleikur í mörgum atriðum er sett upp af Leikfélagi Hafnafjarðar um þessar mundir í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

    Á annan tug leikara og hljóðfæraleikara taka þátt í sýningu LH, en aðalhlutverkin, Ubbi kóngur og Ubba kona hans, eru í höndum Halldórs Magnússonar og Huldar Óskarsdóttur. Tónlistin er frumsamin af Eyvindi Karlssyni fyrir sýninguna og söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Eldjárn.

    Leikritið Ubbi kóngur er kannski betur þekkt sem Bubbi kóngur, en Herranótt frumflutti það hér á landi undir því nafni árið 1969 í leikstjórn Sveins Einarssonar. Aðalhlutverk í þeirri uppfærslu voru leikin af Davíð Oddssyni og Signýju Pálsdóttur.

    Leikritið er óhefðbundið og gráglettið ærslaverk fyrir fullorðna og er meginþema verksins græðgi, spilling og valdníð.

    Alfred Jarry skrifaði Ubba kóng (Ubu roi á frummálinu) undir lok 19. aldar og vakti leikritið heit viðbrögð þegar það var fyrst flutt í París árið 1896. Steingrímur Gautur Kristjánsson þýddi verkið upphaflega, en Leikfélag Hafnarfjarðar flytur það nú í nýrri og endurbættri þýðingu hans.

    Ágústa Skúladóttir er einn vinsælasti leikstjóri á landinu í dag. Ubbi kóngur erfimmta sýningin undir hennar stjórn á fjölunum á þessu leikári. Hinar fjórar, Lína Langsokkur í Borgarleikhúsinu, Öldin okkar með hljómsveitinni Hundi í óskilum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu, Töfraflautan – óperusýning fyrir börn í Hörpu og söngleikurinn Björt í sumarhúsi sem fluttur var í Hörpu og Tjarnarbíói, hlutu allar einróma lof gagnrýnenda.

    Miðasala í síma 565 5900.

    Næstu sýningar:

    2. sýning þriðjudaginn 14. apríl kl. 20
    3. sýning laugardaginn 18. apríl kl. 20
    4. sýning þriðjudaginn 21. apríl kl. 20

    Peggy Pickit

    apr 12, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Peggy P stór

    Borgarleikhúsið frumsýnir Peggy Pickit eftir Roland Schimmelpfennig þann 22. apríl, leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson. Urrandi fersk háðsádeila frá einu merkasta og umtalaðasta leikskáldi Evrópu. 

    HVAÐ ÞURFUM VIÐ EIGINLEGA AÐ BURÐAST LENGI MEÐ AFRÍKU Á SAMVISKUNNI?

    Fyrir sex árum útskrifuðust tvö pör saman úr læknanámi. Þau voru bestu vinir og gerðu allt saman. En svo skildu leiðir. Lísa og Frank fengu góðar stöður á hátæknispítalanum hér heima og lifa góðu lífi: eiga stóra íbúð, fínan bíl og litla dóttur. Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til starfa sem læknar án landamæra. Þau eiga ekkert. Nú eru þau loks komin heim og það kallar á endurfundi. En hversu mikið eiga pörin ennþá sameiginlegt? Geta Lísa og Frank einhvern tímann sýnt ástandinu í Afríku skilning? Geta Katrín og Marteinn áttað sig á allri þeirri pressu sem hvílir á okkur sem heima sitjum? Það geta ekki allir bara farið og bjargað heiminum! Og hvernig gátu þau skilið eftir litlu munaðarlausu stelpuna sem búið er að eyða svo miklum peningum í að bjarga? Af hverju tóku þau hana ekki með sér heim? Hver á núna að fá Peggy Pickit?

    Siðferði, ábyrgð, samviskubit, vanmáttur, samkennd og nýjasta útgáfan af hinni geysivinsælu Peggy Pickit dúkku.

    Roland Schimmelpfennig er þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin- einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna, og reynir þannig skemmtilega á þanþol leikhússins. Peggy Pickit sér andlit Guðs er hluti þríleiks um Afríku sem saminn var fyrir Vulcano-leikhúsið í Toronto, Kanada árið 2010 og tileinkaður flóknu sambandi álfunnar og hins vestræna heims.

    Dansar aðalhlutverk í Carmen

    apr 10, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ballet1Dansarinn Emilía Benedikta Gísladóttir fer með aðalhlutverkið í uppsetningu dansflokksins Compañía Nacional de Danza á Carmen.

    „Þetta er bara algjört draumahlutverk. Og sérstaklega gaman að túlka sjálfa Carmen hér á Spáni. Þetta er algjörlega stærsta hlutverk sem ég hef fengið,“ segir Emilía. Verkið verður frumsýnt í kvöld í Teatro de la Zarzuela í Madríd. „Ég hlakka rosalega til. Þetta er búið að vera mikið stress og ýmislegt sem hefur gengið á. En nú er bara að njóta,“ segir hún.

    Mikið er lagt í sýninguna og prýða stórar auglýsingar með Emilíu strætóa og veggi í neðanjarðarlestargöngum Madrídborgar. „Þetta er svolítið fyndið, en ekkert yfirþyrmandi samt. Madríd er stór borg þannig að ég pæli ekkert í því þannig ef fólk þekkir mig. Fyrir mér skiptir meira máli að njóta þess að sýna verkið,“ segir hún. Eftir frumsýningu taka við tíu sýningar í Madríd, en hópurinn heldur svo í sýningarferð til Þýskalands og um Spán.

    Emilía hefur verið búsett á Spáni í þrjú ár, þar sem hún býr með fjölskyldunni sinni; manni og syni. „Ég fór í prufur hjá dansflokknum fyrir þremur árum og komst inn. Okkur leist svo vel á að við fluttumst svo hingað og líkar vel.“

     

    Aukasýningar

    apr 10, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    óþarfaÞað eru aukasýningar á Óþarfa offarsa hjá Leikfélagi Kópavogs í apríl.

    Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu.

    Miðaverð er 2.600 kr. en eldri borgarar fá miðann á 1.300 kr. Miðasala: midasala@kopleik.is.

    Aukasýningar í apríl:
    Lau. 17. apríl kl. 20.00

    Sun. 19. apríl kl. 20.00
    Fim. 23. apríl kl. 20.00

    Fiðlarinn á þakinu

    apr 8, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    fiðlarinn á þakinu

    Víðfrægi og sívinsæli stórsöngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var frumsýndur fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 í Freyvangsleikhúsinu.

    Um að gera að koma og heimsækja rússneska smáþorpið Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevye býr ásamt fjölskyldu sinni. Kynnist lífi lítils gyðingasamfélags, þar sem þorpsbúar lifa í föstum skorðum, mótuð af aldagömlum hefðum og siðvenjum. Sjáið hvaða átök verða þegar æskan sýnir gömlu siðunum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráð för.

    Þessi bráðskemmtilegi söngleikur er eitt það stærsta sem hefur verið sett upp á fjölum Freyvangsleikhússins.

    15. sýning fös 10. apríl kl. 20
    – UPPSELT –
    16. sýning lau 11. apríl kl. 20
    – UPPSELT –
    17. sýning fös 17. apríl kl. 20
    – ÖRFÁ SÆTI LAUS –
    18. sýning lau 18. apríl kl. 20
    19. sýning fös 24. apríl kl. 20
    20. sýning lau 25. apríl kl. 20

    Miðasala er í fullu fjöri í síma 857-5598 virka daga á milli kl. 18-20 og 17-20 sýningardaga. Einnig er hægt að senda póst á freyvangur@gmail.com og á Facebook síðu félagsins www.facebook.com/freyvangur

    Síður:«1...77787980818283...91»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!