Back to Top
Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Flæktur í netinu

    maí 7, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Flæktur í netinu er sýnt hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Ljósmynd: Gunnhildur Gísladóttir

    Nú standa yfir sýningar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu  eftir Ray Cooney í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð.
    Flæktur í Netinu (Með táning í tölvunni) er sjálfstætt framhald leikritsins Með vífið í lúkunum þar sem leigubílstjórinn John Smith barðist við að lifa tvöföldu lífi með tveimur eiginkonum, Mary og Barböru.
    Núna 18 árum síðar kynnast dóttir hans úr öðru hjónabandinu og sonur hans úr hinu á netinu og byrja að draga sig saman. Þessu reynir faðir þeirra að afstýra með öllum tiltækum ráðum með dyggri aðstoð vinar síns Stanleys sem hefur sest upp hjá honum og búið þar allan þennan tíma. En John Smith er ekki sá eini sem á sér leyndarmál.
    Leikfélag Sauðárkróks setti Með vífið í líkunum upp fyrir 19 árum eða árið 2006. Skemmtilegt er að segja frá því að þeir Guðbrandur J. Guðbrandsson og Árni Jónsson sem leika John og Staney léku þá líka fyrir 19 árum. Elva Björk Guðmundssdóttir lék einnig í sýningunni þá lék hún Barböru en leikur núna Mary.

    Frumsýnt var 27. apríl og er 7 sýningum lokið. Síðustu sýningar verða:
    Miðvikudagur 7. maí kl. 20:00
    Mánudagurinn 12. maí kl. 20:00
    Þriðjudagurinn 13. maí kl. 20:00
    Fimmtudaginn 15. maí kl. 20:00

    39 þrep er athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

    maí 6, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Sýning Leikfélags Hólmavíkur 39 þrep var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Formaður dómnefndar, Vala Fannell tilkynnti valið á hátíðarkvöldverði  aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn var í Vatnsholti 3. maí.
    Í umsögn dómnefndar segir:

    Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í þrítugasta og þriðja sinn. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar. Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elín Smáradóttir sýningarstjóri og Oddur Júlíusson leikari. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2024-2025sýningu Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrep.

    Ólöf Þórðardóttir formaður Bandalagsins  tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra Hólmvíkinga.

    Umsögn dómnefndar um sýninguna:
    Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Leikfélags Hólmavíkur á 39 þrep íleikstjórn Eyvindar Karlssonar skuli verða fyrir valinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2024-2025. Sýningin er unnin af miklum metnaði og gríðarlegaskapandi hugsun Umgjörð sýningarinnar er einföld en áhrifarík og unun að fylgjst með skemmtilegum og skapandi lausnum þar sem leikhúslistin er knúin til hins ítrasta. Ljós og hljóð eru vel unnin, af hugviti og kímni. Leikgervi og búningar eru til fyrirmyndar og vel leyst úr persónufjöld og hraðaskiptingum. Leikhópurinn er smár en mjög sterkur og skemmtilegur og samband þeirra við áhorfendur feikigott. Leikkonurnar vinna vel með mikinnfjölda hlutverka og gera hverri og einni persónu skýr oggóð skil. Leik- og sköpunargleði ráða ríkjum frá upphafi til enda og úr verður heildstæð og kraftmikil sýning.
    Þjóðleikhúsið óskar Leikfélagi Hólmavíkur til hamingju og býður leikfélaginu að koma og sýna 39 Þrep í Þjóðleikhússins í lok maí.

    Blómin á þakinu

    apr 21, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Blómin á þakinu er byggt á bók Ingibjargar Sigurðardóttur og Brians Pilkington. Leikstjórn Agnes Wild.

    Undurfalleg og heillandi ný leiksýning fyrir yngstu börnin, byggð á bók sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún kom fyrst út árið 1985. Barnabókin Blómin á þakinu hefur unnið sér sess sem sígild perla innan íslenskra barnabókmennta.

    Þegar Gunnjóna þarf á gamals aldri að flytja úr sveitinni sinni í borg stendur hún frammi fyrir ýmsum áskorunum sem fylgja því að aðlagast nýjum heimkynnum. Í fjölbýlishúsinu sem hún flytur í býr forvitið barn sem fylgist með óvenjulegum aðferðum gömlu konunnar við að búa sér nýtt heimili, enda er engu líkara en Gunnjóna ætli að flytja sveitina með sér til borgarinnar.

    „Bara ömmur mega fara upp á þak“

    Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þær Agnes, Eva Björg og Sigrún, hafa getið sér gott orð fyrir hrífandi barnasýningar á vegum leikhópsins Miðnættis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag sitt til barnamenningar. Þjóðleikhúsið hefur nú fengið þessar þrjár listakonur til að skapa nýja barnasýningu þar sem hugmyndaflugið og leikgleðinni er gefinn laus taumur.

    Aldursviðmið: 2 – 8 ára.

    Leikhúspáskar í Kómedíuleikhúsinu

    apr 16, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Ariasman hefur hlotið góðar viðtökur frá frumsýningu.

    Kómedíuleikhúsið í Haukadal Dýrafirði, dalnum þar sem engin býr, tekur að vanda þátt í páskahátiðinni fyrir vestan. Á fjölunum verða tvær leiksýningar úr smiðju leikhússins. Fjölskylduleikritið ástsæla og alvestfirska Dimmalimm eftir Bílddælinginn Mugg hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2019. Dimmalimm verður sýnt á Skírdag fimmtudaginn 17. apríl kl.14.00 og einnig á laugardag 19. apríl kl.14.00.

    Kynningarmyndband um Dimmalimm.

    Sýning sumarsins liðna í Kómedíuleikhúsinu Haukadal var Ariasman. Um er að ræða sögulegt og blóðugt leikverk er fjallar um hin hrottalegu Baskamorð fyrir vestan. Ariasman hefur hlotið afbragðs góðar viðtökur og var nú síðast sýnt tvívegis fyrir uppseldu Tjarnarbíó í Reykjavík.

    Miðasala á sýningar leikhúspáska Kómedíuleikhússins stendur yfir í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á miðasöluvefnum midix.is

    Rokksöngleikurinn Hárið

    apr 1, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Hornafjarðar sýnir nú rokksöngleikinn Hárið.

    Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, sýnir söngleikinn Hárið,.
    Leikstjóri sýningarinnar er Svandís Dóra Einarsdóttir, hreyfihönnuður er Sigga Soffía Níelsdóttir, tónlistarstjóri er Hörður Alexander Eggertsson, kórstjóri er Hrafnkell Karlsson, ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson og búningahönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir.
    Að sýningunni koma 16 leikarar, sjö manna kór, fjögurra manna hljómsveit, aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri og þrír tæknimenn, auk fjölmargra velunnara leikfélagsins sem hafa lagt hönd á plóginn við leikmyndagerð, smíðavinnu, hár og förðun.
    Sýningarnar fara fram í Mánagarði, félagsheimili rétt utan bæjarmarka, sem hefur verið aðalsýningarsalur Leikfélags Hornafjarðar í fjölda ára.

    Eins og segir í fréttatilkynningu frá leikfélaginu:
    „Rokksöngleikurinn Hárið eftir Gerome Ragni, James Rado og Galt MacDermot er þekktur fyrir framsækna nálgun sína á samfélagslegum málefnum. Verkið, sem endurspeglar hippamenningu og kynlífsbyltingu sjöunda áratugarins, setur á svið sögu hóps ungmenna í New York sem tekst á við stórar spurningar um stríð, frið og persónulegt frelsi.
    Verkið tekur á umdeildum málefnum eins og fíkniefnanotkun, kynhneigð og virðingarleysi fyrir þjóðartáknum, sem gerir það enn í dag að öflugum spegli samfélagslegra átaka.
    Söngleikurinn markaði tímamót í sögu tónlistarleikhúss með því að skilgreina nýja tegund rokksöngleiks. Þrátt fyrir að vera rúmlega hálfrar aldar gamalt, heldur verkið áfram að vekja spurningar um stríð, frið og persónulegt frelsi sem eru jafn mikilvægar í dag og þegar það var fyrst sett á svið.“

    „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að leggja land undir fót og kíkja hingað til Hafnar í Hornafirði. Hér getur þú notið stórbrotinnar náttúru undir Vatnajökli, gist á hóteli, farið út að borða og skellt þér í leikhús.“

    Miðaverð er 5.5000 kr og hægt er að panta miða í gegnum Facebook Messenger hjá leikfélaginu og í síma 898 6701 og 892 9354. 

    Ferðin á heimsenda

    apr 1, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Blönduóss sýnir Ferðin á heimsenda.

    Leikfélagið Blönduóss hefur unnið markvisst að endurreisn félagins undanfarin ár og má segja að félagið sé að komast á frábært skrið núna. Leikfélagið setur nú á svið barnasýninguna Ferðina á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.

    Ferðin á heimsenda er barnaleikrit sem fjallar um ferðalagið á Heimsenda með verndargripinn geislaglóð sem þarf að fylla af sólarorku svo ekki fari illa fyrir álfaheiminum. Leikritið er fullt af ævintýralegum persónum, álfum, galdrakall, ömmu og hetjum. Verkið er sérstaklega skapað fyrir börn og til að börn geti notið þess að vera í leikhúsi og hentar allri fjölskyldunni.

    Leikfélagið lofar skemmtilegri sýningu og vonast til að sjá sem flesta!

    Sýnt verður í Félagsheimilinu á Blönduósi sem hér segir:
    Fimmtudagur 3.apríl kl: 19:00 – frumsýning
    Föstudagur 4.apríl kl: 20:00 – 2. sýning
    Sunnudagur 6.apríl kl: 14:00 – 3. sýning
    Þriðjudagur 8.apríl kl: 17:00 – 4.sýning

    Einnig er hægt að hringja milli kl: 16:00-20:00:
    Erla – 825 1133
    Eva – 695 9168

    Fram og aftur

    mar 25, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Fram og aftur var frumsýnt hjá Leikfélagi Dalvíkur.

    Leikfélag Dalvíkur frumsýndi leikritið Fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, föstudaginn 21 mars.

    Í staðfærðri þýðingu verksins  fjallar það um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið fær hann óvænta heimsókn frá eldri manni sem býður honum peninga upphæð sem hann á erfitt með að neita, fyrir það eitt að fá að sitja eftir lokun og fá sér drykk. Tilboðið hljómar vel en eftir því sem líður á kvöldið fara grunsamlegir hlutir að koma í ljós og óvæntur gestur flækir hlutina enn fremur. Fram og aftur fjallar um stóru ákvarðanirnar sem við tökum í lífinu, afleiðingar þeirra og væntingar okkar til fólksins sem tekur þær með okkur.

    Verkið hefur ekki áður verið sett upp og sýnt hér á landi, og það var mikil tilhlökkun hjá leikfélögum á Dalvík að sýna áhorfendum þetta skemmtilega verk.

    Fjallabak

    mar 25, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Fjallabak – ástarsaga fyrir okkar tíma.

    Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim.

    Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni.

    Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

    Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar.

    Sýningaréttur: Nordiska ApS

    Gulleyjan

    mar 14, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ sýnir Gulleyjuna.

    Þegar Jim Hawkins leggur í svaðilför til að kanna heimsins höf er hann spenntur fyrir komandi ævintýrum, en ekki er allt sem sýnist. Skyldu sjóræningjar gera vart við sig? Er laumufarþegi um borð? Hversu skrýtinn er furðufuglinn sem hann hittir?

    Gulleyjan er stórskemmtilegur og bráðfyndinn söngleikur sem nær til allra aldurshópa! Með sínum æsispennandi söguþræði, glæsilegu dansatriðum og fallegu lögum heldur Gulleyjan áhorfendunum á tánum. Söngleikurinn, sem er byggður á sígildu ævintýrasögunni Treasure Island eftir Robert Louis Stevenson, er eftir þá Sigga Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson og tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjórn er í höndum meistarans Gunnars Björns Guðmundssonar, danshöfundur er Aníta Rós Þorsteinsdóttir og söngstjóri er Gunnlaugur Bjarnason.

    Hvað er Góðgerðarsýning? Allur ágóði af miðasölu á góðgerðarsýninguna mun renna til The Ocean Cleanup, sem eru Hollensk samtök sem hafa það að markmiði að tæma höfin af plasti. Þar sem Gulleyjan fjallar um sjóræningja á hafi úti sem væru eflaust óánægðir með þá þróun sem hefur orðið í plastmengun finnst okkur við hæfi að nýta góðgerðarsýninguna í að gera þeim til geðs.

    Glanni glæpur hjá Leikfélagi Keflavíkur

    mar 10, 2025   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Glanna glæp í Latabæ.

    Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Glanna glæp í Latabæ sunundaginn 9. mars í Fumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Leikgerðin er eftir þá Magnús Scheving og Ssigurð Sigurjónsson með tónlist Mána Svavarssonar og söngtextum eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Brynja Ýr Júlíusdóttir.

    Íþróttaálfurinn hefur kennt öllum bæjarbúum hvað það er mikilvægt að borða íþróttanammi og hreyfa sig reglulega, því þannig nær maður árangri. Íþróttaálfurinn þarf skyndilega að yfirgefa bæinn og þá birtist Rikki ríki í bænum. Hann hlýtur að vera alveg rosalega ríkur…eða hvað? Nei! Rikki ríki er nefnilega Glanni glæpur í dulargervi. Glanni glæpur reynir hvað sem hann getur til að fá bæjarbúa til að hætta að rækta garðana sína, hætta að borða íþróttanammi og hætta að hreyfa sig. Nú þurfa Solla stirða, Halla hrekkjusvín, Siggi sæti, Goggi mega, Nenni níski, Maggi mjói og allir aðrir í Latabæ að sameina krafta sína til að láta Glanna glæp ekki plata sig…í enn eitt skiptið!

    Leikstjóri: Brynja Ýr Júlíusdóttir
    Leikgerð: Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson
    Tónlist: Máni Svavarsson
    Textahöfundur: Karl Ágúst Úlfsson

    Síður:1234567...98»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!