september | 2019 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from september, 2019

    HÚH! frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins

    sep 27, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Litla svið Borgarleikhússins: Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þú heldur að ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg, sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. Við finnum fiðringinn þegar við hljótum viðurkenningu umhverfisins en fyllumst einmanaleika og skömm þegar við afhjúpum okkur. Er ég nógu góð? Er ég best? Er ég yfirhöfuð eitthvað án tungumáls, kyns, þjóðernis…og vegabréfs? HÚH!

    Leikhópurinn RaTaTam hefur á skömmum tíma orðið þekktur fyrir afgerandi sýningar. Með hlýju, húmor, leik og tónlist skoðar hópurinn ófullkomleika mannsins, draumasjálfið, leyndarmál og landamæri; hvernig sjálfsmyndin þyrlast um allslaus og nakin í hrárri og skynlausri hreinskilni. Fyrri verk RaTaTam eru heimildasýningin Suss! sem byggði á reynslusögum fólks um heimilisofbeldi og Ahhh… verk um ástina sem gert var upp úr textum Elísabetar Jökulsdóttur og hefur leikhópurinn hlotið verðskuldaða viðurkenningu, tilnefningar og verðlaun auk þess hefur honum verið boðið á leiklistarhátíðir víðs vegar um Evrópu.

    Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

    Sýningar á Matthildi halda áfram

    sep 26, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Matthildur sló rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári og heldur nú sigurgöngunni áfram á Stóra sviðinu með sínum kraftmikla barna- og leikarahópi. Þessi magnaði söngleikur byggir á sögu Roalds Dahl og fjallar um Matthildi, óvenjulega gáfaða og bókelska stúlku með afar ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar fáfróð og óhefluð og skólastjórinn hreinasta martröð. Matthildur lumar á ýmsum ráðum gegn ranglæti og heimskupörum og tekst að vinna sér sess í veröldinni með samviskuna og hugrekkið að leiðarljósi.

    Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem á að baki stóra söngleikjasigra á borð við uppfærslurnar á Billy Elliot og Bláa hnettinum.

    Sýningin var kosin sýning ársins í Sögum – menningarverðlaunum barna en um þau verðlaun er kosið eingöngu af börnum. Söngleikurinn fékk einnig tvenn Grímuverðlaun á Íslensku sviðslistaverðlaununum árið 2019; Vala Kristín Eiríksdóttir var leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins.

    Gilitrutt

    sep 25, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Einstaklega falleg og skemmtileg brúðusýning fyrir alla fjölskylduna, byggð á þjóðsögunni um skessuna Gilitrutt.
    Sagan segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og lendir í klónum á Gilitrutt fyrir vikið, en lærir af þeim samskiptum að rækja skyldur sínar og taka ábyrgð á eigin gjörðum.
    Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands. Hlýhugur hans til landsins birtist meðal annars í natni við gerð hinnar fallegu leikmyndar, sem er unnin úr þæfðri ull, og brúðunum, sem eru tálgaðar úr íslensku birki. Sýningin er mikið sjónarspil og ber listfengi Bernds fagurt vitni.

    Gilitrutt hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2011.

    Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist

    sep 19, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Akureyrar frumsýnir 5. október
    Ný íslensk og æsispennandi fjölskyldusýning sem sýnir kunnuglegar og áður óþekktar þjóðsagnapersónur á nýstárlegan og skemmtilegan hátt
    Í Hringvallaskóla opnast fyrir algjöra slysni gátt inn í heim íslenskra þjóðsagna. Saklausum sjöundabekking, Jóni Árnasyni er í kjölfarið rænt af Húmskollunni skelfilegu svo bekkjarsystkini hans Sóley og Bjartur leggja upp í háskaför honum til bjargar. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hinar ýmsu kynjaverur íslenskra þjóðsagna koma fyrir, Nykur, Skoffín og Skuggabaldur ásamt fleirum. Ná þau að bjarga Jóni Árnasyni? Er Nykrinum treystandi? Hver á augun í myrkrinu? Hver er þessi Húmskolla? Er einhver leið að komast lifandi aftur til mannheima?  

    Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist er nýtt íslenskt barnaleikrit úr smiðju Umskiptinga, í leikstjórn Agnesar Wild og stútfullt af skemmtilegri tónlist eftir norðlenska dúóið Vandræðaskáld. Verkefnið hlaut styrk Leiklistarráðs og listamannalaun. Samstarf Menningarfélags Akureyrar og Umskiptinga.

    Höfundar: Leikhópurinn UmskiptingarLeikstjórn: Agnes Wild
    Leikarar: Hjalti Rúnar Jónsson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Margrét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason
    Tónlist: Vandræðaskáld
    Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir
    Sviðshreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir
    Ljósahönnun: Lárus Heiðar Jónsson
    Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Leiklistarráði

    Þjóðleikhúsið frumsýnir Ör

    sep 18, 2019   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt Íslensk verk fimmtudaginn 19. September.
    Verkið er eftir Auði Övu Ólafsdóttur og leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson.

    Verkið fjallar um Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmann á miðjum aldri sem fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Eða hvað á kona við þegar hún segir við karlmann að hann rekist utan í sjóndeildarhring hennar?
    Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni.
    Athygli er vakinn á því að boðið verður upp á 20 mín. umræður eftir 6. sýningu sunnudagskvöldið 6. Október.

    Með helstu hlutverk fara: Baldur Trausti Hreinsson, Guðrún S. Gísladóttir, Birgitta Birgisdóttir, Pálmi Gestsson og Hildur Vala Baldursdóttir

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!