Þjóðleikhúsið frumsýnir Ör | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Þjóðleikhúsið frumsýnir Ör

  Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt Íslensk verk fimmtudaginn 19. September.
  Verkið er eftir Auði Övu Ólafsdóttur og leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson.

  Verkið fjallar um Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmann á miðjum aldri sem fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Eða hvað á kona við þegar hún segir við karlmann að hann rekist utan í sjóndeildarhring hennar?
  Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni.
  Athygli er vakinn á því að boðið verður upp á 20 mín. umræður eftir 6. sýningu sunnudagskvöldið 6. Október.

  Með helstu hlutverk fara: Baldur Trausti Hreinsson, Guðrún S. Gísladóttir, Birgitta Birgisdóttir, Pálmi Gestsson og Hildur Vala Baldursdóttir  loading

  Takk fyrir að skrá þig!