mars | 2016 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from mars, 2016

  Píkusögur!

  mar 31, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  pikusögur stor

  Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára. Óhætt er að segja að það hafi hreyft við áhorfendum þegar það var frumsýnt árið 1996. Verkið samanstendur af einræðum kvenna sem allar hafa sögur að segja um píkur, ýmist sínar eigin eða annarra kvenna píkur. Sumar skoplegar og stundum drepfyndnar. Aðrar nístandi dramatískar og sorglegar.

  Eftir velgengni leikverksins stofnaði höfundurinn Eve Ensler, ásamt fleirum, V-dags samtökin sem hafa það að markamiði að vinna gegn ofbeldi á konum.

  Næsta sýning er sýnd í Gamla Bíói þann 4. apríl næstkomandi. Allur ágóði af þessar uppsetningu af Píkusögum mun renna til Kvennaathvarfsins.

  Píka er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna?

  Í hjarta Hróa hattar

  mar 30, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hróihöttur stór1

  Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

  Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! – Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins.

  Í þessari sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun.

  Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu.

  Rómantískt, hættulegt og drungalegt. Og ekki síst… skemmtilegt!

  Improv Ísland

  mar 27, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  improvisland stór

  Improv Ísland er með vikulegar grínsýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudögum.

  Hver sýning er spunnin á staðnum út frá einu orði úr sal og ekkert er ákveðið fyrirfram. Nýtt leiklistarform í senunni hér á landi.

  Improv Íslands er nýr leikhópur sem sérhæfir sig í langspuna. Hver sýning er spunninn á staðnum út frá einu orði áhorfenda. Ekkert er ákveðið fyrirfram, ekkert handrit er að sýningunum og er því hver sýning frumsýning og lokasýning. Improv Ísland getur lofað áhorfendum því að sama hversu oft þeir koma, þeir munu aldrei sjá sömu sýninguna. Miðinn kostar líka einungis 1500 kr. svo líklega er um að ræða ódýrustu leikhússýningu landsins.

  Langspuni er mjög vinsæll víða um heim þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Margir af frægustu gamanleikurum Bandaríkjanna koma úr spunasenunni og má sem dæmi nefna Tinu Fey, Will Ferrell, Steve Carrell, Amy Poehler og Aziz Ansari.
  Improv Ísland er rétt rúmlega eins árs gamalt en tók þátt í Del Close spunamaraþoninu í New York í júní sl. Þar sýna allir helstu spunahópar heims spunasýningar viðstöðulaust í þrjá sólahringa. Síðustu tvær Menningarnætur hefur hópurinn staðið fyrir spunamaraþoni í Þjóðleikhúskjallaranum. Í bæði skiptin komust mun færri að en vildu. Improv Ísland hefur einnig flutt inn nokkra af stærstu kennurum og leikurum spunasenunnar í Bandaríkjunum. Á frumsýningunni 3. febrúar munu Suzi Barrett og Rebecca Drysdale sýna með hópnum en þær munu einnig halda námskeið fyrir lengra koman í kringum heimsókn sína. Báðar sýna þær í UCB leikhúsinu í New York en Rebecca Drysdale er einnig handritshöfundur í gamanþáttunum Key and Peele.

  Dóra Jóhannsdóttir leikkona er stofnandi langspunasenunar hérlendis. Hún hefur lært langspuna í hinu þekkta UCB leikhúsi síðastliðin 3 ár og komið reglulega til Íslands til að kenna námskeið. Síðan þá hafa um 300 manns sótt námskeið á vegum Improv Íslands undir leiðsögn Dóru. Leikhópur Improv Ísland samanstendur svo af 20 spunaleikurum úr öllum áttum og sýnir hópurinn nokkur mismunandi form spunans, m.a. söngleikjaspuna þar sem heill söngleikur er spunninn á staðnum með píanóleikaranum Karli Olgeirssyni.

  Sýningar verða alla miðvikudaga í Þjóðleikhúskjallaranum og hefjast kl. 19:30 Miðasala fer fram á midi.isleikhusid.is og í síma 551 1200.

  Made in Children

  mar 23, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  madeinchildren stor

  Föstudaginn 1.apríl kl 20 frumsýnir Borgarleikhúsið í samstarfi við Ásrúnu Magnúsdóttur, Aude Busson og Alexander Roberts nýtt og nærgöngult verk með krökkum í öllum hlutverkum. 

   Saman á sviðinu standa tíu börn á aldrinum átta til tólf ára sem hafa verið skilin eftir í heimi sem þau bjuggu ekki til. Þau taka yfir sviðið og eyða tíma saman, dansa, spila tónlist og tala við hvort annað. Börnin mæta heimi fullum af melankólíu, svartsýni, rómantík og ruglingi sem þau hafa erft en báðu aldrei um.

  Made in Children er á mörkum mikils vonleysis og öfgafullrar bjartsýni og er börnunum gefinn laus taumur og þau send af stað í leit að háleitu siðferði, djúpstæðum innri frið og betri framtíð.

  Aðstandendur Höfundar & leikstjórar: Ásrún Magnúsdóttir, Aude Busson og Alexander Roberts| Leikmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir | Tónlist: Borko |Hljóð: Baldvin Þór Magnússon | Leikarar: Matthildur Björnsdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Jörundur Orrason, Flóki Dagsson, Ylfa Aino Eldon Aradóttir, Margrét Vilhelmína Nikulásardóttir, Freyja Sól Francisco Heldersdóttir, Kolbeinn Orfeus Eiríksson, Kolbeinn Einarsson og Óðinn Sastre Freysson.

  Umræður eftir sýningu

  mar 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  oldbessastaðir stór

  Við og hin? Umræður eftir lokasýningu á Old Bessastöðum

  Hvað gerist þegar við flokkum heiminn í okkur og hin og hvernig er orðræða okkar varðandi flóttamannavandann. Hvernig birtist umræðan í fjölmiðlum og hver er ábyrgð okkar gagnvart fólki sem tilheyrir ekki „menginu“ sem við höfum búið til? Hvað gerist þegar þetta mengi einfaldlega breytist í fjölmenningarsamfélagi nútímans, hverjir verða hræddir og hverjir notfæra sér hræðsluna? Hver er ábyrgð vestræns samfélags á hörmungunum í Sýrlandi, Írak og þar í kring. Hver er okkar ábyrgð á stríðum sem „við“ studdum gegn „hinum“ nú þegar blóðið úr stríðinu loksins farið að slettast inn fyrir evrópsku landamærin? Þetta og fleira verður viðrað í umræðum eftir lokasýningu á verkinu Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur þann 19. mars kl. 20.30.

  Marta Nordal, leikstjóri sý́ningarinnar stjórnar umræðunum en Nína Helgadóttir fulltrúi frá Rauða krossinum og dr. Hulda Þórisdóttur, lektor og stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands mæta á svæðið til að ræða málin við áhorfendur eftir sýningu.

   

  Old Bessastaðir
  Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk.

  OLD BESSASTAÐIR er glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem var frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 4. febrúar. Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni en hópurinn er þekktur fyrir uppsetningu nýrra verka sem tala beint inn í samtíma okkar. Í félagsskap þriggja grátbroslegra kvenna sem undirbúa róttækar aðgerðir er velt upp spurningum um það sem greinir „okkur“ frá „hinum“, um það að leita skjóls, um tengsl orða og gjörða, löngun manneskjunnar til að vera með – að tilheyra einhverju mengi, sama hvað það kostar. Sumar fórnir eru nefnilega blóðfórnir.

  Höfundur: Salka Guðmundsdóttir
  Leikstjóri: Marta Nordal.
  Leikmyndahönnun: Finnur Arnar Arnarsson. Búningahönnun: Helga Stefánsdóttir.
  Tónlist: Högni Egilsson og Marteinn Hjartarson. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.

  Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

  Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Sokkabandsins https://www.facebook.com/sokkabandid og facebook viðburðinum um Old Bessastaði https://www.facebook.com/events/1120296001337281/ en miðasala er á www.midi.is

  Síðasta sýning: 19. mars kl. 20.30 og umræður eru eftir sýninguna með dr. Huldu Þórisdóttur lektor við HÍ og stjórnmálasálfræðingi og Nínu Helgadóttur frá Rauða Krossinum.

  Aukasýningar á Sporvagninn Girnd

  mar 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  sporvagningirnd stór

  Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.

  Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.

  Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári.

  Sporvagninn Girnd er sýnt samkvæmt sérstöku samkomulagi við The University of the South, Sewanee, Tennessee.

  Bætt hefur verið við tveimur aukasýningum á Sporvagninum Girnd, þann 10. og 22. apríl í Þjóðleikhúsinu.

  Lokasýning

  mar 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  sporvagningirnd stór

  LOKASÝNING Í KVÖLD.

  Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.

  Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.

  Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári.

  Sporvagninn Girnd er sýnt samkvæmt sérstöku samkomulagi við The University of the South, Sewanee, Tennessee.

  Nei Ráðherra í Vestmannaeyjum

  mar 16, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  neiráðherra stor

  Leikfélag Vestmannaeyja setur upp farsann Nei Ráðherra eftir Ray Cooney í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.

  Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi með viðhaldinu sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú?

  Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé í útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum eiginmönnum og -konum.

  Sýningar:
  Frumsýning 23.mars kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
  2.sýning 24.mars kl. 20:00
  3.sýning 25.mars kl. 20:00
  4.sýning 26.mars kl. 20:00

  MIÐASALA í síma 852-1940

  Styrktarsýning – Flóð

  mar 16, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  flóð stór

  Í kvöld fer fram sér­stök styrkt­ar­sýn­ing á heim­ild­ar­verk­inu Flóð eft­ir Hrafn­hildi Hagalín og Björn Thors á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins fyr­ir Katrínu Björk Guðjóns­dótt­ur.

  Katrín er 23 ára Flat­eyr­ar­mær. Hún fékk heila­blóðfall í nóv­em­ber 2014 og aft­ur í júní 2015, eft­ir undra­verðan bata. Síðan þá hef­ur Katrín staðið í langri og strangri end­ur­hæf­ingu með hjálp fjöl­skyldu sinn­ar sem hef­ur verið mikið frá vinnu. BB.is grein­ir frá því að þess vegna hafi leik­hóp­ur og aðstand­end­ur Flóðs viljað leggja þeim lið með styrkt­ar­sýn­ingu þar sem all­ur ágóði renn­ur til Katrín­ar.

  Flóð er heim­ilda­verk byggt á snjóðflóðinu sem féll á Flat­eyri 1995 en á síðasta ári voru 20 ár frá því að flóðið féll. Katrín Björk Guðjóns­dótt­ir var tveggja og hálfs árs þegar snjóflóðið féll á Flat­eyri 1995, en bjargaðist með undra­verðum hætti ásamt fjöl­skyldu sinni að því er fram kem­ur í frétt BB. Hún er ein af þeim sem Björn og Hrafn­hild­ur ræddu við í tengsl­um við vinn­una við Flóð og kem­ur saga henn­ar að hluta fram í verk­inu.

  Leikfélagið Borg sýnir Er á meðan er

  mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  erámeðaner borg

  Leikfélagið Borg sýnir gamanleikinn Er á meðan er eftir Moss Hart og Georg S. Kaufman í þýðingu Sverris Thoroddsen. Sýnt í Félagsheimilinu Borg.

  Við erum stödd á heimili sveitafjölskyldunnar á bænum Björk, heimili Mörtu Vilmundsdóttur. Í stofunni situr fólk og borðar, semur leikrit, snákar hafðir sem gæludýr, listdans æfður, leikið á Xýlófón og stunduð prentiðn. Sveitafjölskyldan gerir allt sem hún getur til að njóta lífsins og allir gera það sem þá langar til, sama hvað það er. Við munum fylgjast með fjölskyldunni næsta dag þar sem óvæntir atburðir eiga sér stað.

  Næstu sýningar eru:

  Þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00
  Fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00
  Sunnudaginn 20. mars kl. 16:00
  Laugardaginn 26. mars kl. 20:00 – Lokasýning

  Miðaverð: Fullorðnir 2000 kr.-, grunnskólabörn 1000 kr.- og frítt inn fyrir leikskólabörn.

  Miðapantanir í síma 8936101 og 8940932, þú getur einnig sent póst á leikfelagidborg@gmail.com.

   

   

  Síður:123»
  loading