Umræður eftir sýningu | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Umræður eftir sýningu

oldbessastaðir stór

Við og hin? Umræður eftir lokasýningu á Old Bessastöðum

Hvað gerist þegar við flokkum heiminn í okkur og hin og hvernig er orðræða okkar varðandi flóttamannavandann. Hvernig birtist umræðan í fjölmiðlum og hver er ábyrgð okkar gagnvart fólki sem tilheyrir ekki „menginu“ sem við höfum búið til? Hvað gerist þegar þetta mengi einfaldlega breytist í fjölmenningarsamfélagi nútímans, hverjir verða hræddir og hverjir notfæra sér hræðsluna? Hver er ábyrgð vestræns samfélags á hörmungunum í Sýrlandi, Írak og þar í kring. Hver er okkar ábyrgð á stríðum sem „við“ studdum gegn „hinum“ nú þegar blóðið úr stríðinu loksins farið að slettast inn fyrir evrópsku landamærin? Þetta og fleira verður viðrað í umræðum eftir lokasýningu á verkinu Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur þann 19. mars kl. 20.30.

Marta Nordal, leikstjóri sý́ningarinnar stjórnar umræðunum en Nína Helgadóttir fulltrúi frá Rauða krossinum og dr. Hulda Þórisdóttur, lektor og stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands mæta á svæðið til að ræða málin við áhorfendur eftir sýningu.

 

Old Bessastaðir
Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk.

OLD BESSASTAÐIR er glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem var frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 4. febrúar. Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni en hópurinn er þekktur fyrir uppsetningu nýrra verka sem tala beint inn í samtíma okkar. Í félagsskap þriggja grátbroslegra kvenna sem undirbúa róttækar aðgerðir er velt upp spurningum um það sem greinir „okkur“ frá „hinum“, um það að leita skjóls, um tengsl orða og gjörða, löngun manneskjunnar til að vera með – að tilheyra einhverju mengi, sama hvað það kostar. Sumar fórnir eru nefnilega blóðfórnir.

Höfundur: Salka Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Marta Nordal.
Leikmyndahönnun: Finnur Arnar Arnarsson. Búningahönnun: Helga Stefánsdóttir.
Tónlist: Högni Egilsson og Marteinn Hjartarson. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.

Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Sokkabandsins https://www.facebook.com/sokkabandid og facebook viðburðinum um Old Bessastaði https://www.facebook.com/events/1120296001337281/ en miðasala er á www.midi.is

Síðasta sýning: 19. mars kl. 20.30 og umræður eru eftir sýninguna með dr. Huldu Þórisdóttur lektor við HÍ og stjórnmálasálfræðingi og Nínu Helgadóttur frá Rauða Krossinum.loading