mars | 2016 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from mars, 2016

Ballið á Bessastöðum á Hólmavík

mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

balliðabessastöðum holmavik stor

Föstudaginn 18. mars nk. frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur fjölskyldusýninguna Ballið á Bessastöðum. Sýning er hluti af Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem stendur yfir hér á Hólmavík um þessar mundir með tilheyrandi skemmtun og dagskrá.

Leikaravalið er ekki af verri endanum því auk leikfélagsmeðlima mun hópur grunnskólanemenda stíga á svið, en hefð er fyrir því að Grunn- og tónskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur leiði saman hesta sína annað hvert ár og setji á svið stórt verk í sameiningu. Samvinnan er býsna dýrmæt, enda er leikhúshefð afar rík á Hólmavík þar sem ungt fólk lærir snemma að stíga á svið og koma fram, sem aftur reynist þeim gott veganesti inn í framtíðina og stuðlar að öruggri endurnýjun hjá okkar öfluga áhugaleikfélagi.

Í ljósi þess að forsetakosningar verða hérlendis í sumar, fannst Leikfélaginu tilvalið að velja þessa skemmtilegu fjölskyldusýningu og um leið vekja athygli almennings, ekki hvað síst ungu kynslóðarinnar, á embættinu og tilvist þess. Ljóst er að þessu sýning hefur náð eyrum nokkurra frambjóðenda, sem hafa meira að segja sýnt því áhuga að mæta, kannski til að æfa sig fyrir komandi embættisverk! Þó ber að taka það fram að sá alvarleiki sem býr í forsetaembættinu sjálfu er víðsfjarri þessari sýningu, enda er um að ræða hressandi verk fyrir alla fjölskylduna, þar sem fram koma m.a. forseti, landnámshæna, ritarar, ráðskona, prinsessa, kýr og draugur.

Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir en verkið er unnið upp úr samnefndri bók Gerðar Kristnýar, auk þess sem Bragi Valdimar Skúlason samdi tónlistina. Þetta er lífleg leiksýning og ávísun á góða skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.

Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru eftirfarandi sýningar á dagskrá:

Frumsýning, föstudaginn 18. mars klukkan 20:00.
2. sýning, sunnudaginn 20. mars klukkan 14:00.
3. sýning, þriðjudaginn 22. mars klukkan 18:00.
4. sýning, Páskadag 27. mars klukkan 20:00.
5. sýning, fimmtudaginn 31. mars klukkan 18:00.

Panta má miða hjá Dagbjörtu í síma 8240756 og kostar 2500 kr fyrir 14 ára og eldri, en 1500 kr fyrir 4-13 ára.

Lokasýning á Moulin Rouge

mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

moulinrouge

Nemendur Verzlunarskóla Íslands kynna með stolti: Moulin Rouge!

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp glæsilegan söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningargesta.

Í ár verður söngleikurinn Moulin Rouge settur upp, byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2001. Sýningin fjallar um Kristján, ungan rithöfund sem flytur til Parísar og endar þar á að skrifa leikrit fyrir skemmtistaðinn Moulin Rouge. Þar kynnist hann Demantadrottningunni og gleðikonunni Satín og verður ástfanginn af henni.

Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri, full af gríni, spennu og rómantík, keyrð áfram á glæsilegum leik, söng og dansi.

Listrænu stjórnendurnir eru ekki af verri endanum en það er Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir þessu krefjandi verki. Einnig eru dansarnir stórkostlegir þar sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er danshöfundur sýningarinnar. Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngstjóri, sér til þess að leikararnir syngi eins og englar og Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri, sér um að öll tónlistin sé töfrum líkust.

Það er aðeins ein sýning eftir af Moulin Rouge. Hún er þann 14. mars kl. 20:00 í Austurbæ.

Leiklistarnámskeið

mar 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Kopleik

Mánudaginn 14. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.

Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.

Námskeiðið verður í sex skipti alls, þrjár klst. í senn. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr.

Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.

Tímarnir verða sem hér segir:

Mán. 14. mars. kl. 19.30–22.30
Fim. 17. mars kl. 19.30–22.30
Lau. 19. mars kl. 10.00–13.00

Hlé gert yfir páska.

Mán. 28. mars kl. 19.30–22.30
Fim. 31. mars. kl. 19.30–22.30
Lau. 2. apríl. kl. 10.00–13.00.

Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is.

Frumsýning á MAMMA MIA!

mar 9, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mammamia stór

MAMMA MIA! verður frumsýnd 11.mars á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir og aðalhlutverk eru í höndum Jóhönnu Vigdísar Arnardóttir, Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur, Helga Björns, Val Freys Einarssonar, Halldórs Gylfasonar og margir fleiri glæsilegir leikarar, dansarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunni.

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

Nú þegar hefur aðsóknin í MAMMA MIA verið með ólíkindum en uppselt er á 58 sýningar og búið að selja um 35 þúsund leikhúsmiða. Önnur eins miðasala fyrir frumsýningu hefur ekki sést í íslensku leikhúsi áður.

Aðstandendur

Höfundur: ABBA & Catherine Johnson| Þýðing: Þórarinn Eldjárn | Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir | Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir | Búningar: Filippía Elísdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Danshöfundur: Lee Proud | Tónlist : ABBA |  Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson | Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson| Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir | Myndvinnsla: Petr Hlousek | Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Esther Talía Casey, Eysteinn Sigurðarson, Halldór Gylfason, Helgi Björnsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir | Dansarar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Björn Dagur Björnsson, Höskuldur Þór Jónsson, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Einar Karl, Saadia Auður Dhour, Arna Sif Gunnarsdóttir, Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Anais Barthe, Berglind Rafnsdóttir | Hljómsveit: Jón Ólafsson, Vignir Þór Stefánsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Ólafur Hólm, Jóhann Hjörleifsson, Friðrik Sturluson, Stefán Már Magnússon & Stefán Hjörleifsson.

Trúðanámskeið

mar 8, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

trúðar stór

Rafael Bianciotto ætlar að opna fæðingarstofu fyrir trúða í mars.

Byrjendanámskeið fyrir trúða / Trúðanámskeið fyrir byrjendur verður haldið dagana 8.-13. mars nk. eins og hér segir:

þri 8. mars kl. 15-19
fim 10. mars kl. 15-19
lau 12. mars kl. 10-14
sun 13. mars kl. 10-14

Upppbygging námskeiðs:
– farið verður í grunnreglur trúðatækninnar, m.a. kórinn þar sem notast er við svokallaða „neutral mask“
– hver og einn þátttakandi fæðir sinn trúð
– æfingar í trúðatækninni

Einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa ekki komist á námskeið hjá Rafael áður. Takmarkaður fjöldi kemst að þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Verð: 40.000,- (sum stéttarfélög niðurgreiða slík námskeið fyrir félagsmenn sína og þátttakendur hvattir til að nýta sér það)

Skráning með tölvupósti á tinnalind@mac.com

Kvika

mar 7, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Kvika stór

Reynslan sem býr í líkamanum.

Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar?

Kvika er verk fyrir fimm einstaklinga og áhorfendur.

Katrín Gunnarsdóttir er í fremstu röð ungra danshöfunda og hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem vakið hafa verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up.

Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg

Sýningar:

11. mars kl. 21:00
12. mars kl. 21:00
15. mars kl. 21:00

Blóðbrúðkaup – Herranótt

mar 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

blóðbrúðkaup stor

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir á Herranótt, þann 26. febrúar næstkomandi, leikverkið Blóðbrúðkaup í Gamla Bíó. Verkið, sem er eftir spænska skáldið Federico García Lorca, er sett upp í nýrri leikgerð Jóns Gunnars Þórðarssonar sem jafnframt leikstýrir því. Um er að ræða kraftmikla sýningu, stútfulla af hita, tónlist og dansi sem hátt í hundrað nemendur skólans koma að.

Blóðbrúðkaup er saga ástar og hefndar, mannlegs eðlis og einstaklingsfrelsis. Söguþráðurinn fylgir brúði sem flýr með fjölskylduóvininum á brúðkaupsdeginum. Höfundur verksins, Lorca, er eitt dáðasta skáld Spánverja. Hann var skotinn til bana árið 1936 fyrir róttækar skoðanir sínar um félagslegan jöfnuð sem hann deildi gjarnan á í verkum sínum, en hann barðist m.a. fyrir réttindum samkynheigðra á Spáni.

Sýningin í ár hefur verið útfærð á skemmtilegan hátt með nýju handriti, tónlist og rythmískum dansi. Jón Gunnar Þórðarsson leikstýrir, en hann hefur m.a. nýverið sett upp sýninguna Vegbúar í Borgarleikhúsinu. Björn Thorarensen tónlistarstjóri sér um kór- og hljómsveitarútsetningar og stýrir bráðefnilegri tólf manna hljómsveit sem er eingöngu skipuð MR-ingum. Guðmundur Elías Knudsen er danshöfundur en hann hefur undanfarin ár unnið mikið með Íslenska Dansflokknum og í Borgarleikhúsinu. Búingahönnun er í höndum Agnieszka Baranowska, sem hefur unnið víðs vegar um heiminn við útlitshönnun í bæði leikhúsi og kvikmyndum.

Blóðbrúðkaup er listræn og skemmtileg sýning sem hentar öllum aldurshópum. Sýningar verða eins og fyrr sagði í Gamla Bíó, en miðasala fer fram á midi.is og í MR.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=oehx7wHFR4Q

Midi.is : https://midi.is/leikhus/1/9463/Blodbrudkaup

Facebook: https://www.facebook.com/blodbrudkaup/?fref=ts

Lokasýning á Óður og Flexa

mar 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

óðurogflexa stór

Það er lokasýning á barnasýningunni Óður og Flexa halda afmæli í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 13:00.

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins nýja íslenska barnaverkið Óður og Flexa halda afmæli eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.

Óður og Flexa eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga. Nú ætla þau að halda ofur skemmtilegt afmæli en getur verið að þau séu búin að tapa ímyndunaraflinu?

Allt í einu birtist þeim óvæntur afmælispakki sem er ekki allur þar sem hann er séður. Áður en þau vita af eru þau komin í ævintýralegt ferðalag með prumpuskrímslum, ósýnilegum geimverum og fljúgandi marglyttum. Þetta litríka ferðalag minnir þau á að ef við notum ímyndunaraflið þarf manni aldrei að leiðast.

Óður og Flexa halda afmæli er bráðskemmtileg barnasýning fyrir börn á öllum aldri þar sem áhorfendur upplifa samspil tónlistar og dans á spennandi máta.

Síðustu sýningar á Lífinu

mar 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

drullumall stór

Allra allra síðustu sýningar á Lífinu í Tjarnarbíó á morgun sun. 6.mars kl. 13.00 og 13. mars kl. 13.00. 

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Sýningin vann tvenn Grímuverðlaun á síðasta leikári, “Barnasýning ársins 2015” og “Sproti ársins 2015”.

Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut einnig Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.

Leiksýningin fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.

Aðstandendur

Það eru Charlotte Böving sem leikstýrir, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Höfundar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir, Charlotte Böving og Helga Arnalds.
Verkið er styrkt af Leiklistarsjóði og listamannalaunum

Skugga-Baldur

mar 3, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

skuggabaldur stór

Tékkneskt-íslenskt leikverk byggt á skáldsögunni Skugga-Baldur eftir Sjón.

Hin mikilvægu einkunnarorð „omnia mutantur – nihil interit“ („allt breytist – ekkert hverfur“) úr sögunni af hinni lævísu skepnu skugga-baldri er tilvitnun í Myndbreytingarnar eftir Óvidíus. Skuggi, hinn sérvitri sögumaður verksins, notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar, þar sem hann setur upp heldur áleitna sögu um veiðimann og skuggann hans, öskrandi tóur og aðrar skepnur, þurrkaða þorskshausa, mongólsk börn með Downs heilkenni, lótusætur, lyktina af darsjíling tei og ópíumreykingar, miskunnsemi, samúð og fyrirlitningu, um Guð og rafmagnsrifrildi í jökulrassi, ferðalag gegnum snjóinn til undirheima, um glæp og refsingu, og um prest sem lítur út eins og þúst í landslaginu.

Sviðsetning tékkneska leikhússins Studio Hrdinu á Skugga-Baldri er leikverk sem alla sýninguna í gegn býður upp á hugmyndaríka skemmtun þar sem saman koma sígild sagnamennska og nýjust aðferðir í frásagnartækni. Aðlögunin er trú upphaflega textanum á sama tíma og hún leitar út fyrir hann og verður að sjálfstæðu verki sem teygir sig til okkar daga gegnum leik, leikhúslausnir og djarfa notkun hljóðs og myndar.

Allir sem að uppfærslunni koma eiga hrós skilið: Leikkonan Tereza Hofová ummyndast léttilega úr einni persónu í aðra, jafnt líkamlega sem andlega, um leið og hún heldur áhorfendum spenntum fyrir örlögum hverrar fyrir sig. Leikstjórinn Kamila Plívková heldur örugglega um alla þræðina, sagan er í skörpum fókus jafnvel þegar ólíklegustu atburðir og staðir taka að birtast á sviðinu. Listamaðurinn Jón Sæmundur og hljómsveitarfélagi hans Ryan úr Dad Skeletons mynda óvæntan hlekk milli andalækna og sundurgerðarmanna gamla tímans og þess nýja. Og síðast en ekki síst, og hann er hin mikla uppgötvun verkefnisins, skal nefna myndlistarmanninn Sindra Ploder sem gefur öllu saman vikt með sterkum myndheimi sínum sem skapaður er án allra málamiðlana. Saman hafa þau skilað svo frábærri vinnu í túlkun sinni á skáldsögu minni að ég uppgötvaði nýja hluti í frásögn sem ég hélt mig þekkja til fulls.

„Fyrir mér er það sönnun þess hversu vel þessi tékknesk-íslenska samvinna um að setja Skugga-Baldur á svið hefur heppnast að þegar frumsýningardögunum lauk í Prag tók samstundis að kyngja niður snjó; gamla keisaraborgin varð jafn mjallahvít og dalurinn afskekkti í sögunni um ungu konuna Öbbu, séra Baldur, grasafræðinginn Friðrik, og lágfótuna brögðóttu.“
-SJÓN

SÝNINGAR
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
3. mars kl. 21 forsýning
4. mars kl. 20 frumsýning
5. mars kl. 20
6. mars kl. 18
7. mars kl. 20
8. mars kl. 20 umræður eftir sýningu með Sjón
Sýningin fer fram á ensku

Aðstandendur:

Höfundur bókar: Sjón
Handrit: Kamila Polívková og Tera Hof
Leikstjórn: Kamila Polívková
Sviðmynd: Antonín Šilar
Búningar: Zuzana Formánková
Listræn stjórnun: Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder
Tónlist: Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson
Vídeo og grafík: Jón Sæmundur Auðarson og Antonín Šilar
Dramatúrg: Jan Horák
Aðstoðarleikstjórn: Ondrej Štefanák
Framleiðendur: Tomáš Kadlec, Ladislav Krapek og Orri Einarsson

Leikur: Tera Hof
Verkið er styrkt af EEA Grants, með framlagi Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Síður:«123»
loading