Í hjarta Hróa hattar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Í hjarta Hróa hattar

    hróihöttur stór1

    Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

    Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! – Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins.

    Í þessari sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun.

    Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu.

    Rómantískt, hættulegt og drungalegt. Og ekki síst… skemmtilegt!



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!