Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í Óskilum voru farnir að gæla við þá hugmynd að setja á svið gríðarstórt sjóv með 20 dönsurum og leikurum í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Þeir neyddust hins vegar til að sníða sér stakk eftir vexti og nú trana þeir engum öðrum fram en sjálfum sér (enn eina ferðina) í glænýju leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar. Hundur í Óskilum er við sama heygarðshornið og í Sögu þjóðar, en spólar sig að þessu sinni í gegnum 21. öldina – þessi 14 ár sem liðin eru. Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins! Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Sýningin verður sett upp í Samkomuhúsinu, aðsetri LA, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof. Frumsýning er 31. október.
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu
Dansandi dádýr, svífandi stjörnur, elskulegir englar og nýfallinn snjór
Í aðdraganda jóla halda Skoppa og Skrítla mikla hátíð til að bjóða sjálfan jólasveininn velkominn til byggða. Hann kemur til að aðstoða þær við að fagna hátíð ljóss og friðar og útbúa gjafir fyrir alla góðu vinina og vinkonurnar. Þegar undirbúningur hátíðarinnar stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Jólasveinninn er í stökustu vandræðum. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla eru…
Skoppa og Skrítla hafa verið í uppháhaldi hjá yngstu kynslóðinni um árabil, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist eða leiksýningum. Þær hafa verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár – en bjóða nú í fyrsta sinn til jólaskemmtunar. Sýningarnar Skoppa og Skrítla á tímaflakki og Skoppa og Skrítla í leikhúsinu slógu báðar í gegn og hlutu geysigóðar viðtökur.
Hentar börnum frá níu mánaða aldri
„Litríkir boðberar kærleika og gleði“ – SG, Mbl, 2013
„Framlag Skoppu og Skrítlu til barnamenningar er bæði þarft og kærkomið“ – HL, Mbl, 2007
„Skoppa og Skrítla eru bestu vinir yngstu barnanna og það er ekki nema von. Þær skilja hvað þau vilja og gefa þeim það í formi tónlistar, gleði og hláturs“ – HL, Mbl, 2007
„Til að kóróna allt saman virtust þær Skoppa og Skrítla ná að tala við hvert einasta barn á sýningunni“ – IML, Mbl, 2005
Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Börn
„Byssur drepa ekki fólk – Fávitar með byssur drepa fólk“
MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðalyndum einstaklingum.
En þegar slys á sér stað um borð og MP5 hríðskotabyssa kemur uppúr neyðarkassanum vaknar spurningin hvort, og þá hvernig, best er að nota byssuna.
MP5 er ný íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni.
Vegna anna eru sýningarnar aðeins þrjár (allar kl. 20:00):
5. desember
12. desember
15. desember
Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.
Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlistarstjóri: Stefán Már Magnússon
Hljóð: Baldvin Magnússon
Brelluþjálfari: Steve Harper
Danshöfundar: Ágústa Skúladóttir
og Katrín Ingvadóttir
Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson og Orri Huginn Ágústsson Hljómsveit
: Stefán Magnússon, Unnur Birna Bassadóttir, Björn Stefánsson og Karl Olgeirsson
Börn: Agla Bríet Einarsdóttir, Ágúst Beinteinn Árnason, Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Karlsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Davíð Laufdal Arnarsson, Elva María Birgisdóttir, Gríma Valsdóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir
frumsýning 25.október 2014 á nýja sviði Borgarleikhússins.
Íslenski dansflokkurinn kynnir danssýninguna EMOTIONAL sem samanstendur af tveimur verkum þar sem nýsköpun og ferskleiki er í fyrirrúmi.
Meadow eftir Brian Gerke
„Hvaða einkennilegu dýrslegu mannskepnur safnast saman í hinu ævintýralega engi hugarheims míns?“
Hér leitar Brian aftur í æskuslóðir sínar og úr því verður hugnæmt og safaríkt dansverk sem reynir á tæknilega færni dansaranna.
Grímuverðlaunahafinn Brian Gerke hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín sem dansari og danshöfundur en hann hefur samið mörg verk með Steinunni Ketilsdóttur ásamt því að dansa með Íslenska dansflokknum.
EMO1994 eftir Ole Martin Meland
Hrátt, kraftmikið og líkamlega krefjandi dansverk sem tengir saman frumtilveru, eldmóð æskunnar og endurskipulagningu á stórbrotnum klisjum raunveruleikans. ÁST, HATUR, DAUÐI.
Ole Martin Meland er ungur og upprennandi norskur dansari og danshöfundur sem hefur unnið lengi með hinum rómaða dansflokki Carte Blanche. Ole Martin vakti fyrst athygli sem danshöfundur á alþjóðlegum vettvangi á síðasta ári í Noregi með verkinu „Brother“.
Höfundar: Brian Gerke og Ole Martin Meland
Búningar: Agnieszka Baranowska
Lýsingahönnuður og tæknistjóri: Jóhann Bjarni Pálmason
Hljóð: Baldvin Magnússon
Íslenska óperan frumsýndi síðastliðið vor glænýja óperu eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson í Eldborg. Sýningin sló rækilega í gegn og hlaut tíu tilnefningar á Grímuverðlaununum í vor. Gunnar Þórðarson hlaut síðan Grímuverðlaunin fyrir Tónlist ársins 2014, Elmar Gilbertsson var valinn Söngvari ársins 2014 og sýningin sjálf var valin Sýning ársins 2014. Í ljósi þessara miklu vinsælda verður efnt til tveggja aukasýninga á Ragnheiði um jólin 2014 með sömu söngvurum í öllum hlutverkum.
Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er, var Ragnheiður neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Efni þetta hefur áður orðið ýmsum listamönnum viðfangsefni. Einna frægust er skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt, og samnefnt leikrit hans.
Sýningin er tæpar þrjár klukkustundir að lengd, með hléi. Tuttugu mínútna hlé er eftir fyrsta þátt.
Hlutverkaskipan
Ragnheiður Brynjólfsdóttir: Þóra Einarsdóttir
Brynjólfur Sveinsson: Viðar Gunnarsson
Daði Halldórsson: Elmar Gilbertsson
Sr. Sigurður Torfason: Jóhann Smári Sævarsson
Helga Magnúsdóttir: Elsa Waage
Ingibjörg Magnúsdóttir: Guðrún J. Ólafsdóttir
Sr. Hallgrímur Pétursson: Bergþór Pálsson
Sr. Torfi Jónsson: Ágúst Ólafsson
Þórður Þorláksson: Björn Ingiberg Jónsson
Listrænir stjórnendur
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Leikmynd: Gretar Reynisson
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar
Hvað myndir þú gera ef þú værir háttsettur læknir við stærsta sjúkrahús höfuðborgarinnar á leiðinni að flytja fyrirlestur ársins á norrænni læknaráðstefnu, nokkuð sem gæti fært þér yfirlæknisstöðu, fálkaorðu og fleiri eftirsóknarverðar vegtyllur – þegar á vettvang mætir, án þess að gera boð á undan sér, illa fyrirkölluð fyrrum kærasta á besta aldri ásamt afleiðingunum af ástarfundum ykkar nákvæmlega 18 árum og 9 mánuðum áður? Er þetta ekki ávísun á ógnarklúður?
Jón Borgar, vellukkaður og velkvæntur tauga- sérfræðingur hefur séð það svart um sína daga. En dagleg glíma hans með skurðhnífinn, þar sem hársbreidd skilur jafnan milli lífs og dauða, reynist hreinasti barnaleikur í samanburði við það sem hann á í vændum.
Borgarleikhúsið hefur áður sýnt gamanleiki Ray Cooney við gríðarlegar vinsældir og met- aðsókn, Viltu finna milljón? og nú síðast Nei, ráðherra! sem gekk í tvö leikár á Stóra sviðinu. Gísli Rúnar íslenskaði og heimfærði bæði verkin við afbragðs viðtökur.
Höfundur: Ray Cooney
Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir
Íslensk heimfærsla: Gísli Rúnar Jónsson
Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Leikarar: Hilmir Snær Guðnason,
Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda, Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson,
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Örn Árnason
Góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna
„VIÐ ERUM KANNSKI GLÆPAMENN … EN VIÐ ERUM ALLA VEGA EKKI ÓHEIÐARLEGIR“
Kenneth Máni, stærsti smáglæpamaður landsins, stelur senunni í Borgarleikhúsinu.
Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarps- þáttaröðinni Fangavaktin eftir Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörund Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason.
Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna”.
Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.
Höfundarnir Jóhann Ævar Grímsson og Saga Garðarsdóttir leiða nú saman krafta sína í fyrsta sinn í samvinnu við leikarann Björn Thors til að ljá Kenneth Mána loksins rödd á sviði Borgarleikhússins. Jóhann Ævar skrifaði ásamt fleirum Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina á meðan Saga var meðhöfundur síðasta Áramótaskaups, skrifaði pistla í Fréttablaðið og hélt fyrirlestra um mannsheilann.
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimi
★★★★1/2
SBH, Mbl.
Skáldsögur Kristínar Marju, Karitas án titils og Óreiða á striga, hafa notið mikilla vinsælda. Þær fjalla um líf listakonu á fyrri hluta síðustu aldar og hlutskipti kvenna á Íslandi fyrr og síðar, ekki síst þeirra sem hafa þráð að feta aðra slóð en samfélagið hefur ætlað þeim.
Í verkinu kynnumst við listakonunni og móðurinni Karitas sem hefur leitað skjóls í afskekktri sveit eftir að veröld hennar hefur hrunið. Minningabrot og andvökudraumar ásækja hana í hvítum bjarma jökulsins sem gnæfir yfir öllu. Móðurhjarta hennar er þjakað af sorg. Hugsanir um eiginmanninn sem hvarf úr lífi hennar fyrir þrettán árum sækja stöðugt á hana og löngunin til að hlýða kalli listagyðjunnar er knýjandi. Upp er runnin stund þar sem Karitas þarf að taka grundvallarákvörðun varðandi sjálfa sig og líf sitt.
Karitas er átakamikil og hrífandi saga um langanir og þrár, sorgir og ástríður og fórnirnar sem hamingjan og draumarnir geta krafist.
Karitas án titils var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006. Árið 2008 hlutu Karitas án titils og Óreiða á striga Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og voru tilnefndar til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.
eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson
Sívinsæl aðventusýning tíunda árið í röð!
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið verður nú sýnt tíunda leikárið í röð og eru sýningar orðnar yfir 200 talsins.
Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og
á okkar tímum.
Sýningar hefjast á Leikhúsloftinu í lok nóvember.
Aldurshópur: 2ja – 99 ára.