september | 2017 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from september, 2017

    Nýtt og glæsilegt leikár Tjarnarbíós er nú hafið!

    sep 11, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    imageedit_1_3049476336

     

     

     

     

     

     

     

    Nýtt og glæsilegt leikár Tjarnarbíós er nú hafið!

    Af því tilefni bjóðum við ykkur Tjarnarkortin á sérstöku vinaverði…

    10 miðar á 22.000 (í stað 25.000)
    4 miðar á 11.000 (í stað 12.000)
    Barnakortið á 8.500 (í stað 9.500)

    Besta og hagkvæmasta leiðin til að njóta spennandi leikárs í Tjarnarbíó!

    Tjarnarkortið er klippikort sem þú getur notað að vild, það er ekki bundið við eitt nafn svo hægt er að nota þá á marga vegu; kaupa eitt fyrir alla fjölskylduna saman, gefa í gjöf eða allt eftir hentugleika hvers og eins. Hverju korti fylgir einnig 15% afsláttur af öllu því sem Tjarnarbarinn hefur uppá að bjóða.

    Kynnið ykkur nánar þennan spennandi möguleika inná http://tjarnarbio.is

     

    Hellisbúinn snýr aftur

    sep 10, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hellisbúinn 1

    Hellisbúinn er líklega vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

    Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum.

    Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni, en Jóel er sjálfur einn fyndnasti maður sem hann þekkir, að eigin sögn.

    Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans.

    Hellisbúinn hefur þróast mikið síðan hann bankaði síðast uppá á Íslandi og er nú orðinn þrælkunnugur hinum ýmsu öppum.

    Hellisbúinn verður frumsýndur í Bæjarbíó, Hafnarfirði þann 7. september. Sýningar fara svo fram í Bæjarbíói og Gamla Bíó, Reykjavík.

    Ubbi kóngur sló í gegn í Mónakó

    sep 10, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ubbi Kóngur

    Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi leikritið Ubba kóng dagana 29. og 30. ágúst sl. í Théâtre Princesse Grace í Mónakó á hinni virtu alþjóðlegu leiklistarhátíð Mondial du Théâtre.

    Hátíðin er haldin í Mónakó fjórða hvert ár á vegum AITA/IATA, International Association of Amateur Theatre, og Studio de Monaco og þykir mikill heiður að vera boðin þátttaka í henni. 24 leikhópum er boðið að taka þátt hverju sinni og er þetta í þriðja sinn sem íslenskur leikhópur er valinn til þess að sýna á hátíðinni, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu að þessu sinni.

    Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur vorið 2015 og er þetta í annað sinn sem farið er út fyrir landsteinana með verkið. Leikarar eru 10 alls, tónlistin í verkinu er eftir Eyvind Karlsson og textar eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Eldjárn.

    Ubba kóngi var tekið með kostum og kynjum og hlaust sýningunni m.a. sá heiður að vera lokasýning hátíðarinnar.  Í dómi gagnrýnanda hátíðarinnar segir m.a. að leikstjórn Ágústu hafi verið einstaklega frumleg og margar kómískar lausnir nýttar til að skapa hughrif fyrir áhorfendur.  Íslenski hópurinn hafi komið skilaboðum höfundar um fáránleika forréttindastéttarinnar fullkomlega á framfæri ásamt því að setja sinn eigin lit á sýninguna með þeirri blöndu af örlæti og bilun sem einkennir íslenska þjóð.  Leikhópnum er þakkað það hugrekki að setja Ubba kóng upp á þennan óhefðbundna hátt, í anda hins upprunalega verks.  Það sé vegna sýninga sem þessarar sem Mondial leiklistarhátíðin sé til auk þess sem slíkar sýningar viðhaldi þeirri sérstöðu áhugaleikhússins fram yfir atvinnuleikhús að koma sífellt á óvart.

    Leikfélag Hafnarfjarðar nýtti hvert tækifæri á hátíðinni til þess að kynna bakgrunn sinn og menningu, m.a. í pallborðsumræðum. Á kynningarkvöldi var sungið fyrir gesti og þeir þjálfaðir í víkingaklappi, auk þess sem boðið var upp á brennivín, harðfisk með smjöri og íslenskan lakkrís.  Hópurinn bar þar að auki gjafir af ýmsu tagi til Mónakó og hefur vitinn í Hafnarfirði nú dreifst út um allan heim í barmi annarra þátttakenda.

    Breytingar í stjórn Leikfélags Reykjavíkur

    sep 7, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Borgarleikhúsið

     

    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur látið af störfum sem formaður Leikfélags Reykjavíkur vegna annarra starfa.  Eggert Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur varaformaður, hefur tekið við sem formaður félagsins.  Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er nýr varaformaður, en Ármann Jakobsson tekur við starfi ritara af Ingibjörgu.  Bessí Jóhannsdóttir kemur inn í stjórnina sem meðstjórnandi, en var áður varamaður.  Himar Oddsson er áfram meðstjórnandi og Finnur Oddsson varamaður.  Nýr varamaður er Védís Hervör Árnadóttir.

    Leikfélag Reykjavíkur rekur Borgarleikhúsið undir samstarfssamningi við Reykjavíkurborg.  Leikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir og framkvæmdastjóri Berglind Ólafsdóttir.

    Fjörugur og skapandi vetur framundan

    sep 7, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Veislukort

    Framundan er metnaðarfull og fjörug dagskrá sem gleður og nærir andann. Leiðarljósið er frumsköpun leikskálda af svlðinu og að nýta krafta þess sviðslistafólks sem hér er búsett ásamt því að taka á móti gestasýningum sem auka fjölbreytni og dýpka leikhúsupplifun áhorfenda á öllum aldri.

    Leikfélag Akureyrar æfir nú í Samkomuhúsinu sýninguna Kvenfólk eftir Hund í óskilum. Í sýningunni fara þeir félagar í Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Sýningin verður frumsýnd þann 29. september og sýnd í október og nóvember í Samkomuhúsinu.

    Um Hund í Óskilum

    Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið. En Öldina okkar unnu þeir ennig með Agústu Skúladóttur.

    Um Kvenfólk

    Kvenfólk – Kvennasagan á hundavaði er drepfyndin sagnfræði með söngvum. Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.  Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar.

    Um Leikfélag Akureyrar

    Leikfélag Akureyrar varð hundrað ára þann 19. apríl þessa árs og er því sprellfjörugur öldungur. Kvenfólk er 323 sviðsetning Leikfélags Akureyrar og er ein af þremur leiksýningum sem LA setur upp leikárið 2017-2018. Saga félagsins er algerlega samofin sögu þess samfélags sem það sprettur úr fyrst sem áhugaleikhús og svo sem atvinnuleikhús. Leiksýningar félagsins hafa orðið að segul fyrir áhorfendur heima og handan heiða. Auk þess hefur félagið gert strandhögg með sínar leiksýningar í höfuðborginni við frábæran orðstír.

     

    Bókmenntaganga – Tímaþjófurinn

    sep 6, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Tímaþjófurinn

    Menningarhús Grófinni, laugardag 9. september kl. 15.00 – 16.30

    Borgarbókasafnið og Þjóðleikhúsið bjóða til bókmenntagöngu um söguslóðir skáldsögunnar Tímaþjófsins eftir Steinunni Sigurðardóttur, en gangan var fyrst farin á vormánuðum. Tímaþjófurinn kom út árið 1986 og sló þá í gegn, en Þjóðleikhúsið frumsýndi leikrit í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur, byggt á bókinni, nú í vor. Göngunni lýkur í Kassanum, þar sem gestir fá innsýn í heiminn handan tjaldsins og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona les úr bókinni.

    Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni. Gengið verður um söguslóðir Tímaþjófsins og lesið úr verkinu, en áð verður í Hólavallakirkjugarði, Dómkirkjunni og við Menntaskólann í Reykjavík. Steinunn Sigurðardóttir slæst sjálf í hópinn og spjallar við göngufólk. Göngunni lýkur með heimsókn í Þjóðleikhúsið, sem opnar Kassann fyrir göngufólki. Þar taka Una Þorleifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, höfundur leikgerðar og Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, á móti fólki. Nína Dögg les úr bókinni og skyggnst verður inn í ferðalag Öldu af síðum skáldsögu og inn í sviðsljósið.

    Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Kaffi og kleinur gegn vægu gjaldi.

    Sýningar á Tímaþjófnum hefjast að nýju laugardagskvöldið 9. september.

    Sýningarfjöldi er takmarkaður, og nú þegar er uppselt á nokkrar sýningar.

     

    Fjölmennt leikhúskaffi fyrir sýninguna 1984

    sep 4, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    1984 - 3

    Fimmtudaginn 31. ágúst var haldið svokallað Leikhúskaffi þar sem leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður sýningarinnar 1984, sem verður frumsýnd 15. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, kynntu verkið og þeirra nálgun fyrir gestum.

    Fyrri hluti kynningarinnar fór fram í Borgarbókasafninu í Kringlunni þar sem Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri, kynnti verkið, leikgerðina og nálgun leikhópsins á verkið fyrir þeim rúmlega 50 gestum sem mættu á viðburðinn. Eftir það fór hópurinn inn á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, sýndi leikmyndina og útskýrði fyrir hópnum hugmyndina á bakvið hana.

    Leikhúskaffið þótti takast einkar vel og var mikil ánægja á meðal gestum sem og aðstandenda sýningarinnar. Þetta var fyrsta Leikhúskaffi af þremur í vetur, en þetta er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Borgarbókasafns. Næsta verk sem kynnt verður á Leikhúskaffi er Medea.

    Leiklistarskólinn Opnar dyr; nýtt námskeið að hefjast

    sep 4, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    namskeið Opnar dyr

    Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur verið starfandi í rúm 9 ár og fjöldi manns hefur komið á námskeið og líst því yfir á eftir að námskeiðið hafi hjálpað þeim bæði persónulega og í starfi. „Stórkostleg upplifun & frábær skemmtun – Frábært að fá að gera eitthvað algjörlega nýtt, krefjandi og skapandi“ er meðal annars það sem nemendur hafa sagt um námskeiðið.  Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar stofnuðu skólann á sínum tíma en þau hafa bæði mikla reynslu af því að kenna. „Okkur fannst hreinlega vanta svona námskeið þar sem fullorðnir fengju tækifæri til að læra leiklist og í leiðinni að þroska sig og efla sjálfstraust í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar.“

    Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur það að markmiði að gefa fullorðnu fólki tækifæri til að kynnast leikrænni tjáningu í afslöppuðu og öruggu umhverfi.  Leiklistarnámskeiðið býður uppá skapandi leiklist og sjálfstyrkingu. Meðal annars er unnið með eigin sögur, sögur spunnar og tjáðar á ýmsa vegu. Frásögn gegnum líkamann og með aðferðum trúðsins svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið inná núvitund í leiklist,

    Allir hafa þörf fyrir að tjá sig og með því að efla leikræna hæfileika sína með skemmtilegum æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og ímyndunarafl fær fólk tækifæri til að þroska sjálfsöryggi á skapandi hátt. Námskeiðið hentar því öllum sem vilja tjá sig af öryggi hvort sem er í lífinu eða í leik.

    Í haust verður einnig boðið uppá annarskonar námskeið, meðal annars ritlistar- og sagnanámskeið en þau verða auglýst síðar.

    Námskeiðið er ætlað 17 ára og eldri og er í Listdansskólanum Engjateigi 1, 105 Reykjavík. Námskeiðið er á miðvikudögum 20.15-22.30  og hefst miðvikudaginn 20. sept. og verður í 9 skipti. Hægt er að hafa samband á netfangið iceolof@hotmail.comeða í síma; 845-8858.

    Fleiri umsagnir:

    „Ég mæli SKO 100% með námskeiðinu – Það er uppbyggjandi og svo svakalega skemmtilegt – Mikið hlegið og leikið sér“

    „Gjörsamlega frábær námskeið sem efla sjálfstraust – og auðvelda manni að vera maður sjálfur í öllum aðstæðum. Kennarar til fyrirmyndar“

    Ubbi á leið til Mónakó

    sep 1, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ubbi Kóngur

    Allt er pakkað og klárt fyrir ferð Leikfélags Hafnarfjarðar á Mondial du Théâtre í Mónakó, en félagið sýnir þar Ubba kóng í næstu viku.

    Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur vorið 2015.  Farið var með verkið á leiklistarhátíð í Austurríki í fyrra og nú leggur Ubbi enn á ný upp í langferð.

    Mondial du Théâtre er haldin í Mónakó fjórða hvert ár á vegum AITA/IATA, International Association of Amateur Theatre, og Studio de Monaco.  24 leikhópum er boðið að taka þátt hverju sinni og sýnir hver leikhópur tvisvar sinnum.  Sýningar LH á Ubba kóngi verða dagana 29. og 30. ágúst í Théâtre Princesse Grace.

    Leikfélagið er afar stolt af því að hafa verið valið til þátttöku á fremstu leiklistarhátíð heims á vettvangi áhugaleikhúss og er spennan í leikhópnum orðin mikil.  Leikarar eru 10 alls, tónlistin í verkinu er eftir Eyvind Karlsson og textar eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Eldjárn.  Steingrímur Gautur Kristjánsson þýddi.

    Síður:«123»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!