Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Natan Jónsson – minningar frá Bordeaux

    des 16, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er leikstjóri og handritshöfundur. Um þessar mundir vinn ég að því að setja á svið fyrsta leikritið mitt í Tjarnarbíó.

    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Hrútur.

    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég var bíófíkill og langaði alltaf að verða leikstjóri.

    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég er hugmyndaríkur en þarf að bæta mig í skipulaginu.

    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Jólamaturinn hjá mömmu.

    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Mávurinn. Stórglæsileg.

    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Ég er ennþá mikill kvikmynda unnandi. Svo finnst mér gaman að lesa.

    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Ég er alæta þegar kemur að tónlist. En ætli ég hlusti ekki mest á klassískt rokk.

    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Hópefli. Það hefur þveröfug áhrif á mig.

    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Kaffihúsin í miðbænum. Mér finnst þægilegt að setjast inn á kaffihús til þess að skrifa eða hitta vini.

    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Bordeaux í frakklandi. Var þar í hálft ár að læra frönsku. Margar góðar minningar þaðan.

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.

    Eiga hund eða kött?
    Hund.

    Borða heima heima eða úti daglega?
    Úti.

    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Kvöldin.

    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Bjór.

    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.

    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.

    Veldu: Sturtu eða bað?
    Bað.

    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Get ekki gert upp á milli.

    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Framleiðinn.

    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Samfarir hamfarir verður frumsýnt 21. janúar í Tjarnarbíó.

    Láttu bara eins og ég sé ekki hérna

    des 12, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    lattubaraeinsogegseekkiherna storVerkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna er grískur þátttökuharmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt. Þau bjóða áhorfendum að koma í leikhúsið og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu.

    Verkið veltir því upp hvað það þýðir að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits og hvernig við sköpum sjálfsmynd okkar þegar einkalífið er orðið að eign stjórnvalda og stórfyrirtækja.

    ATH: Óhefðbundinn sýningartími og takmarkaður miðafjöldi.

    Verkefnið er uppfærsla leikhópsins Sóma þjóðar. Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir, ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt eignarhald allra þáttakenda verkefna, og deilda listræna ábyrgð.

    Öllum aðstandendum er frjálst að taka þátt í öllum stigum og sviðum listsköpunarinnar og sækja innblástur og aðstoð að sama skapi á þverfaglegum grundvelli.

    Að verkinu standa:
    Hannes Óli Ágústsson
    Karl Ágúst Þorbergsson
    Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
    Sara Hjördís Blöndal
    Salóme R. Gunnarsdóttir
    Tryggvi Gunnarsson
    Sigurður Arent Jónsson

    Sýningar
    2. desember kl. 18, 19 og 20
    9. desember kl. 18, 19 og 20
    10. desember kl. 18, 19 og 20
    13. desember kl. 17, 18 og 19

    Predator

    des 10, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    predator stórPredator
    Je souffre
    Ég finn til

    Við erum stödd í ljósaskiptunum milli grísks harmleiks og tekknó-maníu. Í þremum þáttum varpar PREDATOR fram birtingarmyndum þjáningar, náð hennar og fegurð:

    I. Að finna til í fegurðinni
    II. Að finna til í striti og velúr
    III. Að finna til í náðinni

    Sýnt þann 13. janúar klukkan 21:00 í Tjarnarbíói.

    Höfundur: Saga Sigurðadóttir
    Tónlist: Hallvarður Ásgeirsson, Guðmundur Ingi Úlfarsson & Ívar Pétur Kjartansson
    Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
    Flytjendur: Elín Signý W Ragnarsdóttir, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Heba Eir Kjeld, Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Oddur Júlíusson, Sigurður Arent Jónsson, Védís Kjartansdóttir, Guðmundur Ingi Úlfarsson og Ívar Pétur Kjartansson.

    Verkið var frumflutt á Reykjavik Dance Festival 2014 og naut stuðnings frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

    Seinni samlestur

    des 9, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hugleikursamlestur stórMánudaginn 14. desember verður seinni samlestur á vorverkefni Hugleiks haldinn (sá fyrri var sunnudaginn 6. des.)

    Um er að ræða nýtt leikrit eftir Ármann Guðmundsson en hann mun jafnframt leikstýra því. Verkið, sem ekki hefur hlotið nafn ennþá, fjallar um ástir, örlög og óteljandi morð í íslenskri 19. aldar sveit. Allir sem hafa áhuga á að leika – og syngja því að hugleikskum sið verður að sjálfsögðu tónlist í verkinu – eða koma að sýningunni með einhverjum öðrum hætti eru velkomnir á þennan samlestur. Stefnt er að því að hefja æfingar í byrjun mars og er frumsýning fyrirhuguð um miðjan apríl. Leikhópurinn verður hins vegar skipaður fyrir jól og undirbúningur hafinn.

    Sporvagninn Girnd

    des 8, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sporvagningirnd stór

    Jólasýning Þjóðleikhússins er Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Frumsýning er 26. desember á Stóra sviðinu.

    Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.

    Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.

    Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári. Nína Dögg Filippusdóttir leikur hina viðkvæmu Blanche DuBois, aðrir leikarar eru Baltasar Breki, Lára Jóhanna, Baldur Trausti, Edda Arnljótsdóttir, Guðjón Davíð, Hallgrímur Ólafsson, Ísak Hinriksson, Lilja Guðrún og Pálmi Gestsson.

    OPNUM OKKUR!

    des 5, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    opnum okkur stórFjórir flóttamenn segja sögu sína á stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn 5. desember klukkan 13.
    Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir!

    Í samstarfi við Rauða krossinn blæs Borgarleikhúsið til dagskrár um málefni flóttamanna.

    Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars af hjálparstarfsmönnum.

    —————–
    Four refugees tell their story on the big stage at Reykjavik city theatre / Borgarleikhusid on Saturday dec 5th at 1PM.
    Free entrance. Everybody is welcome!

    Borgarleikhusid in cooperation with the Red cross in Iceland are throwing an event about refugees and their stories.

    Icelandic actors, Halldóra Geirharðsdóttir and Bergur Þór Ingólfsson are going to leed the conversation. Also there will be short lectures from members of the Red cross.

    Matthildur í Selásskóla

    des 4, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    matthilduuur stór

    Leiklistarhópur Selásskóla samanstendur af 20 börnum á aldrinum 6 til 12 ára og þau frumsýna nú hér á landi söngleikinn Matthildi sem er saminn af Dennis Kelly og byggður á samnefndri bók eftir Roald Dahl. Sýningin tekur um tvo tíma með hléi og er aðgangur ókeypis, sýnt er í matsalnum í Selásskóla. Með aðalhlutverk fara Klara Schweitz Ágústsdóttir og Soffía Kristín Jónsdóttir. Leikstjóri og þýðandi er Halldóra Jónasdóttir.

    Leikritið fjallar um fimm ára stúlku að nafni Matthildur, sem er hvergi metin að verðleikum. Heima á hún foreldra sem skipa henni að horfa á sjónvarpið og svindla á saklausu fólki. Hún kennir sjálfri sér að lesa og er ofur klár. Þegar hún upplifir svo fyrsta skóladaginn sinn verður hún fyrir miklum vonbrigðum því skólastjórinn er hrikalega vond manneskja með alltof margar reglur. Sem betur fer er kennarinn hennar yndislegasta manneskja sem Matthildur hefur nokkurntímann hitt og fljótlega verða þær góðir vinir. Matthildur þolir ekki óréttlæti og vill koma á réttlæti í skólanum, einn daginn uppgötvar hún töfrakrafta sem koma að góðum notum.

    Sýningartímar:

    5. desember kl. 13:00
    5. desember kl. 16:00
    6. desember kl. 13:00
    6. desember kl. 16:00

    Sýnt verður í salnum í Selásskóla.

    Njála

    des 1, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    njála stór1

    Njála er nýtt íslenskt leikverk eftir þá Þorleif Örn Arnarsson og Mikael Torfason sem byggir á Brennu-Njálssögu, einni ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú.  Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar, þau Gunnar, Skarphéðinn, Njáll, Hallgerður og Bergþóra eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags. Leikhópurinn undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar ásamt Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og dansara, munu tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem verður í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður! 

    Mikael Torfason er blaðamaður og rithöfundur og vakti fyrst athygli með skáldsögunni Falskur fugl sem kom út árið 1997, síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur og leikritið Harmsögu. Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð sem leikstjóri hérlendis og erlendis og hefur unnið m.a. unnið leikgerðirnar að Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. 

    Erna Ómarsdóttir er vafalaust einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hafa verk hennar verið sýnd á hinum ýmsu dans- og listahátíðum víða um heim. Hún hefur unnið með nokkrum af fremstu dans- og sviðslistahópum Evrópu og listamönnum á borð við Jan Fabre, Sidi Larbi Cherkaoui, Björk, Jóhanni Jóhannsson og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna hefur víða vakið athygli fyrir sinn einstaka stíl og hlotið mikið lof fyrir verk sín, núna síðast fyrir verkið Black Marrow sem hún samdi ásamt Damien Jalet, en það verk var einmitt tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2015 sem Sýning ársins.

     

    300 sýningin!

    nóv 29, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    howtobecomeicelandicin60min

    Laugardaginn 28. nóvember 2015 var 300 sýningin af How to become Icelandic in 60 minutes sýnd í Hörpu.

    Höfundur verksins er Bjarni Haukur Þórsson og leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason.

    Þetta er fjórða árið sem verkið hefur verið í sýningu í Hörpu. How to become Icelandic in 60 minutes er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja að verða Íslendingar. Þetta er sprenghlægileg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Samstarf Bjarna Hauks og Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra getið af sér þrjár vinsælar sýningar; Hellisbúann, Pabbann og Afann.

    Þetta er grín, án djók í Hörpuna.

    nóv 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    þetta er grín án djóks stór

    Þetta er grín á leið í Hörpuna, án djóks.

    Menningarfélag Akureyrar mun senn fara með verkið Þetta er grín, án djóks í leikferð í höfuðborgina, en leikritið verður flutt í Eldborgar-sal Hörpu þann 28.nóvember. Þetta er grín án djóks, er sviðsetning Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarhúsið Hof og er samið af þeim Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur sem jafnframt leika aðalhlutverkin. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson.

    Saga og Dóri eru uppistandarar og þau eru líka kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn?

    Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í haust og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri til þess að njóta hennar.

    Aðeins þessi eina sýning er fyrirhuguð í Reykjavík. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á vef Hörpu og á tix.is.

    Síður:«1...70717273747576...91»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!