Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?
Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi.
Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir.
6. sýning – umræður eftir sýningu. 7. sýning – textun á ensku og íslensku.
Marius von Mayenburg leikstýrir eigin verki í Þjóðleikhúsinu.
Mayenburg-hátíð í október og nóvember
Þjóðleikhúsið efnir til Mayenburghátíðar í október og nóvember og sýnir öll verkin. Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið en í kjölfarið stakar sýningar á eftirfarandi dögum á fyrri verkunum tveimur, auk sýninga á Ekki málið:
Ný íslensk leikgerð byggð á einni þekktustu barnabók heims. Bókin kom fyrst út árið 1942 og hefur ætíð síðan notið gífurlegra vinsælda og komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Nú birtist Palli í fyrsta skiptið á íslensku leiksviði. Söguna þarf vart að kynna en hún segir frá stráknum Palla sem vaknar og áttar sig á því að hann er einn í heiminum. Það rennur hinsvegar fljótt upp fyrir honum að það er fátt skemmtilegt í lífinu þegar maður hefur engan til að vera með…
Frábær leikhúsupplifun fyrir fjölskyldur á öllum aldri.
Höfundur bókar: Jens Sigsgaard
Leikari: Ólafur Ásgeirsson
Leikgerð & leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson
Tónlist & leikhljóð: Frank Hall
Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
Grafík: Steinar Júlíusson
Framleiðandi: Íslenska leikhúsgrúppan ehf.
Uppsetningin er gerð í samvinnu við fjölskyldu Jens Sigsgaard og Gyldendal Forlag Danmark Aps.
Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.
María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar – lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.
Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið
Það er sumarið 2007 og lífið er ljúft. Leiðir tveggja ólíkra karlmanna tvinnast saman á ströndum Playa Buena. Fjölskyldufaðirinn Ólafur hefur þaulskipulagt fríið til að styrkja tengslin við fjarlægan táningsson sinn. Allt fer úr skorðum þegar hann ruglast á töskum við sveimhugann Hannes, sem er á Playa Buena í allt öðrum erindagjörðum. Í þessari sólstrandarflækju þurfa tveir pabbastrákar að fóta sig í heimi kvartbuxna, krampa og karaoke-bara.
Hákon Örn Helgason meðlimur grínhópsins VHS og Helgi Grímur Hermannsson einn höfunda How to Make Love to a Man leiða saman hesta sína í verkinu, þar sem kómísku ljósi er varpað á sambönd sona og feðra.
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
Höfundar og flytjendur: Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson Ljósahönnun: Magnús Thorlacius Plakat & hönnun: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir Framkvæmdastjórn: Sverrir Páll Sverrisson
Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.
Hugleikur Dagsson mætir með nýtt uppistand í Tjarnarbíó.
Hugleikur Dagsson er kominn aftur heim eftir langa veru í húmorslausasta landi heims, Þýskalandi. Hann á svo mikið af nýju efni að hann er hreinlega að springa . Þegar spurður um titil sýningarinnar sagði Hugleikur ,,Ekki hugmynd-uppistands eitthvað“ og sá titill stendur enn enda mun hann fara um víðan völl í uppistandi sínu.. Hugleikur mun fá alls kyns grínara til að hita upp fyrir hverja sýningu. Þetta verður eitthvað rosalegt. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Hugleik á sviði á Íslandi loksins!
Madame Tourette verður í Þjóðleikhúsinu í september.
Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!