Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?
Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi.
Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir.
6. sýning – umræður eftir sýningu. 7. sýning – textun á ensku og íslensku.
Marius von Mayenburg leikstýrir eigin verki í Þjóðleikhúsinu.
Mayenburg-hátíð í október og nóvember
Þjóðleikhúsið efnir til Mayenburghátíðar í október og nóvember og sýnir öll verkin. Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið en í kjölfarið stakar sýningar á eftirfarandi dögum á fyrri verkunum tveimur, auk sýninga á Ekki málið:
Ný íslensk leikgerð byggð á einni þekktustu barnabók heims. Bókin kom fyrst út árið 1942 og hefur ætíð síðan notið gífurlegra vinsælda og komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Nú birtist Palli í fyrsta skiptið á íslensku leiksviði. Söguna þarf vart að kynna en hún segir frá stráknum Palla sem vaknar og áttar sig á því að hann er einn í heiminum. Það rennur hinsvegar fljótt upp fyrir honum að það er fátt skemmtilegt í lífinu þegar maður hefur engan til að vera með…
Frábær leikhúsupplifun fyrir fjölskyldur á öllum aldri.
Höfundur bókar: Jens Sigsgaard
Leikari: Ólafur Ásgeirsson
Leikgerð & leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson
Tónlist & leikhljóð: Frank Hall
Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
Grafík: Steinar Júlíusson
Framleiðandi: Íslenska leikhúsgrúppan ehf.
Uppsetningin er gerð í samvinnu við fjölskyldu Jens Sigsgaard og Gyldendal Forlag Danmark Aps.
Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.
María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar – lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.
Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið
Það er sumarið 2007 og lífið er ljúft. Leiðir tveggja ólíkra karlmanna tvinnast saman á ströndum Playa Buena. Fjölskyldufaðirinn Ólafur hefur þaulskipulagt fríið til að styrkja tengslin við fjarlægan táningsson sinn. Allt fer úr skorðum þegar hann ruglast á töskum við sveimhugann Hannes, sem er á Playa Buena í allt öðrum erindagjörðum. Í þessari sólstrandarflækju þurfa tveir pabbastrákar að fóta sig í heimi kvartbuxna, krampa og karaoke-bara.
Hákon Örn Helgason meðlimur grínhópsins VHS og Helgi Grímur Hermannsson einn höfunda How to Make Love to a Man leiða saman hesta sína í verkinu, þar sem kómísku ljósi er varpað á sambönd sona og feðra.
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
Höfundar og flytjendur: Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson Ljósahönnun: Magnús Thorlacius Plakat & hönnun: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir Framkvæmdastjórn: Sverrir Páll Sverrisson
Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.
Hugleikur Dagsson mætir með nýtt uppistand í Tjarnarbíó.
Hugleikur Dagsson er kominn aftur heim eftir langa veru í húmorslausasta landi heims, Þýskalandi. Hann á svo mikið af nýju efni að hann er hreinlega að springa . Þegar spurður um titil sýningarinnar sagði Hugleikur ,,Ekki hugmynd-uppistands eitthvað“ og sá titill stendur enn enda mun hann fara um víðan völl í uppistandi sínu.. Hugleikur mun fá alls kyns grínara til að hita upp fyrir hverja sýningu. Þetta verður eitthvað rosalegt. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Hugleik á sviði á Íslandi loksins!
Madame Tourette verður í Þjóðleikhúsinu í september.
Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Ást Fedru eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Kassanum föstudaginn 9. september.
Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane í Kassanum föstudaginn 9. september en það er jafnframt frumflutningur verksins á Íslandi. Í aðalhlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir,
sem snýr aftur á svið Þjóðleikhússins eftir nær tíu ára fjarveru, og Sigurbjartur Sturla Atlason. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu, og er það frumraun hennar í Þjóðleikhúsinu. Sarah Kane er eitt áhrifamesta breska samtímaleikskáldið.
Sarah Kane (1971-1999) er eitt áhugaverðasta leikskáld síðari tíma og verk hennar höfðu afgerandi áhrif á leikritun í heiminum og eru orðin sígild. Þau hafa í senn heillað fólk og gengið fram af því, eru hrá, hugvitssamleg, fyndin og full af sprengikrafti. Leikritið Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði.
Ást Fedru er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Verkið talar beint inn í samtímann og veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins.
Margrét Vilhjálmsdóttir gengur nú á ný til liðs við Þjóðleikhúsið, í hlutverki Fedru. Aðrir leikarar eru Sigurbjartur Sturla Atlason, Þuríður Blær Hinriksdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
Leikstjóri er Kolfinna Nikulásdóttir en hún nálgast gróteskan efniviðinn á ferskan hátt og varpar óvæntu ljósi á fegurð mannskepnunnar í kraftmikilli uppfærslu. Kolfinna leikstýrði meðal annars óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.
Í fyrsta sinn í Tjarnarbíói: Sundlaug á sviði! SUND er sjónrænt, gamansamt og blautt leikverk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga. Hvað hlerum við í sundi? Hvers vegna eru túristar alltaf með handklæði á bakkanum og hvað gerist eiginlega í kvöldsundi? Í verkinu SUND sjáum við tónlistarmann, dansara og leikara bregða sér í hlutverk sundgesta og gefa okkur súrrealíska innsýn inn í musteri íslenskrar menningar, sundlaugina.
Höfundur og leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson
Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson
Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason
Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions
Flytjendur:
Andrean Sigurgeirsson
Erna Guðrún Fritzdóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Kjartan Darri Kristjánsson
Þórey BirgisdóttirVerkefnið er styrkt af Sviðslistarsjóði.
Glæný leikrit og sígild meistaraverk, þar sem tekist er á við brýn samfélagsmál, ásamt stórsýningum fyrir alla fjölskylduna
Byltingarkennt áskriftarkort fyrir ungt fólk í anda Spotify og Storytel, auk hefðbundinna, sívinsælla leikhúskorta
7. sýning hvers verks á Stóra sviðinu verður textuð á ensku og íslensku
Erlent samstarf og ný, spennandi íslensk verk á fjölbreyttu leikári
75. leikár Þjóðleikhússins er nú hafið en sýningar hefjast um næstu helgi á Draumaþjófnum. Boðið verður upp á nýtt áskriftarfyrirkomulag fyrir ungt fólk í anda Spotify og Storytel til viðbótar við hið hefðbundna áskriftarkort sem nýtur mikilla vinsælda. Af öðrum nýjungum má nefna að 7. sýning verka á Stóra sviðinu verður textuð á íslensku og ensku. Fræðslustarf er eflt og leikhúsið stendur fyrir leikferðum um land allt.
Nýtt og fjölbreytt leikár er nú að hefjast. Leikárið samanstendur af metnaðarfullum verkum sem takast á við fjölbreytileika lífsins, vináttuna, ástina og gleðina en fjalla líka um samskipti kynjanna, umhverfismálin og stríðsrekstur, svo fátt eitt sé nefnt. Stórar fjölskyldusýningar og glæný íslensk verk verða einnig á dagskrá, svo öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Framhald verður á vel heppnuðu erlendu samstarfi við margt fremsta leikhúslistafólk heims, t.d. með því að heimsfrumsýna síðasta hlutann í þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn hans sjálfs en fyrri hlutarnir tveir, Ellen B. og Ex., voru sigurvegarar Grímunnar í ár og fylltu Þjóðleikhúsið á vormánuðum. Öll verkin þrjú verða sýnd nú í haust.
Mútta Courage og börnin í uppsetningu Unu Þorleifsdótturverður frumsýnt á Stóra sviðinu í október, Edda í uppsetningu Þorleifs Arnar verður jólasýningin og fjölskyldusýningin Frost í leikstjórn Gísla Arnar verður frumsýnd hér í byrjun mars, en uppfærsla hans á verkinu í Osló verður frumsýnd nú í haust. Eltum veðrið er sprúðlandi fyndin sýning flutt og samin af okkar fremstu gamanleikurum, Saknaðarilmur er nýtt leikrit eftir Unni Ösp sem er byggt á sögum Elísabetar Jökulsdóttur en sami hópur stendur að sýningunni og skapaði verðlaunasýninguna Vertu úlfur, og nú er það Björn Thors sem leikstýrir. Ebba Katrín mun leika eitt athyglisverðasta nýja leikrit samtímans, Orð gegn orði í leikstjórn Þóru Karítasar en Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir kraftmikilli uppsetningu á hinu goðsagnarkennda verki Söruh Kane, Ást Fedru. Á vordögum mun leikhópurinn Complicité sýna, í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri leiðandi leikhús í Evrópu, uppsetningu á Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tocarczuk. Fjölmargar barnasýningar verða í boði á minni sviðum og í leikferðum en Draumaþjófurinn heillar áfram nú í haust.
Spennandi nýjungar fyrir ungmenni – áskriftir í anda Spotify og Storytel Á þessu leikári verður boðið upp á glænýja áskriftarleið sem galopnar leikhúsið fyrir ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. Fyrir aðeins 1.450 kr. á mánuði geta ungmenni séð allar sýningar Þjóðleikhússins eins oft og hver og einn vill. Notendur þurfa ekki að bóka sig með löngum fyrirvara, því kortið gildir á sýningar samdægurs. Fyrirkomulagið er sambærilegt við það sem áskrifendur að Spotify, Storytel eða Netflix þekkja vel, og á svipuðu verði. Með þessu lækkar leikhúsið verðþröskuldinn sem oft hefur hindrað ungt fólk í að koma í leikhús og kynnir nútímalegt fyrirkomulag sem ungu fólki líkar.
7. hver sýning á Stóra sviðinu verður textuð á íslensku og ensku Önnur spennandi nýjung er sú að 7. sýning hvers verks a Stóra sviðinu verður textuð á ensku og íslensku og þannig opnum við leikhúsið fyrir enn fleirum. Áfram er boðið upp á umræður að lokinni 6. sýningu. Hefðbundin leikhúskort eru enn í boði en með þeim geta leikhúsgestir tryggt sér þrjár eða fleiri sýningar með 30% afslætti.
Fjölbreytt dagskrá verður í Kjallaranum sem hefur fest sig í sessi sem einstaklega áhugaverður vettvangur hópa sem hafa í gegnum söguna dansað á jaðrinum og blómstrað í reykmettuðum bakhúsum, á klúbbum og börum.
Aukinn kraftur í fræðslustarfi og nýr leikhússkóli í burðarliðnum Í vetur verður boðið upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá. Sem fyrr verður elstu bekkjum leikskóla boðið í leikhús og farið verður með sýningar víða um land, bæði sem skólasýningar og opnar sölusýningar. Nýr leikhússkóli fyrir ungt fólk verður kynntur á næstu vikum. Framhald verður á vel heppnuðu samstarfi við Endurmenntun um fróðleg og spennandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Sýningin Ég get fer í leikferð um landið síðar í haust. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, þann 3. desember, verður haldin leikhúsveisla á Stóra sviði Þjóðleikhússins en það er jafnframt lokaviðburður hátíðahalda í tilefni tuttugu ára afmælis Listar án landamæra.
House of Revolution Þjóðleikhúsið býður listafólki með ólíkan bakgrunn, úr ólíkum menningarkimum að láta ljós sitt skína í Kjallaranum. Á þessu leikári er það R.E.C. Arts Reykjavík sem sér um listræna stjórnun verkefnisins fyrir Þjóðleikhúsið.
Nú gefst ungu fólki kostur á að nýta sér sýningar Þjóðleikhússins á mun betri kjörum en áður hefur þekkst.
Þjóðleikhúsið mun á næstu dögum kynna glænýja áskriftarleið fyrir ungt fólk á aldrinum 15 – 25 ára sem veitir þeim aðgang að öllum sýningum leikhússins á leikárinu, eins oft og hver vill á mun lægra verði en áður hefur þekkst í leikhúsum hérlendis. Um er að ræða áskriftarform í ætt við þá sem þekkist hjá Spotify, Netflix, Storytel og sambærilegum veitum þar sem greitt er mánaðargjald gegn ótakmarkaðri notkun. Verðinu er mjög stillt í hóf, en fyrir aðeins 1.450 kr. á mánuði býðst ungu fólki að sjá allar sýningar leikhússins eins og oft og það kýs.
Stjórnendur leikhússins segja að þetta sé byltingarkennd leið til að opna leikhúsið enn frekar fyrir ungu fólki en í þeim hópi er stór hópur leikhúsunnenda en fyrir marga er verðið hár þröskuldur. Með fastri áskrift í tíu mánuði býðst áskrifendum að tryggja sér miða samdægurs, eins oft og hugurinn girnist. Með þessari leið vill Þjóðleikhúsið tryggja að dyr leikhússins verði galopnaðar fyrir ungu fólki, en verð á leiksýningar hefur reynst vera helsta hindrunin í að þessi hópur sæki leikhús.
Þjóðleikhúsið mun afhjúpa fjölbreytt og metnaðarfullt, nýtt leikár í næstu viku og þá hefst sala á nýju opnu kortunum samhliða sölu hefðbundinna áskriftarkorta. Á komandi leikári mun Þjóðleikhúsið einnig kynna fjölmargar aðrar nýjungar sem miða að því að opna leikhúsið enn frekar, t.a.m. verður 7.sýning hvers verks textuð á íslensku og ensku.