nóvember | 2021 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from nóvember, 2021

  Í fylgd með fullorðnum

  nóv 25, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Í fylgd með fullorðnum er nýtt leikrit með lögum Bjartmars Guðlaugssonar

  Í fylgd með fullorðnum er nýtt leikrit eftir Pétur Guðjónsson sem Leikfélag Hörgdæla mun frumsýna í mars á næsta ári. Áheyrnarprufur verða haldnar á Melum í Hörgárdal sunnudaginn 5.desember milli 10 og 14.

  Leitað er eftir leikurum á öllum aldri, um barna og unglingahlutverk er líka að ræða. Æfingar munu fara fram á Melum í febrúar og mars. Frumsýnt í mars. Áhugasamir sendi póst á leikfelaghorgdaela@gmail.com og við sendum til baka hvernig prufur fara fram og nánari tímasetningu.

  Í fylgd með fullorðnum fjallar um Birnu sem stendur á tímamótum í lífinu. Það má segja að seinni hálfleikur blasi við. Hún lítur um öxl og ýmislegt kemur í ljós og margt er þar óuppgert. Birna segir okkur söguna af sjálfri sér, foreldrunum Krissý og Sumarliða og fyrstu ástinni honum Engisprettu-Haraldi. Sagan er í senn drepfyndin, grátbrosleg, dramatísk og sorgleg en líka bráðfjörug.

  Eins og nafnið gefur til kynna er leikritið byggt á tónlist Bjartmars Guðlaugssonar, en Pétur, höfundur og leikstjóri hefur borið þá hugmynd með sér um alllangt skeið að skrifa leikrit með tónlist hans. Frumsýning 2022 er engin tilviljun því það ár verður Bjartmar sjötugur og sýningin sett upp honum til heiðurs.
  Pétur Guðjónsson er eigandi Draumaleikhússins og hefur í gegnum tíðina skrifað leikrit, ýmist einn eða með öðrum. Auk þess sinnir hann leikstjórn, kennslu, stuttmyndagerð og viðburðastjórnun.
  Áheyrnarprufur fyrir „Í fylgd með fullorðnum“ verða fyrstu vikuna í desember og verður óskað eftir leikurum á öllum aldri.
  Meðal laga sem eru í sýningunni eru:
  Týnda kynslóðin, Bissí Krissí, Ljóð um þig, Þegar þú sefur, Með vottorð í leikfimi, Þannig týnist tíminn og fleiri og fleiri.

  Langelstur að eilífu

  nóv 24, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Langelstur að eilífu verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu 15. janúar

  Langelstur að eilífu er splunkunýr söngleikur fyrir alla fjölskylduna, byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar um Eyju og Rögnvald sem verða bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun.

  Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann. Sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Hinn ástsæli Siggi Sigurjóns fer með hlutverk Rögnvalds gamla og með hlutverk hinnar sex ára gömlu Eyju fara tvær ungar stórleikkonur, þær Iðunn Eldey Stefánsdóttir og Nína Sólrún Tamimi. Þá syngja, leika og dansa einnig tíu börn í sýningunni auk leikaranna Ásgríms Geirs Logasonar og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur.

  Um umgjörðina á þessu stórskemmtilega verki sér einvala lið listrænna stjórnenda:
  Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
  Tónlist: Máni Svavarsson
  Danshöfundur: Chantelle Carey
  Söngstjóri: Guðlaug Dröfn Ólafsstóttir
  Leikmynd og lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson
  Búningar: Eva Björg Harðardóttir
  Grafík: Bergrún Íris Sævarsdóttir

  Nashyrningarnir snúa aftur

  nóv 23, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Nashyrningarnir snúa aftur á Stóra svið Þjóðleikhússins. Aðeins verður um fáeinar sýningar að ræða í nóvember og desember. Ef þú misstir af Nashyrningunum þá skaltu ekki hika að tryggja þér miða í þetta sinn.

  Seiðmagn nýrra hugmynda, hjarðhegðun og eilíf barátta mennskunnar við að lifa af

  Hin ferska og fjöruga útfærsla Benedikts Erlingssonar og leikhópsins á þessu skemmtilega verki vakti gífurlega hrifningu á síðasta leikári og hlaut einróma lof. Tveir leikarar, þau Hilmir Snær Guðnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, voru tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í sýningunni.

  Eitt frægasta verk Ionescos

  Hversdagslegt lífið í litlum bæ umturnast þegar íbúarnir taka að breytast í nashyrninga, hver af öðrum. Allir nema hlédrægur skrifstofumaður sem er gagnrýndur af vinnufélögunum fyrir óstundvísi, óreglu og frjálslegt líferni. Hvers vegna er það einmitt bara hann sem reynir að spyrna við fótum og halda í mennskuna?

  Nashyrningarnir eru eitt frægasta verk hins heimsþekkta fransk-rúmenska leikskálds Ionescos. Leikritið er sett upp reglulega víða um heim, enda spyr það enn áleitinna og ögrandi spurninga.

  Jólaboðið

  nóv 16, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Jólaboðið er viðburðarík saga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár

  Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í fjörugri og óvenjulegri sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið.

  Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólum, á ólíkum áratugum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; tvær heimsstyrjaldir, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og ýmis umskipti í hugsunarhætti fólks. Fjölskyldan reynir í senn að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og viðhalda gömlum venjum, en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina æ ofan í æ úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!

  Blóðuga kanínan

  nóv 15, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Hópurinn sem stendur að Blóðugu kanínunni ásamt höfundinum Elísabeti Jökulsdóttur – Ljómynd: María Kjartansdóttir

  Blóðuga kanínan er súrrealísk kómedía eftir um áföll og afleiðingar þeirra. Verkið er skrifað innan úr áfalli, af konu sem reynir að skilja sína eigin áföll og afleiðinga þeirrar. Enginn skoðar heiminn með sömu augum og Elísabet. Hún er listamaður tungumálsins sem kryfur málin með beinskeittum húmor og sársaukafullri hreinskilni.

  Blóðuga Kanínan verður frumsýnd í Tjarnarbíó 27. Janúar

  Hópinn skipa:

  Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Borgar Ao, Davíð Freyr Þórunnarson, Íris Tanja Flygenring, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir & Ævar Þór Benediktsson
  Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
  Tónlist og hljóðmynd: Borgar Ao
  Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson
  Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson
  Hreyfingar: Vala Ómarsdóttir
  Leikstjórn: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
  Framleiðandi: Fimbulvetur ehf í samstarfi við MurMur 

  Rauða kápan í hádegisleikhúsinu

  nóv 11, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Edda Björgvinsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir

  Hjartnæmt, skondið verk eftir spunkunýtt leikskáld, Sólveigu Eir Stewart. Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tekið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað.

  Hádegisleikhúsið tók til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat 25. mínútna leiksýning og léttur hádegisverður á 3.900 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð.

  Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á milli kl. 12.00 og 12.15. Leiksýningin hefst kl. 12:15 og tekur um hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu.

  Síðan eru liðin mörg ár sýnt í Eyjum

  nóv 6, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Húsbandið heldur uppi stemningunni ásamt sönghópnum. Ljósmynd Óskar Pétur Friðriksson

  Sýningin „Síðan eru liðin mörg ár“ var frumsýnd af Leikfélagi Vestmannaeyja þann 5. nóvember. Leikritið spannar tímabilið frá sjötta áratug síðustu aldar til þess níunda.

  Í sýningunni er fylgst með útvarpsþættinum “Gullöldin” á Radio 55. Það gengur á ýmsu í stúdíóinu og er tónlistin í fyrirrúmi. Leikhópurinn sà sjàlfur um að spinna söguna sem var mjög skemmtileg. Mikið hlegið, klappað og nàðu þau upp miklu stuði í salnum. Leikfèlagið er í góðum màlum með þetta flotta unga fólk à fjölunum.

  Húsbandið:
  Anika Hera Hannesdóttir, gítar
  Bjarki Ingason, trommur
  Bogi Matt Harðarson, píanó
  Helgi Rasmussen Tórzhamar, gítar
  Jón Bjarki Birkisson, slagverk
  Viktor Ragnarsson, bassi og hljómsveitarstjóri

  Söngvarar:
  Albert Snær Tórshamar
  Bryndís Guðjónsdóttir
  Guðný Emilíana Tórshamar
  Hafþór Elí Hafsteinsson
  Valgerður Elín Sigmarsdóttir

  MIÐASALA í síma 852-1940.

  Stúart Litli

  nóv 4, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Leikfélag Mosfellsveitar sýnir söngleikinn Stúart Litli

  Stúart Litli er glænýr fjölskyldusöngleikur stútfullur af söng og dansi með splunkunýrri tónlist eftir Valgeir Skagfjörð.

  Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart Litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd eftir Rob Minkoff.

  Blær vill ekkert meira í heiminum en að eignast lítinn bróður. Friðrik Kríli og Nóra Kríli kynnast lítilli mús að nafni Stúart, kolfalla fyrir honum og ættleiða hann. Blær og heimiliskötturinn Snjói verða hins vegar ekki sátt við nýja fjölskyldumeðliminn. Við fylgjumst með Stúart takast á við ýmsar áskoranir og lenda í skemmtilegum ævintýrum.

  Sýningin er frumsýnd 5.nóvember og verður sýnd alla sunnudaga í vetur kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu. Miðaverð er 2.900 krónur og hægt er að panta miða í síma 566 7788.

  Frumsýning 5.nóvember kl 18:00 UPPSELT
  2.sýning 7.nóvember kl 16:00
  3.sýning 14.nóvember kl 16:00
  4.sýning 21.nóvember kl 16:00
  5.sýning 28.nóvember kl 16:00
  6.sýning 5.desember kl 16:00

  Ronja Ræningjadóttir

  nóv 3, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ronju Ræningadóttur

  Ronja ræningjadóttir fjallar um dóttur ræningjaforingjans Mattíasar og hvað gerist þegar hún tekur upp á því að vingast við Birkir sem er sonur Borka erkióvinar hans. Við kynnumst þeim Ronju og Birkir og þeirra ævintýrum, við kynnumst skemmtilegum ræningjaflokkum ásamt nornum, rassálfum, grádvergum og hermönnum.

  Sagan segir okkur hversu mikilvæg vináttan er í blíðu og stríðu og einnig að það er allt miklu skemmtilegra þegar allir eru sáttir og allt leikur í lyndi.

  Leikfélag Sauðárkróks setur upp 2 sýningar á ári og er með elstu og virkustu áhugamannafélaginu á landinu.

  Félagið var fyrst stofnað 1888 og starfaði í nokkur ár en var svo endurvakið 1941 og fagnar því 80. ára afmæli á þessu ári. Við alheimsfrumsýndum leikritið Á frívaktinni eftir Pétur Guðjónsson í maí sl. En nú er komið að barna og fjölskylduleikritinu Ronju ræningardóttir eftir Astrid Lindgren

  Í sýningunni eru 24 leikarar í 33 hlutverkum en alls koma um 60 manns að sýningunni. Sýningin er víðamikil bæði innan sviðs sem utan. Ronja er skemmtilegt og fallegt leikrit sem hentar öllum bæði börnum og fullorðnum en gott að minna á að það er gott að undirbúa yngstu leikhúsgestina að það koma t.d. nornir og grádvergar við sögu sem geta valdið þið að fólki bregður en minna ef það er búið að útskýra áður.

  Miðapantanir í síma 849 9434

  Sjitt ég er 60+

  nóv 2, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Örn Árnason sýnir allar sínar skástu hliðar… í smá stund

  Örn Árnason hefur alltaf verið á besta aldri! Hvernig má það þá vera að hann sé að verða einn af „gömlu körlunum“ í leikhúsinu?

  Örn rennir sér nú fótskriðu inn á sjötugsaldurinn með persónulegri, fjörugri, einlægri og umfram allt bráðskemmtilegri sýningu. Örn horfist í augu við sjálfan sig, ferilinn og ýmsa góðkunningja sem hafa fylgt honum og íslensku þjóðinni í gegnum árin, rifjar upp gömul og góð kynni og horfir fram á veginn. Og eins og alltaf þegar Örn er annars vegar er tónlistin skammt undan, og líkt og oft áður er það Jónas Þórir Þórisson sem leikur hér ásamt Erni við hvern sinn fingur.

  Síður:12»
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!