Rauða kápan í hádegisleikhúsinu
Hjartnæmt, skondið verk eftir spunkunýtt leikskáld, Sólveigu Eir Stewart. Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tekið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað.
Hádegisleikhúsið tók til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat 25. mínútna leiksýning og léttur hádegisverður á 3.900 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð.
Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á milli kl. 12.00 og 12.15. Leiksýningin hefst kl. 12:15 og tekur um hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu.