nóvember | 2020 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from nóvember, 2020

Samt koma jólin!

nóv 24, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Aðventuvagn Þjóðleikhússins kemur með jólin til þín 

  • Farandleikhópur Þjóðleikhússins ferðast með skemmtidagskrá í desember 
  • Heimsækir dvalarheimili, heimili eldri borgara og aðra staði þar sem fólk er innilokað vegna kórónuveirufaraldursins  
  • Eitt fjölmargra samfélagslegra verkefna Þjóðleikhússins til að gleðja og veita andlegan innblástur á tímum samkomutakmarkana 

Þjóðleikhúsið bryddar upp á ýmsum skemmtilegum nýjum verkefnum á meðan sýningarhald liggur niðri vegna kórónuveirufaraldursins, til að gleðja landsmenn og stytta biðina þar til leikhúsið getur opnað á ný. Eitt þessara verkefna er „Samt koma jólin“, aðventuvagn Þjóðleikhússins sem ferðast um og færir fólki jólaandann. 

Hópur listamanna Þjóðleikhússins keyrir um á sérútbúnum bíl og heimsækir staði þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins. Fyrir utan húsin er flutt tuttugu mínútna skemmtidagskrá sem yljar og hlýjar á erfiðum tímum. Sungin eru jólalög úr ýmsum áttum, flutt eru jólakvæði og stuttur leikþáttur. Dagskrárinnar má njóta utan húss, á svölum og úr gluggum, en henni verður jafnframt streymt fyrir þá sem ekki geta komið út, og geta þeir þá notið hennar af skjám innan dyra um leið og hún fer fram.  

Listrænn stjórnandi verkefnisins er Örn Árnason og með honum í för eru leikararnir Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Gunnar Smári Jóhannesson, Hákon Jóhannesson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Tónlistarflutningur er í höndum Karls Olgeirs Olgeirssonar. Guðmundur Erlingsson er umsjónarmaður verkefnisins. 

Leikhúsbíllinn heimsækir meðal annars dvalarheimili, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir og félagsmiðstöðvar aldraðra. Meðal þeirra staða sem þegar hafa þegið boð um heimsókn eru Eir, Hrafnista í Hafnarfirði, dvalarheimilið við Norðurbrún, Seltjörn á Seltjarnarnesi, Seljahlíð í Breiðholti, Skógarbær í Árskógum, Hamrar í Mosfellsbæ, Sléttan, Droplaugarstaðir, Borgir í Spönginni og Gerðuberg. Velkomið er að senda óskir um heimsókn á netfangið gudmundure@leikhusid.is og Þjóðleikhúsið reynir eftir föngum að verða við þeim. Stálsmiðjan-Framtak og Jón Snorrason bílstjóri leggja Þjóðleikhúsinu lið við að flytja jólaskemmtunina á milli staða.

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins

nóv 16, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Alla fimmtudaga á aðventunni mun Þjóðleikhúsið vera með beinar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi og flytja landsmönnum þekktar perlar leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin. Útsendingarnar verða í anda hins klassíska útvarpsleikhúss sem Íslendingar þekkja flestir all vel. Dagskráin er klár fram að jólum en alls verða fimm verk leikin. Sem kunnugt er liggur hefðbundið sýningarhald niðri í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum í landinu vegna Covid-19. Þjóðleikhúsið hefur hins vegar efnt til fjölda verkefna á meðan og er hljóðleikhúsið hið nýjasta sem kynnt er.  Fyrir jólin verður leik- og grunnskólabörnum boðið á leiksýningar á virkum dögum um leið og aðstæður leyfa – en fleiri ný verkefni verða kynnt á næstunni.

Dagskrá Hljóðleikhússins á aðventu 2020

Fim 19. nóv. kl. 20.00
Valin brot úr Skugga-Sveini, eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi. Verkið er alþýðlegur gamanleikur með söngvum og efnið hjátrú, ótti við hið ókunna, ást og hatur. Benedikt Erlingsson gerir hér eigin atlögu að verkinu og Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir mun leika Skugga Svein og Hilmir Snær mun leika Grasa Guddu. Þess má geta að í undirbúningi er sviðsuppsetning á verkinu á næsta leikári í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Marta Nordal leikstýrir henni en þar mun Ólafía Hrönn einnig leika Skugga Svein.

Fim. 26. nóv. kl. 20.00
Rung læknir, eftir Jóhann Sigurjónsson í leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur í þýðingu Bjarna Jónssonar.
Rung læknir var samið á dönsku árið 1905. Það fjallar um tilraunir Rungs læknis til að finna mótefni gegn berklum og um ástina í lífi hans. Verkið talar sterkt inn í samtímann nú þegar faraldur geisar og vísindamenn eru í óða önn við að þróa bóluefni. Rung læknir hefur aldrei verið sett upp á sviði hér á landi en er af mörgum talið með athyglisverðustu verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í leikstjórn frá Bretlandi og leikstýrir hér sínu fyrsta verki.

Fim. 3. des. kl. 20.00
Nýársnóttin, eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur
Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var síðar opnunarsýning Þjóðleikhússins árið 1950. Þar segir frá baráttu manna og álfa og er undra- og kynjaveröld verksins mörgum í fersku minni. Hér tekst Harpa Arnardóttir leikstjóri á við verk sem á sértakan stað í hjarta hennar.

Fim. 12. des. kl. 20.00
Dóttir Faraós eftir Jón Trausta í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur
Jón Trausti er best þekktur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg en skrifaði leikritið Dóttir faraós árið 1914. Verkið hefur aldrei verið sett upp en er um margt forvitnilegt verk. Þar segir blind eldri kona barnabörnum sínum sögu um dóttur faraós sem kemur til Íslands í líki sels, Íslendingur verður ástfanginn af henni, stelur hamnum og kyrrsetur hana hjá sér. Verk um manninn í dýrinu og dýrið í manninum. Anna María Tómasdóttir lærði leikstjórn í New York og leikstýrir hér sínu fyrsta verki í Þjóðleikhúsinu.

Fim. 17. des. kl. 20.00
Ævintýri á gönguför eftir Hostrup í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar
Þó að alþýðukómedían Ævintýri á gönguför sé dönsk þá er hún hluti af menningarsögu okkar því verkið hefur verið sett upp á Íslandi reglulega í gegnum tíðina við fádæma vinsældir. Það var frumflutt árið 1882 og er eitt mest uppsetta verk íslenskrar leiklistarsögu. Þjóðleikhúsið býður landsmönnum upp á þennan ástsæla gamanleik rétt fyrir jól. Lögin úr verkinu eru landsmönnum mörgum að góðu kunn og er lagið Ég vil fá mér kærustu þeirra þekktast. Karl Olgeir Olgeirsson hefur umsjón með tónlistarflutningnum og fjöldi leikara Þjóðleikhússins tekur þátt í uppfærslunni í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.

Umsjónarmaður Hljóðleikhússins er Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins.

loading