apríl | 2019 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from apríl, 2019

  Gallsteinar afa Gissa

  apr 11, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

   

  Yfirnáttúrulegur og gáskafullur barna- og fjölskyldusöngleikur með fáránlegri atburðarás sem gæti gerst í öðru hverju húsi á Akureyri.

  Torfi og Gríma búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi. Pabbinn er viðutan vinnusjúklingur. Bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli. Systkinin, Torfa og Grímu, dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Þau hafa fengið nóg af hollustufæði, hreingerningum og skipunum. Þau langar að flytja til afa Gissa, sem er síkátur sjóari á farskipum. Þar væru þau hamingjusöm. En skyndilega fær afi Gissi gallsteinakast sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir Torfa og Grímu og fjölskylduna að Sólblómavöllum sautján.

  Geta óskir verið hættulegar? Geta gallsteinar látið fólk hverfa sporlaust? Eru kókosbollur mikilvægur morgunverður? Er gott að allar óskir rætist?

  Nýr fjölskyldusöngleikur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

  Höfundar: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
  Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
  Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
  Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
  Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson
  Danshreyfingar og aðstoðarleikstjóri: Katrín Mist Haraldsdóttir
  Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson
  Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
  Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Margrét Sverrisdóttir.

  Með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.

  Einræðisherrann

  apr 11, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

   

   

  Meistaraverk Charlies Chaplins á leiksviði, í bráðskemmtilegri, nýrri gerð.

  Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherranum sló rækilega í gegn hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári, og gagnrýnendur hlóðu lofi á sýninguna! Leiksýningin er á sinn hátt óður til þessa meistaraverks Chaplins, en um leið vísar hún til samtímans, líkt og kvikmynd Chaplins gerði á sínum tíma.

  Nú gefst íslenskum leikhúsgestum kostur á að sjá Sigga Sigurjóns stíga á svið í hlutverki flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka. Ilmur Kristjáns, Pálmi Gests, Ólafía Hrönn, Gói, Þröstur Leó, Hallgrímur Ólafsson, Sigurður Þór og Oddur Júlíusson fara á kostum í takt við listilegar hljóðbrellur Karls Olgeirssonar píanóleikara.

  Heillandi, bráðskemmtileg og frumleg leiksýning um valdasýki, möguleika mennskunnar í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði í heiminum.

  Ronja ræningjadóttir

  apr 11, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!

  Ronja ræningjadóttir er einstök saga um óvenjulega vináttu, heitar tilfinningar, hættuleg ævintýri, sorg og gleði.

  Salka Sól fer með hlutverk Ronju og Sigurður Þór Óskarsson leikur vin hennar, Birki. Meðal annarra leikara eru Örn Árnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir  og Edda Björgvinsdóttir, en stór hópur leikara, dansara, barna og tónlistarfólks tekur þátt í þessari fjörugu og fallegu sýningu.

  Matthildur í fullum gangi

  apr 11, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

   

   

  Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni.  Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins.

  Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares árið 2010. Þaðan var hann fluttur á West End og Broadway og hefur víða slegið aðsóknarmet enda einstaklega glæsilegur söngleikur sem heillar unga sem aldna. Þá hefur Matthildur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikurinn. Handritshöfundur er  leikskáldið Dennis Kelly sem hefur samið fjölda framúrskarandi leikrita, meðal annars Elsku barn sem Borgarleikhúsið sýndi árið 2011. Ástralinn Tim Minchin, höfundur tónlistarinnar, er einn fremsti söngleikjatónsmiður nú um stundir og hefur fengið fjölda verðlauna, nú síðast Olivier-verðlaunin fyrir söngleikinn Groundhog Day sem sýndur var í Old Vic í London og á Broadway í fyrra og hitteðfyrra.

  Þitt eigið leikrit

  apr 11, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

  Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda. Nú er komið að þér að stjórna framvindunni í þínu eigin leikriti!

  Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?

  Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!

  Aldursviðmið: 6-12 ára.

  Ódýrara í annað sinn.

  Ef þú vilt freista þess að sjá aðra útgáfu af sýningunni, mundu þá að þú færð þúsund króna afslátt ef þú kemur aftur. Þá þarftu bara að framvísa miða á sýninguna í miðasölu

  Kæra Jelena frumsýnd á föstudaginn!

  apr 10, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

   

  Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og í þann mund að taka stóra skrefið út í lífið. En fljótlega komumst við að því að raunverulegi tilgangurinn er allt annar en að gleðja kennarann sinn. Við tekur hrikaleg atburðarás þar sem hlutirnir fara gjörsamlega úr böndunum. Í Kæru Jelenu takast á kynslóðir í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir.

  Hvar liggja mörk okkar frá því að vera framagjörn og metnaðar-full yfir í að vera yfirgangssöm, ofbeldisfull og siðblind?

  Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði Kæru Jelenu árið 1980 og hófst þá sigurför um heiminn. Verkið  sló rækilega í gegn í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem Kristín Eiríksdóttir hefur yfirfarið til að færa það nær okkur bæði í stað og tíma.

  Athugið að sýningin er ekki æskileg fyrir börn yngri en 12 ára.

  Súper

  apr 10, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

   

   

   

   

   

   

   

  Bjössi og Gugga eru hjón utan af landi. Guðrún og Einar eru ung hjón úr Reykjavík. Í versluninni Súper hitta þau Hannes sem hefur misst föður sinn. Eða er faðir hans kannski enn á lífi?

  Aðdráttarafl Súper er ótvírætt í hugum fólksins sem þar verslar. Verslun þar sem allt fæst. Glænýr lax úr 100% lífrænu svínakjöti, ferskir kjúklingastrumpar úr nýslátruðu grísakjöti og hinir sívinsælu hunangsmarineruðu og hægsvæfðu spenagrísir á teini.

  Súper – þar sem kjöt snýst um fólk.

  Eftir: Jón Gnarr
  Leikstjórn: Benedikt Erlingsson

  Aukasýningar í maí

  apr 10, 2019   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Gleðileikur um depurð

  Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta, rússíbani … Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar – í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir.

  Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur.

  loading

  Takk fyrir að skrá þig!