janúar | 2016 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from janúar, 2016

  Moulin Rouge

  jan 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  rauðamyllan stór

  Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp glæsilegan söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningargesta.

  Í ár verður söngleikurinn Moulin Rouge settur upp, byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2001. Sýningin fjallar um Kristján, ungan rithöfund sem flytur til Parísar og endar þar á að skrifa leikrit fyrir skemmtistaðinn Moulin Rouge. Þar kynnist hann Demantadrottningunni og gleðikonunni Satín og verður ástfanginn af henni.

  Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri, full af gríni, spennu og rómantík, keyrð áfram á glæsilegum leik, söng og dansi.

  Listrænu stjórnendurnir eru ekki af verri endanum en það er Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir þessu krefjandi verki. Einnig eru dansarnir stórkostlegir þar sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er danshöfundur sýningarinnar. Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngstjóri, sér til þess að leikararnir syngi eins og englar og Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri, sér um að öll tónlistin sé töfrum líkust.

   

  Þvottur

  jan 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  þvottur stórÞvottur eftir Matthías Tryggva Haraldsson verður sýnt í Tjarnarbíói þann 17. febrúar, kl. 21:00.

  „Þessi skafa er hluti af mér, þessi skafa er ég og ég er þessi skafa.“

  Þvottur er stutt leikrit um eilífan glerþvott. Maður nokkur þvær stóra plötu með lítilli sköfu. Annar sér til þess að platan sé þvegin. Þriðji á plötuna og sköfuna og hefur komið reglu á hlutina í þessum rokrassi.

  Ketiltetur kompaní er sjálfstæður sviðslistahópur sem varð til innan veggja Listaháskóla Íslands haustið 2015. Listrænir stjórnendur og leikarar eru nemar við Sviðslistadeild LHÍ.

  AÐSTANDENDUR
  Handrit og leikstjórn: Matthías Tryggvi Haraldsson
  Aðstoðarleikstjórn og útlit: Alma Mjöll Ólafsdóttir
  Framleiðsla og ljós: Stefán Ingvar Vigfússon
  Tónlist: Friðrik Guðmundsson
  Leikmynd: Klemens Hannigan

  Leikarar:
  Aron Már Ólafsson – Jósef
  Árni Beinteinn – Jens
  Hákon Jóhannesson – Styrmir

  Ljósmyndari: María Guðjohnsen
  Grafísk hönnun: Helga Dögg Ólafsdóttir

  Forsala hafin á Mamma Mia

  jan 28, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  forsala stór

  Forsala MAMMA MIA! hófst í gærmorgun. Frumsýnt verður 11.mars.

  Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

  Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

  Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.

  ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

  Ein sýning eftir af Sókrates

  jan 27, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  sókrates stórLOKASÝNING Á FÖSTUDAGINN!

  Trúðar Borgarleikhússins hafa fært okkur dásamlegar sýningar. Við höfum séð trúðana okkar glíma við dauðasyndir og jólaguðspjallið. Nú hafa þeir tæklað heimspekina og tóku Sókrates sér til fyrirmyndar og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita um hvað við getum verið sammála um í heiminum. Trúðum er ekkert óviðkomandi. Í opinni og einlægri nálgun glíma þeir við stóru spurningarnar og eru í senn fyndnir og harmrænir, grimmir og góðir.

  Síðasta trúðasýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010. Jesús litli var valin sýning ársins og leikverkið sjálft var valið leikrit ársins auk þess sem sýningin hlaut sjö Grímutilnefningar. Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi og áhorfendur voru hrærðir og yfir sig hrifnir.

  Verkið verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar eru Bergur Þór Ingólfsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Maríanna Lúthersdóttir. Leiksjórar eru Bergur Þór og Rafael Bianciotto.

   

  Aðeins 3 sýningar eftir af Línu Langsokk

  jan 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  linalangsokkur stór

  Það eru aðeins 3 sýningar eftir af Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu.

  Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.

  Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.

  Úr gagnrýni

  „Uppfærsla Borgarleikhússins á ævintýrum Línu langsokks er allt í senn lífleg, fjörug og mikilvæg. Það er löngu tímabært að ný kynslóð fái að kynnast þessari einkennilegu ofurkonu betur.”  VG – DV

   

  Vesturport sigraði í 8 flokkum

  jan 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hróihöttur stór1

  Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana.

  Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn.

  Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn.

  Umhverfis jörðina á 80 dögum

  jan 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  umhverfisjörðinaá80 stór

  Nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur frumsýndur í gær!

  Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns skemmta yngri kynslóðinni á sinn einstaka hátt, en þeir hafa skrifað nýtt barnaleikrit fyrir Þjóðleikhúsið, sína eigin útgáfu af skáldverkinu Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne.

  ÞETTA ER HEIMURINN OKKAR ALLRA
  Hann hélt að hann kæmist í kringum hnöttinn á mettíma.
  Hann hélt að hann þekkti heiminn.
  Hann hélt að hann yrði sami maður á eftir.
  Hann hafði rangt fyrir sér.

  Sláumst í för með Filíasi Fogg um fjöll og dali, upp í himinhvolfið, yfir sléttur, úthöf og eyðimerkur, gegnum skóga og stórborgir ofan í grafhýsi og um undirdjúp hafsins. Heimurinn breiðir úr sér fyrir framan okkur með öllum sínum undrum, en þó er það fólkið sem alltaf er mesta undrið. Skyldi okkur takast að ljúka þessari svaðilför á 80 dögum?

  Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason, ásamt Baldri Ragnarssyni, Gunnari Ben, Jóni Stefáni Sigurðssyni og Stellu Björk Hilmarsdóttur.

  Frumsýning – Flóð

  jan 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  flóð stór

  Fimmtudaginn 21.janúar kl 20 frumsýnir Borgarleikhúsið á Litla sviðinu heimildaverkið Flóð eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors í leikstjórn Björns Thors. Leikarar eru þau Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Haraldsdóttir.  

  Árið 1995 féll stórt snjóflóð á bæinn Flateyri á Vestfjörðum. Flóð er heimildaverk byggt á þessum atburðum. Á síðasta ári voru 20 ár liðin frá því að flóðið féll og vill Borgarleikhúsið minnast atburðanna sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsálina á sínum tíma.
 Þátttakendur í sýningunni rannsaka og rifja upp atburði, spyrja spurninga og raða saman brotum frá þessari örlagaríku nótt 26. október árið 1995. Við fáum innsýn í sögur fólksins í þorpinu, þeirra sem lentu í flóðinu og þeirra sem stóðu utan við það, björgunarmanna og barnanna sem voru of ung til að muna atburðarásina en lifðu eftirmála flóðsins og ólust upp við umtalið og þögnina sem fylgdi í kjölfarið. Verkið er byggt á nýlegum viðtölum við Flateyringa og unnið í nánu samstarfi við þá. 


  Flóð er áhrifamikið nýtt íslenskt heimildaverk um mikilvægi þess að varðveita söguna fyrir börnin okkar og framtíðina, um samstöðu og samheldni og það sem skiptir raunverulegu máli í lífinu.
Hrafnhildur Hagalín (1965) er leikskáld og listrænn ráðunautur Borgarleikhússins. Hún hefur sent frá sér leikrit um áratugaskeið og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.
Björn Thors (1978) er margverðlaunaður leikari. Hann var meðhöfundur að verkinu Kenneth Máni sem sló rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári.
Flóð er hans fyrsta leikstjórnarverkefni við Borgarleikhúsið.

  Aðstandendur Höfundur: Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors | leikstjóri: Björn Thors | Leikmynd & búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson| Tónlist & hljóð: Garðar Borgþórsson |  Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Kristbjörg Kjeld.

  Samfarir Hamfarir

  jan 19, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  samfarirhamfarir stór

  Samfarir Hamfarir er nýtt sviðlistaverk eftir Natan Jónsson og Þórunni Guðlaugs í uppsetningu Leikfélagsins Hamfarir.

  Allt gengur á afturfótunum hjá Þórunni. Við ferðumst inn í hugarheim hennar en nýliðnir atburðir hafa þvingað hana til þess að gera upp fortíð sína. Hún reikar úr einni minningu yfir í aðra þar sem samskipti hennar við hitt kynið í gegnum tíðina eru dregin upp á yfirborðið á fyndinn jafnt sem sorglegan máta.

  „Aldrei datt mér í hug að ég myndi sofa hjá Búra.”

  Upprunalega kemur hugmyndin á bak við verkið frá Þórunni Guðlaugs. Sagan er sögð útfrá fyrstu persónu og er Þórunn því að túlka Þórunni á sviðinu. Margar af minningunum sem hún flakkar á milli koma frá henni sjálfri og eru úr hennar lífi en aðrar eru annað hvort sögur frá fólkinu í kringum hana og Natan eða eru hreinn skáldskapur. Áhorfandinn veit því aldrei hvað er byggt á raunveruleika og hvað ekki.

  Samfarir Hamfarir snertir á ýmsum flötum af því hvernig ung kona upplifir sig í nútímasamfélagi og hversu mikil áhrif atvik úr fortíðinni hafa á hana enn þann dag í dag. Það er árið 2015 en ennþá þurfa konur að passa upp á dyggð sína ef þær vilja vera metnar af verðleikum sínum.

  Hvað þýðir það að vera kona? Afhverju er það oft á tíðum svona mikil barátta? Hvers vegna megum við ekki haga okkur eins og karlmenn án þess að fá á okkur einhvern stimpil?

  Aðstandendur:
  Handrit: Natan Jónsson, Þórunn Guðlaugs
  Leikstjórn: Natan Jónsson
  Leikur: Þórunn Guðlaugs, Ársæll Níelsson, Aðalsteinn Oddsson
  Vídeó & Grafík: Frímann Kjerúlf Björnsson, Siggeir Magnús Hafssteinsson aka Sig Vicious
  Tæknimeistari: Kristinn Ágústsson
  Tónlist: Einar Sv. Tryggvason

  Sýningar:
  21 janúar 2016 – Kl. 20.30
  24 janúar 2016 – Kl. 20.30
  28 janúar 2016 – Kl. 20.30
  31 janúar 2016 – Kl. 20.30


  Nánar á tjarnarbio.is/256-samfarir-hamfarir.html

  Hvítt

  jan 17, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hvítt stór

  Gaflaraleikhúsið sýnir verðlaunasýninguna Hvítt í Hafnarborg, listasafni Hafnfirðinga. Leikstjóri Hvítt er Gunnar Helgason og leikarar eru María Pálsdóttir og Virginia Gillard.

  Áhorfendur er boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt.  Þetta er heimur  sem glitrar, glansar og skín á nóttunni og er fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur, En uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður….svo gulur …svo blár.

  Hvítt er leikandi létt og afar sjónræn sýning fyrir ung börn frá 2 til 5 ára og fullkomin sem fyrsta reynslan af leikhúsinu. Sýningin sem kemur frá Catherine Wheels leikhópnum í Skotlandi hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið sýnd um allan heim.

  Að lokinni leikssýningunni  býður Hafnarborg sýningargestum í einstaka ferð um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar „Hraun og mynd“ þar sem börnin fá einnig  tækifæri á að uppgötva litina sem leynast  í dökku hrauninu.

  Síður:123»
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!