janúar | 2016 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from janúar, 2016

  Frami – Aukasýningar

  jan 17, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  frami stórAUKASÝNINGAR Í JANÚAR:
  15. janúar kl. 20:00
  22. janúar kl. 20:00

  „Enginn meinar neitt af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast.“

  Frami er nýtt verk eftir Björn Leó Brynjarsson í uppsetningu sviðslistahópsins TAKATAKA.

  Verkið fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig. Hann upplifir sig á skjön við nútímann og nærir biturð sína gagnvart farsælasta listamanni Íslands ásamt því að vera heltekinn af eigin líkamsvexti.

  Við fylgjumst með persónunni elta galsakenndar fantasíur sínar og ranghugmyndir í leit að frama þar sem mörkin milli raunveruleika og óra mást út. Í verkinu endurspeglast nútímaleg þörf eftir ævintýrum og breytingum í samfélagi sem stundum virðist vera komið í hugmyndafræðilegt öngstræti.

  „Einn af hápunktum hinnar frábæru Lókal/RDF hátíðar var að mínu mati, Frami; nýtt verk eftir Björn Leó Brynjarsson. Spennandi texti og uppsetningin leikstjóra og öllum aðstandendum til sóma.“ – Stefán Jónsson, leikstjóri, leikstjóri og fagstjóri leiklistardeildar LHÍ

  AÐSTANDENDUR
  Handrit og leikstjórn:Björn Leó Brynjarsson
  Leikur: Kolbeinn Arnbjörsson
  Dramatúrg: Pétur Ármannsson
  Kóreógrafía: Brogan Davison
  Vídeó og grafík: Daníel Þorsteinsson
  Markaðsmál: Katla Rut Pétursdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir

  Frumsýning í Borgarleikhúsinu

  jan 15, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hvererhræddurviðvirginuwoolf stór

  Í kvöld, þann 15.janúar kl 20, frumsýnir Borgarleikhúsið á Nýja sviðinu leikverk Edward Albee, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Leikarar eru þau Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Eysteinn Sigurðarson.

  Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt – eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.

  Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið “Hver er hræddur við Virginíu Woolf?” var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hefur meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang.

  Aðstandendur Höfundur: Edward Albee | Þýðing: Salka Guðmundsdóttir | leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson | Leikmynd: Gretar Reynisson | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Tónlist: Margrét Kristín Blöndal |Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen |  Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir.

   

  Umhverfis jörðina á 80 dögum

  jan 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  umhverfisjörðinaá80 stórNýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur!

  Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns skemmta yngri kynslóðinni á sinn einstaka hátt, en þeir hafa skrifað nýtt barnaleikrit fyrir Þjóðleikhúsið, sína eigin útgáfu af skáldverkinu Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne.

  ÞETTA ER HEIMURINN OKKAR ALLRA
  Hann hélt að hann kæmist í kringum hnöttinn á mettíma.
  Hann hélt að hann þekkti heiminn.
  Hann hélt að hann yrði sami maður á eftir.
  Hann hafði rangt fyrir sér.

  Sláumst í för með Filíasi Fogg um fjöll og dali, upp í himinhvolfið, yfir sléttur, úthöf og eyðimerkur, gegnum skóga og stórborgir ofan í grafhýsi og um undirdjúp hafsins. Heimurinn breiðir úr sér fyrir framan okkur með öllum sínum undrum, en þó er það fólkið sem alltaf er mesta undrið. Skyldi okkur takast að ljúka þessari svaðilför á 80 dögum?

  Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason, ásamt Baldri Ragnarssyni, Gunnari Ben, Jóni Stefáni Sigurðssyni og Stellu Björk Hilmarsdóttur.

  Hugmyndir Antonins Artaud í forgrunni

  jan 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  utvarps stór

  Næstu sunnudaga verða fluttir þrír þættir í Útvarpsleikhúsinu þar sem hugmyndir franska leikhúsmannsins Antonins Artaud verða í forgrunni en hann var meðal merkustu frumkvöðla á sviði leiklistar á 20.öldinni.

  Flutt verða tíu stuttleikrit og einleikir eftir ritlistarnema í Háskóla Íslands og nemendur á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, auk eins eftir umsjónarmann þáttanna en öll verkin eru samin í anda Antonins Artaud, og hugmynda hans um leikhús grimmdarinnar. Guðrún Kristinsdóttir og Trausti Ólafsson flytja texta eftir Artaud auk þess sem sagt verður frá honum og verkum hans.

  Höfundar leikþátta: Eyþór Gylfason, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Valdimar Pálsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Brynjólfsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Trausti Ólafsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

  Leikstjórar: Ásdís Skúladóttir, Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Trausti Ólafsson,  Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Auk þess koma 34 leikarar og flytjendur fram í þáttunum.

  Eva Sóley Sigurðardóttir og Sigrún Valdimarsdóttir unnu að samsetningu og uppbyggingu handrits þáttanna ásamt Trausta Ólafssyni sem hafði umsjón með gerð þeirra.

  Kjartan Holm er höfundur frumsaminnar tónlistar sem flutt er í þáttunum.

  Umsjón: Trausti Ólafsson.

  Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.

   

  Í 1. þætti má heyra:

  Waldeck-málið eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason
  Persónur og leikendur:
  Anton Waldeck: Arnmundur Ernst Backman
  Thompson rannsóknarlögreglumaður: Baltasar Breki Samper
  Howard: Eysteinn Sigurðarson
  Prestur: Albert Halldórsson
  Stúlka: Kristín Pétursdóttir
  Leikstjórn: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
  Upprisa Artaud eftir Sigrúnu Valdimarsdóttur.
  Rödd: Jón Júlíusson
  Leikstjórn: Sigrún Valdimarsdóttir

   

  Ég er leikhúsið eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur
  Persónur og leikendur:
  Rödd af segulbandi: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
  Antonin Artaud: Guðrún Kristinsdóttir og Trausti Ólafsson
  Leikstjórn: Trausti Ólafsson

   

  Manséttan eftir Rakel Brynjólfsdóttur
  Persónur og leikendur:
  Kona: Anna Kristín Arngrímsdóttir
  Sonur hennar: Jakob Þór Einarsson
  Útvarpsþulur: Anna Sigríður Einarsdóttir
  Leikstjórn og lestur sviðslýsinga: Ásdís Skúladóttir

   

   

  Hver er hræddur við Virginíu Woolf?

  jan 12, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hvererhræddurviðvirginuwoolf stór

  Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt – eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.

  Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið “Hver er hræddur við Virginíu Woolf?” var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hefur meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang.

  Aðstandendur Höfundur: Edward Albee | Þýðing: Salka Guðmundsdóttir | leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson | Leikmynd: Gretar Reynisson | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Tónlist: Margrét Kristín Blöndal |Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen |  Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir.

  Nýtt leikskáld Borgarleikhússins

  jan 12, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  nýttleikskáldborgarleikhússinsTilkynnt var um val á nýju leikskáldi Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. Frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs tilkynnti Sölku Guðmundsdóttur sem næsta leikskálds Borgarleikhússins. Alls sóttu 39 um starfið. Fjögur leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins með prýðilegum árangri, Auður Jónsdóttir árið 2009 og Jón Gnarr var leikskáld hússins árið 2010 og verk hans Hótel Volkswagen var sett upp í framhaldi af því. 2012 tók Kristín Marja Baldursdóttir við keflinu og skrifaði Ferjuna. Tyrfingur Tyrfingsson var einnig leikskáld Borgarleikhússins frá 2013-2015 og skrifaði Auglýsingu ársins sem frumsýnt verður í apríl á Litla sviðinu.

  Salka Guðmundsdóttir er þýðandi og leikskáld. Hún lærði leiklistarfræði í University of Wales, Aberystwyth, skapandi skrif í University of Glasgow og þýðingafræði í Háskóla Íslands. Meðal leikverka hennar má nefna Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal og Old Bessastaði. Hún hefur meðal annars þýtt Emmu eftir Jane Austen og Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Eftir Edward Albee. Leikverk hennar hafa ratað á svið í Skotlandi, Ástralíu og Danmörku. Salka er annar stofnanda leikhópsins Soðið svið.

  Um Leikritunarsjóð Leikfélags Reykjavíkur Á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur þann 15. október árið 2007 var samþykkt stofnun sjóðs til eflingar leikritunar. Markmið Leikritunarsjóðs er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Aðrir í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason og Kristín Eysteinsdóttir. Auglýst er eftir leikskáldi ár hvert og stjórnin velur skáld úr hópi umsækjenda sem boðið er eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Viðkomandi skal þegar hafa sýnt árangur á ritstörfum og skáldskap. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu og er hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og kynna því eiginleika leiksviðsins og töframátt þess. Það nýtur aðstoðar, leiðsagnar og hvatningar leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins og á kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda auk þess að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Unnið skal að ritun leikverks á tímabilinu með uppsetningu í huga, auk þess sem skáldið kynnir sér leikhúsformið. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á samningstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu.

  Sagan af Joey og Clark

  jan 7, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  saganafjoeyogclark stór

  Halaleikhópurinn sem er áhugamannaleikfélag fatlaðra og ófatlaðra setur á svið “Söguna af Joey og Clark” sem er hluti úr leikritinu „Stræti” eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

  Sagan af Joey og Clark er sýnt sem sjálfstætt stuttverk (ca 50 mín) og mun ekki verða sýnt sem hluti af Stræti þegar það verður frumsýnt 29 janúar.

  Sagan þeirra fjallar um ástir samkynhneigðra ungra manna, þunglyndi og vonleysi, ásamt leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra á tímum kreppu og atvinnuleysis.

  Leikritið gerist á einu kvöldi á tímum kreppu og atvinnuleysis. Þetta kvöld kynnumst við íbúum við strætið og sögum þeirra. Fátækt, örlög og lífið sem speglast í þessum persónum á erfiðum tímum er sannfærandi átakasaga með kómísku ívafi. Allir íbúar þessa strætis eru að undirbúa sig þetta kvöld til að fara á krána að skemmta sér. Orðfæri persónanna getur verið gróft og er ekki fyrir viðkvæma.

  Næstu sýningar verða:
  Laugadaginn 9 janúar klukkan 20:00
  Sunnudaginn 17 janúar klukkan 17:00
  Föstudaginn 22 janúar klukkan 20:00

  Sýnt er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Miðasala í síma 897 5007 og í miði@halaleikhopurinn.is Nánari upplýsingar áwww.halaleikhopurinn.is Takmarkaður sýningafjöldi.

  Leikarar í Sagan af Joey og Clark eru:
  Joey – Guðbrandur Loki Rúnarsson.
  Clark – Bjarki Fjarki Gunnarsson
  Móðir Joey – Ásta Dís Guðjónsdóttir/Margret Guttormsdóttir.

   

  Djöflaeyjan

  jan 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  djöflaeyjan stór

  Æfingar eru hafnar á nýjum söngleik, sem er byggður á metsölubókum Einars Kárasonar um drauma, sorgir og sigra stórfjölskyldu Karólínu spákonu, og hið skrautlega mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. Djöflaeyjan gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi og er saga um fjölskylduátök, vináttu, ástir, vonir og þrár.

  Leikstjórn í er höndum Baltasars Kormáks og Atla Rafns Sigurðssonar.

  Frumsýning er 18.mars 2016 á Stóra sviðinu.

  Þjóðleikhúsið býður áhorfendum upp á umræður eftir 6. sýningu verka, með þátttöku leikara og listrænna aðstandendaUmræðurnar taka um 20 mínútur og fara fram á sviði að sýningu lokinni.

   

  Inntökupróf í Rose Bruford

  jan 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Inntökupróf í Rose Bruford stór

  Rose Bruford er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London.

  Skólinn mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík dagana 12. og 13.mars 2016.

  Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti á: international@bruford.ac.uk og í síma+44(0)20 8308 2638

  Námið hefst í október 2016.

  Rose Bruford var valinn besti leiklistarháskóli Bretlands í skoðanakönnun nemenda 2013 og 2014.

  bruford.ac.uk

  https://www.facebook.com/events/140566466308801/ 

   

  Opinn samlestur

  jan 4, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  mammamia stór

  Opinn samlestur fyrir söngleikinn Mamma mia fer fram í forsal Borgarleikhússins á morgun klukkan 12.45. Þar munu leikarar sýningarinnar væntanlegu koma saman og lesa leikritið í gegn fyrir hvern sem hlýða vill.

  Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að þetta sé liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum.

  Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, mun einnig kynna hugmyndir sínar ásamt leikmynda- og búningahönnuðum. Allir eru velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

  Síður:«123»
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!