mars | 2015 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from mars, 2015

  Eggert Arnar Kaaber þolir ekki þegar að Liverpool tapar!

  mar 25, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

  Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
  Ég er leikari og starfa með Stoppleikhópnum ásamt því að kenna leiklist.
   
  Í hvaða stjörnumerki ertu?
  Steingeitinni.
   
  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
  Leikari eða fótboltamaður.
   
  Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
  Læt aðra um að dæma það.
   
  Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
  Hakk og Spagettí.
   
  Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
  „Öldin Okkar“ með Hund í Óskilum.
  Frábær sýning í alla staði.
   
  Hvaða áhugamál áttu þér?
  Fótbolti, Vynil-plötur, leikhús og utanlandsferðir.
   
  Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
  Rokk, Ska og Reggae.
   
  Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  Þegar Liverpool tapar í fótbolta.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
  Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
  London, Barcelona og Berlín.
   

  HRAÐASPURNINGAR

  Flytja til London eða New York?
  Hvorugt.
   
  Eiga hund eða kött?
  Hund.
   
  Borða heima heima eða úti daglega?
  Heima.
   
  Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
  Kvöldin.
   
  Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
  Hvorugt.
   
  Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
  Lesa.
   
  Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
  Andlit.
   
  Veldu: Sturtu eða bað?
  Bað.
   
  Veldu: RÚV eða Stöð 2?
  Get ekki gert upp á milli.
   
  Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
  Umburðarlyndur.
   
  Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
  Allir að sjá leiksýninguna: „Upp Upp“ æskusögu Hallgríms Péturssonar í uppsetningu Stoppleikhópsins.
   

  Fjalla – Eyvindur og Halla

  mar 18, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Þjóðleikhúsið frumsýnir þann 26. mars á Stóra sviðinu eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta, Fjalla–Eyvind og Höllu eftir Jóhann Sigurjónsson, í uppsetningu Stefan Metz.

  Sögur af útilegumanninum Fjalla-Eyvindi og hinni stórlyndu ástkonu hans, Höllu, sem uppi voru á átjándu öld hafa lifað góðu lífi með íslensku þjóðinni allt fram á okkar daga. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar er átakamikið og grípandi, skrifað af næmum mannskilningi og býr yfir mikilli harmrænni dýpt.

  Halla er efnuð ekkja sem ræður Eyvind til sín sem vinnumann. Þau verða ástfangin og þegar Eyvindur neyðist til að flýja til fjalla, vegna saka úr fortíðinni, ákveður Halla að fara með honum. Inni á hálendi Íslands bíður þeirra hatrömm barátta við hörð náttúruöfl, einsemd, útskúfun og ofsóknir. En ekki síður þurfa þau að glíma við eigin tilfinningar og takast á hvort við annað. Getur ást þeirra staðið af sér þessa þolraun?

  Uppsetning Stefans Metz á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári vakti mikla hrifningu. Metz setti hér upp á sínum tíma Krítarhringinn í Kákasus, og hefur leikstýrt fjölda verka í leikhúsum víða um Evrópu.

  Með hlutverk elskendanna fara Stefán Hallur Stefánsson og Nína Dögg Filipusdóttir. Aðrir leikarar í sýningunni eru Esther Talía Casey, Kristinn Óli Haraldsson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttur, Sigurður Sigurjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.

  Er ekki nóg að elska?

  mar 18, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  · Nýtt verk frá Birgi Sigurðssyni höfundi Dags vonar

  · Kristbjörg Kjeld fer með aðalhlutverk

  · Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason

  Föstudaginn 20.mars kl 20 frumsýnir Borgarleikhúsið á Nýja sviðinu verkið Er ekki nóg að elska? eftir Birgi Sigurðsson. Birgir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrri verk sín. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og fremst í flokki leikara er Kristbjörg Kjeld.

  SUM SVIK ERU SVO STÓR AÐ ÞAU VERÐA EKKI GRAFIN

  Verkið: Er ekki nóg að elska? er raunsæisleg og kraftmikil fjölskyldusaga sem lýsir fjölskylduátökum um leyndarmál sem ekki mega koma upp á yfirborðið því þau sverta þar með minningu mektarmanns. Jarðarför hans stendur fyrir dyrum og ekkjan berst hetjulega fyrir sóma hússins og minningu mikils stjórnmálamanns og hreinskiptins eiginmanns sem hefur gert afar óvenjulega kröfu í erfðaskránni.

  Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Leikritið vann til fyrstu verðlauna, ásamt Kertalogi Jökuls Jakobssonar, í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 1972.

  Dagur vonar var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1987 og 2007 og naut gífurlegra vinsælda í bæði skiptin. Leikritið var einnig tekið upp fyrir sjónvarp og tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989.

  Aðstandendur Höfundur: Birgir Sigurðsson | leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason |Tónlist: Björn Jörundur Friðbjörnsson | Leikmynd: Vytautas Narbutas | búningar: Stefanía Adolfsdóttir | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.

  Hystory

  mar 11, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Föstudaginn 27.mars kl 20:00 frumsýnir Borgarleikhúsið í samstarfi við Leikfélagið Sokkabandið nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur. Verkið Hystory er leikstýrt af Ólafi Agli Egilssyni og leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir leika í sýningunni.

  ÞRJÁR VINKONUR SEM ERU EKKI VINIR Á FACEBOOK HITTAST OG DREKKA LANDA!

  Leikhópurinn Sokkabandið frumsýnir nýtt íslenskt verk, Hystory, eftir
  Kristínu Eiríksdóttur sem var nýverið tilnefnd til Íslensku
  bókmenntaverðlaunanna í Borgarleikhúsinu 27. mars, 2015.
  Leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og
  Birgitta Birgisdóttir fara með hlutverkin í sýningunni en þær Elma Lísa
  og Arndís Hrönn hafa rekið Sokkabandið í um áratug og sett upp
  fjölmargar vandaðar sýningar. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson slæst
  nú til liðs við Sokkabandið en þetta er í annað sinn sem systkinin Högni
  og Arndís Hrönn vinna saman í leikhúsi en þau unnu einnig nýverið
  saman að sýningunni Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Hystory er
  samstarfsverkefni Sokkabandsins og Borgarleikhússins en Kristín
  Eiríksdóttir var valin til að semja sérstaklega nýtt verk fyrir leikhópinn.

  Um verkið
  Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru
  fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár.
  Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í
  ræktinni úti á Nesi.Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl … en hendurnar
  dofna ogþær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær
  hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til
  sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki
  vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt.

  Um höfundinn
  Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Hún hlaut
  tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 í flokki
  fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Kok. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn,
  kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006)
  og Annarskonar sæla (2008). Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris
  deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld –
  fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla
  ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar
  2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

  Aðstandendur
  Höfundur: Kristín Eiríksdóttir
  Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson
  Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
  Lýsing: Valdimar Jóhannsson
  Tónlist: Högni Egilsson
  Hljóðfæraleikur: Claudio Puntin
  Hljóð: Baldvin Magnússon
  Leikarar: Arndís Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta
  Birgisdóttir

   

  Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Sokkabandsins
  https://www.facebook.com/sokkabandid og facebook viðburðinum um Hystory
  https://www.facebook.com/events/1375474476105243/ sem og á heimasíðu
  Borgarleikhússins: http://www.borgarleikhus.is/syningar/hystory/ en miðasala er á
  www.midi.is

  Þóra Karítas Árnadóttir hlakkar til ársins 2015!

  mar 7, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

  Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
  Um þessar mundir er ég að framleiða stuttmynd sem ber titilinn Regnbogapartý og er eftir Evu Sigurðardóttur, sjá um kynningarstörf fyrir Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu á næstunni og að leggja lokahönd á leyniverkefni sem afhjúpast með vorinu.
   
  Í hvaða stjörnumerki ertu?
  Sporðdreki og Vog – Á mörkum…
   
  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
  Ég velti fyrir mér læknisfræði, sálfræði og lögfræði þegar ég var um tvítugt og mátaði mig í hin ýmsu störf og lærði guðfræði, en komst að því að mig langaði að starfa við listir; verða leikstjóri, höfundur, leikari eða kvikmyndagerðarkona…
   
  Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
  Skipulagt kaos.
   
  Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
  Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri vegan en hef ekki náð þeim punkti…önd með þunnum pönnukökum og agúrkum kemur upp í hugann og kalkúnn…
   
  Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
  Ég sá síðast æfingu á nýju verki eftir Kristínu Eiríksdóttur sem tilnefnd var fyrir skemmstu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið heitir Hystory og vísar titilinn í kvennasöguna en verkið fjallar um þrjár vinkonur sem eru ekki vinir á facebook og hafa ekki hist í 25 ár. Þær gera upp fortíðina með mjög eftirminnilegum hætti en verkið er uppfullt af ísköldum hversdagshúmor. Það er alltaf gaman að fylgjast með nýju íslensku verki eftir góða höfunda verða til í meðförum hæfileikaríks leikhóps.
   
  Hvaða áhugamál áttu þér?
  Náttúruupplifanir, heit böð, næturdraumar, flæðiskrif o.fl.
   
  Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
  Popp, rokk og klassík…
   
  Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  Það fer eftir því hvort átt er við miðtaugakerfið eða úttaugakerfið og þá viltaugakerfið eða dultaugakerfið? Líklega eru áföll og streita verst fyrir kerfið sem og hugarbreytandi efni. Jafnvel kaffi og of mikill sykur geta stuðað taugarnar í næmu taugakerfi…
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
  Skjálfandafljótið er ægifagurt.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
  London og Krít en sólarstaðir koma sterkir inn í augnablikinu.
   

  HRAÐASPURNINGAR

  Flytja til London eða New York?
  London.
   
  Eiga hund eða kött?
  Hund.
   
  Borða heima heima eða úti daglega?
  Heima.
   
  Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
  Kvöldin.
   
  Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
  Hvorugt.
   
  Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
  Lesa.
   
  Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
  Andlit.
   
  Veldu: Sturtu eða bað?
  Bað.
   
  Veldu: RÚV eða Stöð 2?
  Rúv.
   
  Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
  Supercalifragilisticexpialidocious.
   
  Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
  Ég hlakka til ársins 2015 – það er rétt að byrja…
   

  Birgitta Birgisdóttir – Sjáumst hress á Hystory í Borgarleikhúsinu!

  mar 2, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

  Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
  Ég er leikkona og er þessa dagana að æfa nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttir, Hystory sem verður frumsýnt 27.mars í Borgarleikhúsinu.
   
  Í hvaða stjörnumerki ertu?
  Krabbi.
   
  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
  Myndlistarkona, fornleifafræðingur, búðarkona, leikkona og margt annað. Ég er til dæmis nýbúin með ferðamálafræði og er með landvarðaréttindi. Kannski verð ég bara landvörður þegar ég verð stærri.
   
  Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
  Mínir kostir og gallar fara saman í mínu óskipulagða skipulagi. Getur stundum verið erfitt en oft mjög gott!
   
  Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
  Indverskur matur er bestur, með góðu rauðvíni. Humar og bleikja eru líka ofarlega á listanum.
   
  Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
  Ég sá sýninguna Ekki hætta að anda í Borgarleikhúsinu. Fín sýning með frábærum leikkonum.
   
  Hvaða áhugamál áttu þér?
  Ferðamál. Hekl. Göngur. Ferðalög og fullt fleira!
   
  Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
  Allskonar. FmBelfast er samt best!
   
  Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  Þegar fólk treður sér fram fyrir í röðum í t.d.búðum og apótekum, meðvitað eða ómeðvitað. Fer sjúklega í taugarnar á mér! Og bara annar almennur dónaskapur og tillitsleysi. Annars er ég bara hress…
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
  Vestfirðirnir eins og þeir leggja sig. Það er allt fallegt þar og orkan er einstök.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
  London, París, Róm.
   

  HRAÐASPURNINGAR

  Flytja til London eða New York?
  New York.
   
  Eiga hund eða kött?
  Hund.
   
  Borða heima heima eða úti daglega?
  Heima.
   
  Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
  Kvöldin.
   
  Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
  Vín.
   
  Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
  Sjónvarp.
   
  Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
  Andlit.
   
  Veldu: Sturtu eða bað?
  Bað.
   
  Veldu: RÚV eða Stöð 2?
  Rúv.
   
  Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
  Supercalifragilisticexpialidocious.
   
  Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
  Bless bless, ekkert stress, sjáumst hress á Hystory í Borgarleikhúsinu.
   

  loading

  Takk fyrir að skrá þig!