janúar | 2021 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from janúar, 2021

    Út­lendingurinn

    jan 28, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leysir Friðgeir fimmtugt morðmál?

    Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal rétt fyrir utan Bergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útvistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breytt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköpunum hún var að gera í Bergen.

    Í gegnum tíðina hefur líkfundurinn vakið bæði forvitni og umtal í Noregi og um heim allan, en þrátt fyrir ótal kenningar hefur engum tekist að leiða til lykta hvað gerðist djúpt inni í Ísdal og hvað dró þessa útlensku konu til dauða. En það gæti breyst þegar annar útlendingur fer að grafast fyrir um málið.

    Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna innsýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var.

    Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Tónlist verksins er samin af Snorra Helgasyni og flutt á sviðinu af honum sjálfum.

    Þjóðleikhúsið óskar eftir hugmyndum frá ungu fólki!

    jan 27, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Sigga Dögg og Dominique vilja fara á trúnó með ungu fólki og heyra þeirra sögur

    Þjóðleikhúsið hvetur um þessar mundir einstaklinga á aldrinum 15-20 ára að senda inn tillögur að umfjöllunarefni fyrir nýtt og spennandi verkefni undir nafninu TRÚNÓ. Verkefnið er nýr liður í stefnu Þjóðleikhússins að auka framboð á efni sérstaklega ætlað ungu fólki á framhaldsskóla aldri. Markmið TRÚNÓ er að ungt fólk fái tækfæri til að móta verk sem snertir á málefnum þess, á þeirra eigin forsendum.

    Sigga Dögg og Dominique

    Dominique Sigrúnardóttir, leikkona og leikstjóri ásamt Siggu Dögg, kynfræðingi eru höfundar TRÚNÓ og hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þær hafa báðar víðtæka reynslu af því að vinna með ungu fólki, en Dominique hefur meðal annars leikstýrt tveimur leiksýningum fyrir Listafélag Verslunarskóla Íslands og Sigga Dögg hefur ferðast vítt og breytt um landið við að kenna kynfræðslu. Þær munu þróa valdar tillögur áfram og stefnt er á að sýna afraksturinn, þar sem ungir áhugaleikarar fá að spreyta sig á glænýjusviði Þjóðleikhússins, Loftinu.

    Loftið er nýtt leikrými Þjóðleikhússins þar sem áhersla er lögð á að rannsaka og þróa nýtt efni og nýjar frásagnarleiðir fyrir yngri áhorfendur. Þar verður til rými til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Þar er staður fyrir sviðslistafólk til að stunda formtilraunir og nýsköpun í hráu rými.  Listrænn stjórnandi Loftsins er Gréta Kristín Ómarsdóttir.

    Haldnar verða opnar prufur fyrir leikhóp Trúnó þegar fram líða stundir. Ungir áhugaleikarar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif á framvindu verkefnisins með því að senda inn sínar hugmyndir inn á heimasíðu leikhússins

    Tekið er við umsóknum til miðnættis 1.febrúar.
    Nánari upplýsingar veita

    Sigga Dögg kynfræðingur
    s: 822-9525
    Dominique G. Sigrúnardóttir
    693 6779

    FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP LOKS Á SVIÐ

    jan 20, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Fljótsdalshéraðs tefldi djarft í haust og hóf æfingar á Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Hawdon.  Því miður náðist ekki að frumsýna vegna veirunnar en nú er loks komið að stóru stundinni. Frumsýnt verður laugardaginn 23. janúar kl. 20.00 að Iðavöllum. Það er hinn margreyndi Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir verkinu.
    Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inn í atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni og herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað… Fullkomið brúðkaup er frábærlega skrifaður gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.

    Aðeins er hægt að panta miða í tölvupósti, ekki er hægt að kaupa á staðnum.

    Grímuskylda og takmarkaður áhorfendafjöldi verður í sal. Áhorfendarými er aðskilið frá rými leikara og tæknihóps í samræmi við sóttvarnareglur.

    Þjóðleikhúsið efnir í fyrsta sinn til rafrænna áheyrnarprufa fyrir menntaða leikara

    jan 19, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    • Kallað eftir umsóknum um leikarastöður
    • Markmið leikhússins er að auka fjölbreytni í leikhópnum
    • Leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna hvattir til að sækja um    

    Þjóðleikhúsið vinnur nú að undirbúningi næsta leikárs og í þeim tilgangi er kallað eftir umsóknum um stöður leikara við húsið.  Nú í fyrsta sinn er kallað eftir rafrænum umsóknum og prufum fyrir menntaða leikara. Í fyrsta sinn geta leikarar sent stuttar upptökur af sér auk almennra umsóknargagna.  Er þetta gert til að auka aðgengi nýrra leikara að húsinu en jafnframt lagar leikhúsið með þessum hætti sig að ríkjandi aðstæðum.  Í framhaldinu, eftir að listrænir stjórnendur í nýju listrænu teymi leikhússins hafa farið yfir umsóknir, verður hluta hópsins boðið í ítarlegri prufur með sambærilegum hætti og gert var síðastliðið vor þegar 11 leikurum var boðið til ítarlegra prufa fyrir hlutverk Rómeós. Þá er unnið með leikstjóra við húsið.  

    Markmið leikhússins er að stuðla að því að markviss og vönduð endurnýjun verði í leikhópnum og auka fjölbreytni.  Leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna eru hvattir til að senda inn prufur. 

    Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins, leikhusid.is. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um feril, ljósmynd og stutt myndband. Öllum umsóknum verður svarað, en ekki verða allir boðaðir í framhaldsprufur. 

    Tekið hefur verið við umsóknum síðan í desember en skilafrestur er til og með 1. febrúar 2021. 

    Fuglabjargið

    jan 18, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Fróðleg og skemmtileg ævintýraför í friðlandi

    Fuglabjargið er áferðarfagurt tónleikhúsverk fyrir börn þar sem hljóðfæraleikarar og söngvarar verksins bregða sér í allra fugla líki. Í verkinu fylgjumst við með einu ári í eyjunni þar sem árstíðir koma og fara, hver á eftir annarri, og svo hring eftir hring eftir hring.

    Fuglabjargið er nýtt, íslenskt barnaverk en textinn er eftir Birni Jón Sigurðsson, en hann hlaut Grímutilnefningu sem leikrit ársins 2020 ásamt leikhópnum CGFC fyrir verkið Kartöflur. Tónlist verksins er í höndum Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur sem nýlega var kosin bjartasta von íslensks tónlistarlífs í samtíma- og klassískri tónlist.

    Verkefnið er styrkt af Sviðslistaráði, Starfslaunasjóði listamanna, Átaksverkefni atvinnuleikhópa, Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Nordic Culture Point.

    Samstarf við sviðslistahópinn Hin fræga önd.

    Gosi snýr aftur í Borgarleikhúsið

    jan 16, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    „Gosi er allt í senn falleg, fyndin og töfrandi sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara.“

    Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafasamra ævintýra, kynnist talandi kribbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar.

    Leikarar og tónlistarmenn sýna okkur þetta sígilda og ástsæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barna og fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.

    Sýningin hlaut Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2020.

    Þjóðleikhúsið frumsýnir Vertu úlfur á Stóra sviðinu

    jan 13, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    • Þjóðleikhúsið opnar á ný fyrir gestum með verki sem varpar ljósi á málefni sem láta engan ósnortinn, geðheilbrigði, fordóma, baráttu við hugann og glímuna við það að vera manneskja. 
    • Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri skrifar einleik sem er byggður á bók Héðins Unnsteinssonar, Vertu úlfur. Eiginmaður hennar Björn Thors leikur.
    • Ný lög eftir Emilíönu Torrini og Prins Póló voru samin fyrir sýninguna. 
    • Ákvörðun var tekin um að flytja sýninguna upp á Stóra sviðið þar sem verkið þykir mikilvægt innlegg í samfélagsmál sem eru ofarlega á baugi. Uppsetningin er sérstaklega sniðin að samkomutakmörkunum og nýtur sín vel í því samhengi. 

    Þjóðleikhúsið hefur sýningar á Stóra sviðinu að nýju föstudaginn 22. janúar, eftir nær fjögurra mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns, með frumsýningu á einleiknum Vertu úlfur. Verkið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikstýrir, og er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fjallað er hispurslaust um baráttuna við geðsjúkdóma út frá sjónarhóli manns sem í senn glímir við geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála.

    Bókin Vertu úlfur kom út árið 2015 og vakti mikla athygli. Þar fjallar Héðinn Unnsteinsson á opinskáan hátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir eftir að hafa greinst með geðhvörf sem ungur maður. Héðinn rekur þar sögu sína; baráttumannsins sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta kerfinu. Héðinn hefur um árabil starfað við stefnumótunarmál í geðheilbrigðismálum og er í dag formaður Geðhjálpar.

    Listahjónin heilluðust af frásögn Héðins

    Leiklistarhjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors heilluðust bæði af bók Héðins. Þjóðleikhúsið fékk Unni til að skrifa einleik upp úr verkinu og leikstýra, með Björn í hlutverki. Unnur hefur einnig leitað fanga í öðrum verkum eftir Héðin, svo sem blaðagreinum, ljóðum og fyrirlestrum. Upphaflega stóð til að sýna verkið í Kassanum, enda ekki oft sem einleikir rata á Stóra sviðið, en vegna samkomutakmarkana var ákveðið að nýta tækifærið og flytja sýninguna upp á stórt svið, þar sem nýir möguleikar við sviðsetningu opnast. Þetta tækifæri hefur verið afar kærkomið í því ljósi að verkið á brýnt erindi við okkur öll, ekki síst á þeim andlega krefjandi tímum sem við nú lifum. Frumsýningu verksins var jafnframt flýtt. Uppsetningin er sérstaklega sniðin að gildandi samkomutakmörkunum.

    Höfundur tónlistar í sýningunni er Valgeir Sigurðsson en auk þess semja Emilíana Torrini, í samvinnu við Markétu Irglová, og Prins Póló ný lög fyrir sýninguna, innblásin af efninu. Segja má að lögin endurspegli ólíkar hliðar geðhvarfa. Lag Emilíönu fangar hinar dekkri og viðkvæmari hliðar á meðan lag Prinsins endurspeglar oflætið. Þetta er í fyrsta sinn sem Emilíana Torrini semur lag á íslensku og texti hennar er einnig notaður í lagi Prins Póló. Valgeir Sigurðsson tónskáld á að baki farsælan feril í íslensku tónlistarlífi. 

    Sóttvarnir í Þjóðleikhúsinu

    Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld á tímum farsóttarinnar. Við gætum vel að öllu hreinlæti og hvetjum gesti okkar til að hafa í huga eftirfarandi:

    Listrænir stjórnendur:

    Leikstjórn og leikgerð
    Unnur Ösp Stefándsóttir
    Leikmynd og myndbandshönnun
    Elín Hansdóttir
    Búningar
    Filippía I. Elísdóttir
    Lýsing
    Björn Bergsteinn Guðmundsson, Halldór Örn Óskarsson
    Dramatúrg
    Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
    Tónlist
    Valgeir Sigurðsson
    Titillag
    Emilíana Torrini, Markéta Irglová
    Titillag, manía
    Prins Póló
    Texti í titillögum
    Emilíana Torrini

    Geim-mér-ei

    jan 11, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hugljúf og frumleg brúðusýning

    Leikhópurinn Miðnætti, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, frumsýnir brúðusýninginuna Geim-mér-ei í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 16. janúar næstkomandi.
    Sýningin hentar einstaklega vel fyrir yngstu leikhúsgestina, en hún er unnin af leikhópnum Miðnætti sem hefur hefur vakið verðskuldaða athygli á umliðnum árum fyrir vandaðar uppsetningar sínar. Leikstjóri Geim-mér-ei er Agnes Wild

    Geim-mér-ei er ný brúðusýning án orða um ferðalag út í geim, ævintýraþrá, áræðni og óvænta vináttu. Í sýningunni er notast við blandaða brúðutækni, meðal annars japanska brúðuleikhússtílinn Bunraku. Sýningin er flutt án orða, og tónlistin er frumsamin.

    Vala er 6 ára forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Vala fer um borð, kemur því á loft og á ferðalaginu kynnist hún sólkerfinu okkar, sér loftsteina og halastjörnur, svarthol og geimþokur. En geimskipið er bilað og brotlendir aftur á fjarlægri plánetu. Þar kynnist hún Fúm, geimveru sem hefur týnt geimskipinu sínu. Með samvinnu og útsjónarsemi koma þau Völu aftur heim. Þrátt fyrir að vera ólík og hafa í fyrstu verið smeyk við hvort annað, myndast með þeim dýrmæt vinátta.

    Í sýningunni lenda Vala og Fúm í aðstæðum þar sem þau upplifa vanmátt og hræðslu en það er allt í lagi því innra með þeim býr kraftur, sjálfstæði og hugrekki. Með leiksýningunni viljum við sýna ungum leikhúsgestum að það er eðlilegt að upplifa ótta gangvart hinu óþekkta. Vala og Fúm takast á við eigin fordóma, ókunnar aðstæður og uppgjöf gagnvart erfiðu verkefni. En með samvinnu má sigrast á stærstu hindrunum.

    Sýningin er fyrir börn frá 18 mánaða og fjölskyldur þeirra. Í sýningunni eru örfá orð notuð, en tónlistin verður að tungumáli sýningarinnar. Þess vegna hentar sýningin fyrir börn með ólík móðurmál og heyrnarskert börn. Þetta er kjörin fyrsta leikhúsupplifun.

    Miðnætti er atvinnuleikhópur sem undanfarin ár hefur fest sig í sessi sem framúrskarandi sviðslistahópur sem sérhæfir sig í vönduðu leikhúsi fyrir börn og ungmenni. Hópinn stofnuðu þrjár listakonur, leikkonan og leikstjórinn Agnes Wild, tónlistarkonan Sigrún Harðardóttir og leikmynda- og búningahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir, en með hópnum starfar fjöldi frábærra listamanna. Verkefni Miðnættis hafa einkennst af fallegri og vandaðri hönnun, en einnig hafa leiklist og tónlist haldist í hendur og gengt jafn mikilvægu hlutverki og verið í lifandi flutningi í öllum verkum Miðnættis.

    Agnes Wild, leikstjóri og leikkona
    Eva Björg Harðardóttir, leikmyndar-, búninga- og brúðuhönnuður
    Sigrún Harðardóttir, tónlistarhöfundur
    Kjartan Darri Kristjánsson, ljósahönnuður
    Aldís Davíðsdóttir, leikkona og brúðugerð
    Nick Candy, leikari
    Þorleifur Einarsson, leikari
    Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, aðstoðarleikstjóri
    Kara Hergils, framkvæmdarstjóri
    Ljósmyndir: Eyþór Árnason

    FYRRI VERK MIÐNÆTTIS

    Miðnætti frumsýndi barnasýninguna Á eigin fótum í Tjarnarbíói í apríl 2017. Sýningin hélt áfram leikárið 2017-18 vegna mikilla vinsælda og frábærra dóma gagnrýnenda. Sýningin var einnig flutt í menningarhúsinu Katuaq í Nuuk í Grænlandi vorið 2017 og á barnaleikhúshátíðinni Ungi vorið 2018.

    Næstu sýnignar Á eigin fótum verða á leikhúshátíðunum Theatre Children‘s Week í Póllandi í Júní 2019, Ricca Ricca festival í Japan. í Júlí 2019 og NAKS festival í Eistlandi í október 2019.

    Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!

    Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.

    Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
    – Leiklistarráði.

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!