Þjóðleikhúsið efnir í fyrsta sinn til rafrænna áheyrnarprufa fyrir menntaða leikara | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Þjóðleikhúsið efnir í fyrsta sinn til rafrænna áheyrnarprufa fyrir menntaða leikara

  • Kallað eftir umsóknum um leikarastöður
  • Markmið leikhússins er að auka fjölbreytni í leikhópnum
  • Leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna hvattir til að sækja um    

  Þjóðleikhúsið vinnur nú að undirbúningi næsta leikárs og í þeim tilgangi er kallað eftir umsóknum um stöður leikara við húsið.  Nú í fyrsta sinn er kallað eftir rafrænum umsóknum og prufum fyrir menntaða leikara. Í fyrsta sinn geta leikarar sent stuttar upptökur af sér auk almennra umsóknargagna.  Er þetta gert til að auka aðgengi nýrra leikara að húsinu en jafnframt lagar leikhúsið með þessum hætti sig að ríkjandi aðstæðum.  Í framhaldinu, eftir að listrænir stjórnendur í nýju listrænu teymi leikhússins hafa farið yfir umsóknir, verður hluta hópsins boðið í ítarlegri prufur með sambærilegum hætti og gert var síðastliðið vor þegar 11 leikurum var boðið til ítarlegra prufa fyrir hlutverk Rómeós. Þá er unnið með leikstjóra við húsið.  

  Markmið leikhússins er að stuðla að því að markviss og vönduð endurnýjun verði í leikhópnum og auka fjölbreytni.  Leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna eru hvattir til að senda inn prufur. 

  Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins, leikhusid.is. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um feril, ljósmynd og stutt myndband. Öllum umsóknum verður svarað, en ekki verða allir boðaðir í framhaldsprufur. 

  Tekið hefur verið við umsóknum síðan í desember en skilafrestur er til og með 1. febrúar 2021.   loading

  Takk fyrir að skrá þig!