Þjóðleikhúsið óskar eftir hugmyndum frá ungu fólki! | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Þjóðleikhúsið óskar eftir hugmyndum frá ungu fólki!

  Sigga Dögg og Dominique vilja fara á trúnó með ungu fólki og heyra þeirra sögur

  Þjóðleikhúsið hvetur um þessar mundir einstaklinga á aldrinum 15-20 ára að senda inn tillögur að umfjöllunarefni fyrir nýtt og spennandi verkefni undir nafninu TRÚNÓ. Verkefnið er nýr liður í stefnu Þjóðleikhússins að auka framboð á efni sérstaklega ætlað ungu fólki á framhaldsskóla aldri. Markmið TRÚNÓ er að ungt fólk fái tækfæri til að móta verk sem snertir á málefnum þess, á þeirra eigin forsendum.

  Sigga Dögg og Dominique

  Dominique Sigrúnardóttir, leikkona og leikstjóri ásamt Siggu Dögg, kynfræðingi eru höfundar TRÚNÓ og hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þær hafa báðar víðtæka reynslu af því að vinna með ungu fólki, en Dominique hefur meðal annars leikstýrt tveimur leiksýningum fyrir Listafélag Verslunarskóla Íslands og Sigga Dögg hefur ferðast vítt og breytt um landið við að kenna kynfræðslu. Þær munu þróa valdar tillögur áfram og stefnt er á að sýna afraksturinn, þar sem ungir áhugaleikarar fá að spreyta sig á glænýjusviði Þjóðleikhússins, Loftinu.

  Loftið er nýtt leikrými Þjóðleikhússins þar sem áhersla er lögð á að rannsaka og þróa nýtt efni og nýjar frásagnarleiðir fyrir yngri áhorfendur. Þar verður til rými til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Þar er staður fyrir sviðslistafólk til að stunda formtilraunir og nýsköpun í hráu rými.  Listrænn stjórnandi Loftsins er Gréta Kristín Ómarsdóttir.

  Haldnar verða opnar prufur fyrir leikhóp Trúnó þegar fram líða stundir. Ungir áhugaleikarar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif á framvindu verkefnisins með því að senda inn sínar hugmyndir inn á heimasíðu leikhússins

  Tekið er við umsóknum til miðnættis 1.febrúar.
  Nánari upplýsingar veita

  Sigga Dögg kynfræðingur
  s: 822-9525
  Dominique G. Sigrúnardóttir
  693 6779  loading

  Takk fyrir að skrá þig!