Sumar- og Söguleikhús Kómedíuleikhússins | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Sumar- og Söguleikhús Kómedíuleikhússins

Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði hefst 15. júní

Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði er orðið fastur liður í hinu vestfirska sumri. Sumarsýning ársins er, Listamaðurinn, og verður frumsýnd miðvikudaginn 15. júní. Sýningin verður síðan á fjölunum vikulega eftir það í Haukadalnum og ávallt á miðvikudögum. Miðasölusími Kómedíuleikhússins er 891 7025. Kómedíuleikhúsið í Haukadal er aðeins steinsnar frá þorpinu Þingeyri.

Listamaðurinn er áhrifamikil leiksýning um Samúel Jónsson í Selárdal sem kallaður var, Listamaðurinn með barnshjartað. Listamaðurinn skapaði sína eigin listaveröld í Selárdal sem skákar öllum Disney löndum. Það er Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk Listamannsins og er hann einnig höfundur leiksins. Leikstjóri er Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Samúel Jónsson í Selárdal var kallaður Listamaðurinn með barnshjartað.

Það verður einnig talsvert um gestakomur í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins. Fyrsta gestasýningin í sumar er einleikurinn, Stelpur og strákar, eftir Dennis Kelly með Björk Guðmundsdóttur. Leikurinn verður sýndur föstudaginn 3. júní og er miðasala þegar hafin. Fleiri gestir eru væntanlegir og því um að gera að fylgjast vel með Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar.

Nansen á Þingeyri

Kómedíuleikhúsið er einnig að bæta við sig leikhúsi í sumar. Þar er um að ræða sérstakt Söguleikhús Kómedíuleikhússins sem er til húsa í Salthúsinu á Þingeyri. Söguleiksýning ársins er, Nansen á Þingeyri, og verður frumsýnd þriðjudaginn 21. júní í Salthúsinu. Sýningin verður síðan á fjölunum vikulega eftir það og ávallt á þriðjudögum. Miðasölusíminn sá sami 891 7025 og rétt er að geta þess að Salthúsið er staðsett í hjarta þorpsins Þingeyri.

Friðþjófur Nansen gerði sér ferð á Þingeyri

Söguleikurinn, Nansen á Þingeyri, segir af einni eftirminnilegustu heimsókn í sögu þorpsins Þingeyri. En það er án efa þegar landkönnuðurinn norski Friðþjófur Nansen dvaldi á eyrinni um tveggja vikna skeið áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul. Elfar Logi Hannesson er bæði leikari og höfundur leiksins, búningahönnuður er Þ. Sunneva Elfarsdóttir og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Nú er ekkert annað gera en að skella sér vestur í sumar og njóta leikhússins vestfirska.loading