Strindberg – stundin okkar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Strindberg – stundin okkar

    utvarpsleikhusid-strindberg-hrein

    „Strindberg – stundin okkar“ nefnist nýr þáttur Ríkisútvarpsins, helgaður „hinum dramatíska þræði lífsins“, eins og segir í kynningu.

    Umsjónarmaðurinn fær hjónin Henning Ólafsson og Ernu Sigurðardóttur til sín í skemmtilegt spjall um leikritið „Föðurinn“ eftir August Strindberg. Henning og Erna flytja brot úr textanum og velta vöngum yfir efniviði og persónum verksins, ásamt umsjónarmanni.

    Þeir sem hlusta á þáttinn gætu haldið því fram að næstum hvert einasta talað orð í þættinum megi á endanum rekja til leikverks hins sænska meistara. Ennfremur að gestir þáttarins – jafnvel umsjónarmaðurinn líka – eigi í nokkrum erfiðleikum með að greina á milli raunveruleika og blekkingar.

    Útvarpsleikhúsið lætur hlustendum eftir að dæma hér um og minnir á að „ekki er allt sem heyrist“ …

    Þetta er efni ýs útvarpsleikrits sem Útvarpsleikhúsið frumflytur sunnudaginn 1. febrúar kl. 13:00 á Rás 1.

    Höfundur og leikstjóri er Bjarni Jónsson og Einar Sigurðsson sér um hljóðvinnslu.

    Persónur og leikendur:
    Henning Ólafsson: Sveinn Ólafur Gunnarsson
    Erna Sigurðardóttir: Sólveig Guðmundsdóttir
    Umsjónarmaður þáttarins: Hjálmar Hjálmarsson

    „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið.“ (Úr viðtali við Bjarna Jónsson í Fréttablaðinu 29. o1. 2015 í tilefni af flutningi leikritsins)

    Bjarni Jónsson er eitt okkar helsta leikskáld og hefur víða komið við í íslensku leikhúsi.

    Fyrir Útvarpsleikhúsið skrifaði hann og leikstýrði þríleiknum Besti vinur hundsins og hlaut sú uppsetning Grímuna 2008 sem útvarpsverk ársins.

    Hann hefur gert fjölda leikgerða fyrir Útvarpsleikhúsið og má þar m.a. nefna þrjú verk sem hann vann ásamt hljómsveitinni m ú m: Svefnhjólið eftir skáldsögu Gyrðis Elíassonar sem hlaut Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin 2004, Augun þín sáu mig eftir samnefndri skáldsögu Sjón sem hlaut 6. sæti í evrópsku ljósmiðlakeppninni Prix Europa 2009 og var flutt af útvarpsleikhúsi tékkneska ríkisútvarpsins í þeirra eigin uppfærslu nú í vikunni, og Hér eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur og var tilnefnt til Grímunnar 2014. Einnig má nefna útvarpsleikgerðir eins og Dáið er alt án drauma eftir skáldsögu Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar, (02/03), Ævinlega eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar (02/03) og Hinn íslenski aðall eftir skáldsögu Þórbergs Þórbergssonar sem hlaut Grímuna 2004 sem útvarpsverk ársins og Saga af þriðjudegi eftir sögu Steinars Braga (09/10).

    Af öðrum leikverkum Bjarna á íslenskum leiksviðum má nefna Kaffi (Þjóðleikhúsið 97/98), Vegurinn brennur (Þjóðleikhúsið 03/04), Óhapp! (Þjóðleikhúsið 07/08) og Falið fylgi (Leikfélag Akureyrar 08/09).

    Þá hefur Bjarni unnið að leikgerðum fyrir leiksvið eins og Hýbýli vindanna eftir skáldsögu Böðvars Guðmundssonar (Borgarleikhúsið 04/05) og Lífsins tré eftir skáldsögu Böðvars Guðmundssonar (Borgarleikhúsið 04/05).

    Bjarni hefur unnið nú síðast með leikhópnum Kriðpleir að sýningunum Lítill kall/Tiny Guy (12/13) og Síðbúin rannsókn (14/15). Bjarni er einn af listrænum stjórnendum alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar LÓKAL.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!