Síðbúin rannsókn | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Síðbúin rannsókn

    sidbuinrannsoknDRAP HANN MANN EÐA DRAP HANN EKKI MANN?

    „Síðbúin rannsókn“ í Tjarnarbíói!

    Meðlimir leikhópsins Kriðpleirs hafa haft í bígerð nýja heimildarmynd um Jón Hreggviðsson sem var dæmdur fyrir böðulsmorð fyrir 330 árum. Þeir eiga ýmisskonar efni í handraðanum og geta ekki beðið eftir að kynna það fyrir áhorfendum. Þess vegna er orðinn til gamanleikurinn SÍÐBÚIN RANNSÓKN, bíó, leiksýning og einskonar endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar.

    Verkið hefur verið sýnt í Bíó Paradís en á nýju ári færist þessi málarekstur Kriðpleirs yfir í Tjarnarbíó.

    Sýningar verða:
    Fimmtudaginn 15. janúar
    Fimmtudaginn 22. janúar
    Sunnudaginn 25. janúar

    „Síðbúin rannsókn“ er þriðja leiksýningin sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp. Fyrri sý́ningar hópsins eru „Tiny Guy“ sem sýnd var í Háskóla Íslands, Mengi og á stóra sviði Borgarleikhússins og „Blokkin“ sem sett var upp í 48
    fm íbúð Friðgeirs Einarssonar við Háaleitisbraut.

    Kriðpleir leikhópur: SÍÐBÚIN RANNSÓKN (2014)
    Texti: Bjarni Jónsson
    Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson
    Umgjörð: Tinna Ottesen
    Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
    Tónlist: Árni Vilhjálmsson (+ sígilt stöff)
    Leikstjórn: Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson
    Framleiðandi: Kriðpleir

    Lengd 85 mínútur
    Miðaverð: 2500.-

    Frekari upplýsingar:
    www.kridpleir.com

    Úr dómum um SÍÐBÚNA RANNSÓKN:

    „5 stjörnur!“
    Valur Grettisson, DV

    „Ég tel að það fari mjög eftir áhorfandanum hvernig hann upplifir sýninguna.
    Ef hann er að koma á kynningarkvöld á heimildarmynd í framleiðslu þá er þetta
    kynningarkvöld hreint út sagt skelfing. Ef hann er að koma að sjá gamanleik þá er
    þetta vissulega fyndið og skemmtilegt en hætt við að hlegið sé á mismunandi stöðum
    eftir áhorfendahópum. En ef maður horfir dýpra þá er verkið með háalvarlegum
    undirtóni – enda viðfangsefnið í sjálfu sér háalvarlegt. Svo verkið er marglaga, hefur
    bæði dýpt og þunga undir grínyfirborðinu. Það vakti að minnsta kosti með mér
    spurningar, gaf tilefni til heilabrota. Sem er gott.“
    Guðmundur Oddsson, starafugl.is

    „Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur
    úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur
    eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar
    leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og
    tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum.“
    Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!