Oddur og Siggi – Frumsýning á Ísafirði og svo ferðast þeir um landið. | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Oddur og Siggi – Frumsýning á Ísafirði og svo ferðast þeir um landið.

    Oddur og Siggi 1

    Leikararnir Oddur og Siggi segja okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt persónulega sögu sem kannski fjallar um þá, kannski einhverja aðra, kannski um einhvern sem þú þekkir, kannski um þig.

    Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð.

    Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað?

    Oddur og Siggi er skemmtileg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.

    Aldurshópur: 10-12 ára.

    Frumsýning á Ísafirði 3. október.

    Aðstandendur

    • Leikarar: Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson
    • Leikstjórn Björn Ingi Hilmarsson
    • Tónlist: Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson
    • Leikmynd: Högni Sigurþórsson
    • Höfundar: Björn Ingi Hilmarsson og leikhópurinn
    • Búningadeild: Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!