Mistakasaga mannkyns | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Mistakasaga mannkyns

    mistakasaga stor

    Hefðbundin ljóð og tónlist fara í gegnum nýstárlega skapandi hakkavél í ádeiluverki tónlistarmannanna Hallveigar Rúnarsdóttur, Erps Eyvindarsonar, Hilmars Arnar Hilmarsonar og Bjarna Frímanns Bjarnasonar.

    „Enginn hér í heimi hefur eftir minni bestu vitneskju – og ég hef ráðist í áralangar rannsóknir og notið liðsinnis annara við þær – nokkurn tíma tapað fé á því að vanmeta greind hins almenna fjölda. Né hefur nokkur þurft að segja af sér embætti vegna þessa.“ H.L. Mencken – Um blaðamennsku í Chicago Tribune 19. september 1926.

    Trúarbrögð, heimspeki og listir hafa í gegnum árþúsundir fjallað um hina „illu hneigð“ mannkyns og að það sé okkur eðlislægt að endurtaka mistök kynslóðanna .
    Við skoðum söguna, kenningar Sigmundar Freud, Arthur Koestler og fleiri um þessa veilu, grípum niður í harmljóð bókmenntanna, tregasöngva ólíkra tónlistarstefna, kaldhæðna texta og hvernig við höfum öðlast óljósa von í gegnum söguna. Er líffræðin örlagavaldur, er Glámur í gangverkinu, eða erum við á leiðinni útí geim?

    Er okkur viðbjargandi?

    Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson, Bjarni Frímann Bjarnason, og fleiri.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!