Lónið | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Lónið

  EINUNGIS ÞRJÁR SÝNINGAR VERÐA Á LÓNINU

  Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, hannað fyrir bæði líkama og sál, en að ná fullkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum. Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða.

  Lónið er sviðsverk um eymd mannlegrar tilveru á fordæmalausum tímum. Stóra sal Tjarnarbíós er umbreytt í snoturt baðlón þar sem flytjendur verksins svamla um í ökkladjúpu vatninu. Við fylgjumst með þeim gera heiðarlega tilraun til að njóta alls þess sem hægt er að óska sér í manngerðu náttúruundrinu. Lónið í Tjarnarbíói er nefnilega hápunktur mannlegs samfélags; neysluvæn paradís full af fallegum söngvum, skemmtilegu afþreyingarefni, djúpum teygjuæfingum, órökstuddum rökræðum, brotnum sjálfsmyndum og algjöru tilgangsleysi nútímamanneskjunnar. Hvað gæti mögulega klikkað?

  Lengd: 60 mínútur.

  Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius
  Flytjendur: Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir
  Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
  Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir
  Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson
  Leikmynd og ljósahönnun: Magnús Thorlacius
  Aðstoð við búninga: Annalísa Hermannsdóttir
  Samsköpun í leikferli: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson, Vigdís Halla Birgisdóttir
  Leikstjórn á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir
  Kvikmyndataka á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir, Hákon Örn Helgason
  Litaleiðrétting á markaðsefni: Nikulás Tumi Hlynsson
  Ljósmyndir af sýningu: Owen Fiene, Brian FitzGibbon
  PR: Björk Guðmundsdóttir
  Sérstakar þakkir: Anna María Tómasdóttir, Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Egill Ingibergsson, Fjölnir Gíslason, Guðmundur Felixson, Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson
  Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.  loading

  Takk fyrir að skrá þig!