Lónið | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Lónið

EINUNGIS ÞRJÁR SÝNINGAR VERÐA Á LÓNINU

Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, hannað fyrir bæði líkama og sál, en að ná fullkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum. Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða.

Lónið er sviðsverk um eymd mannlegrar tilveru á fordæmalausum tímum. Stóra sal Tjarnarbíós er umbreytt í snoturt baðlón þar sem flytjendur verksins svamla um í ökkladjúpu vatninu. Við fylgjumst með þeim gera heiðarlega tilraun til að njóta alls þess sem hægt er að óska sér í manngerðu náttúruundrinu. Lónið í Tjarnarbíói er nefnilega hápunktur mannlegs samfélags; neysluvæn paradís full af fallegum söngvum, skemmtilegu afþreyingarefni, djúpum teygjuæfingum, órökstuddum rökræðum, brotnum sjálfsmyndum og algjöru tilgangsleysi nútímamanneskjunnar. Hvað gæti mögulega klikkað?

Lengd: 60 mínútur.

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius
Flytjendur: Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir
Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson
Leikmynd og ljósahönnun: Magnús Thorlacius
Aðstoð við búninga: Annalísa Hermannsdóttir
Samsköpun í leikferli: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson, Vigdís Halla Birgisdóttir
Leikstjórn á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir
Kvikmyndataka á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir, Hákon Örn Helgason
Litaleiðrétting á markaðsefni: Nikulás Tumi Hlynsson
Ljósmyndir af sýningu: Owen Fiene, Brian FitzGibbon
PR: Björk Guðmundsdóttir
Sérstakar þakkir: Anna María Tómasdóttir, Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Egill Ingibergsson, Fjölnir Gíslason, Guðmundur Felixson, Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.



loading