Líf og list Arthurs Miller leikskálds | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Líf og list Arthurs Miller leikskálds

    arthur_og_monroe_0

    Tíminn og vitund mín sjálfs, nefnist ný þriggja þátta röð sem frumflutt verður næstu þrjá sunnudaga í Útvarpsleikhúsinu á sunnudögum kl. 13 á Rás 1.

    Þáttaröðinn sem er eftir Trausta Ólafsson sem jafnframt stjórnar flutningi og í hljóðvinnslu Einars Sigurðssonar,

    Í þáttaröðinni segir bandaríska leikskáldið Arthur Miller (f. 17.október 1915 – d. 10.febrúar 2005) frá lífi sínu og leikritum. Í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans og tíu ár frá andláti hans.

    Þættirnir byggjast á sjálfsævisögu leikskáldsins sem kom út árið 1987 en þar segir Miller frá einkalífi sínu og hugmyndum að baki leikritanna sem öfluðu honum heimsfrægðar.

    Í hlutverki Arthur Millers er Þorsteinn Gunnarsson.

    Aðrir flytjendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Trausti Ólafsson og Þór Tulinius.

    Í þáttunum eru einnig flutt valin brot úr leikritum Millers úr safni Útvarpsleikhússins í flutningi margra okkar helstu leikara í gegnum tíðina.

    sunnudagur 8.febrúar kl. 13:00
    Útvarpsleikhúsið: Tíminn og vitund mín sjálfs
    1. þáttur

    eftir Trausta Ólafsson.
    Bandaríska leikskáldið Arthur Miller (f. 17.október 1915 – d. 10.febrúar 2005) segir frá lífi sínu og leikritum.
    Í hlutverki Arthur Millers: Þorsteinn Gunnarsson.
    Aðrir flytjendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Trausti Ólafsson og Þór Tulinius.
    Í þættinum eru flutt brot úr leikriti Millers úr safni Útvarpsleikhússins: Sölumaður deyr í þýðingu Jónasar Kristjánssonar í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson og Pétur Einarsson.

    sunnudagur 15.febrúar kl. 13:00
    Útvarpsleikhúsið: Tíminn og vitund mín sjálfs
    2. þáttur
    eftir Trausta Ólafsson.
    Bandaríska leikskáldið Arthur Miller (f. 17.október 1915 – d. 10.febrúar 2005) segir frá lífi sínu og leikritum.
    Í hlutverki Arthur Millers: Þorsteinn Gunnarsson.
    Lesari auk hans: Þór Tulinius.
    Í þættinum eru flutt brot úr leikritum Millers úr safni Útvarpsleikhússins: Horft af brúnni í þýðingu Jakobs Benediktssonar í leikstjórn Lárusar Pálssonar og Sölumaður deyr í þýðingu Jónasar Kristjánssonar í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikarar í þessum leikritabrotum: Lárus Pálsson, Róbert Arnfinnsson, Regína Þórðardóttir, Haraldur Björnsson, Ólafur Þ. Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmundsdóttir, Rúrik Haraldsson, Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason og Pétur Einarsson.

    sunnudagur 22.febrúar kl. 13:00
    Útvarpsleikhúsið: Tíminn og vitund mín sjálfs
    3. þáttur
    eftir Trausta Ólafsson.
    Bandaríska leikskáldið Arthur Miller (f. 17.október 1915 – d. 10.febrúar 2005) segir frá lífi sínu og leikritum.
    Í hlutverki Arthur Millers: Þorsteinn Gunnarsson.
    Lesari auk hans: Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
    Í þættinum eru flutt brot úr leikritum Millers úr safni Útvarpsleikhússins: : Horft af brúnni í þýðingu Jakobs Benediktssonar í leikstjórn Lárusar Pálssonar og Sölumaður deyr í þýðingu Jónasar Kristjánssonar í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikarar í þessum leikritabrotum: Lárus Pálsson, Róbert Arnfinnsson, Regína Þórðardóttir, Haraldur Björnsson, Ólafur Þ. Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmundsdóttir, Rúrik Haraldsson, Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason og Pétur Einarsson.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!