Leiklistarskóli BÍL 2023 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Leiklistarskóli BÍL 2023

    Starfstími skólans á þessu ári er frá 17. til 25. júní.

    Kæru leiklistarvinir!

    Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og sjötta sinn. Skólinn blómstar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar.

    Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Árni Pétur Guðjónsson mun endurnýja kynni sín við skólann og kenna Leiklist II sem er framhald af Leiklist I sem Ólafur Ásgeirsson kenndi í fyrra. Einnig mætir Jenný Lára Arnórsdóttir til okkar aftur og kennir Leikstjórn III sem er þriðji áfangi í framhaldsseríu hennar og systur hennar Völu Fannell í leikstjórn sem hófst 2021. Við bjóðum svo velkominn í kennarahópinn í fyrsta sinn, Björn Inga Hilmarsson. Hann mun kenna sérnámskeið fyrir leikara undir heitinu Leikarinn sem sögumaður/hljóðfæri (Ex Uno Pluris).
    Þá bjóðum við höfundum í heimsókn til að skerpa stílvopnið! Við vonum að sem flestir eigi þess kost að koma, nema og njóta.

    Hlökkum til að sjá ykkur – með bestu kveðju, Elli, Jónheiður, Hrefna, Dýrleif og Gísli Björn.

    LEIKLIST II
    Kennari er Árni Pétur Guðjónsson
    Þátttökugjald: 109.000 kr.

    Forkröfur: Leiklist I.
    Ef laus pláss eru getur skólanefnd hleypt inn umsækjendum sem eru að hennar mati með nægjanlega menntun eða reynslu.

    Námskeiðslýsing:
    Leiklist II er grunnnámskeið fyrir leikara, ætlað þeim sem sótt hafa Leiklist I eða eiga að baki sambærilegt nám eða reynslu.

    LEIKSTJÓRN III – Framhald af Leikstjórn II

    Kennari: Jenný Lára Arnórsdóttir
    Þátttökugjald: 109.000 kr.

    Forkröfur: Leikstjórn I og II.
    Ef laus pláss eru getur skólanefnd hleypt inn umsækjendum sem eru að hennar mati með nægjanlega menntun eða reynslu. Námskeiðið er framhald af Leikstjórn II sem Jenný Lára kenndi 2022. Þeir ganga fyrir sem sóttu það námskeið eða hafa sótt önnur sambærileg námskeið í leikstjórn

    SÉRNÁMSKEIÐ FYRIR LEIKARA – Ex Uno Plures – Leikarinn sem sögumaður/hljóðfæri

    Kennari: Björn Ingi Hilmarsson
    Þátttökugjald: 109.000 kr.

    Forkröfur: Leiklist I og II eða sambærileg menntun og umtalsverð leikreynsla.
    Ef laus pláss eru getur skólanefnd hleypt inn umsækjendum sem eru að hennar mati með nægjanlega menntun eða reynslu.

    Sérnámskeið fyrir leikara – Leikarinn sem sögumaður/hljóðfæri (Ex Uno Plures)

    Höfundur í heimsókn

    Þátttökugjald: 87.000 kr.

    Blundar í þér skáld? Ertu að burðast með hugmynd? Áttu hálfskrifað handrit? Vantar þig lausa stund til að ljúka leikritinu?
    Skólinn býður höfundum að dvelja að Reykjaskóla við skapandi skrif eins og svo oft áður. Við teljum að mjög vel hafi tekist til og höfundar notið þess að skapa, skrifa og skemmta sér. Það er okkur því sönn ánægja að endurtaka þetta boð.
    Höfundum stendur til boða gisting og fæði með sama hætti og nemendum skólans, þeim ber að fara eftir reglum skólans um umgengni o.fl. og er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt í öllu skólastarfi utan hefðbundinna kennslustunda.
    Við hvetjum höfunda til að nýta sér þetta tækifæri og lofum því að hinn eini sanni skólaandi verði einstök uppspretta sköpunargleði!



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!