Halaleikhópurinn frumsýnir Tíu litla strandaglópa | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Halaleikhópurinn frumsýnir Tíu litla strandaglópa

    10litlir2Halaleikhópurinn setur á svið morðsögu eftir drottningu glæpasagnanna, Agöthu Christie, Tíu litlir strandaglópar (And then there were none), í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Frumsýning er föstudaginn 30. janúar kl. 20.00.

    Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla“ og hefur starfað óslitið síðan. Í þessum hóp er fötlun hvorki hindrun né skilyrði heldur tækifæri. Þetta er blandaður leikhópur þar sem hver og einn kemur inn á sínum eigin forsendum.

    Leikverkið byggði Agatha á eigin metsölubók sem seld hefur verið í yfir 100 milljónum eintaka. „Tíu litlir strandaglópar“ eða morð á morð ofan segir söguna af 10 einstaklingum sem er boðið af dularfullum hjónum í helgarferð á klettaeyju. Gestirnir eru ekki fyrr búnir að koma sér fyrir þegar einn þeirrra deyr grunsamlega. Öll eru þau strand og komast ekkert. Gestgjafinn, sem sést hvergi, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku, um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna morðs sem þau eiga að hafa framið. Strandglóparnir byrja að opna sig fyrir hvort öðru…. þar til þau taka að týna lífinu hvert á fætur öðru. Hver deyr næst? Hver er morðinginn? Agatha Christie og Halaleikhópurinn munu halda spennu áhorfenda fram á seinustu stundu.

    10litlir2Strandaglópar fóru í boð og þá voru þeir tíu. Einn þeirra stóð á öndinni, og þá voru eftir níu.

    Níu litlir strandaglópar fóru seint að hátta. Einn þeirra svaf yfir sig, og þá voru eftir átta.

    Átta litlir strandaglópar vöknuðu klukkan tvö. Einn þeirra varð eftir og þá voru eftir sjö.

    Sjö litlir strandaglópar sátu og átu kex. Exi féll á einn þeirra og þá voru eftir sex.

    Miðaverð er 2500 kr. Ef keypt er heil sýning kostar hún 75.000 kr.

    Næstu sýningar verða:
    Frumsýning. föstudaginn 30. jan. kl. 20.00 – uppselt
    Sunnudaginn 1. feb. kl. 17.00
    Föstudaginn 6. feb. Kl. 20.00
    Sunnudaginn 8. feb kl. 17.00
    Laugardaginn 14. feb. kl. 20.00

    Miðapantanir eru í síma 897-5007 og á midi@halaleikhopurinn.is
    Áframhaldandi sýningarplan má finna á vefnum www.halaleikhopurinn.is Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um sýninguna.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!