Browsing "Uncategorized"
Grimas Foundation er léttur, mattur, fljótandi húðfarði sem er vel þekjandi. Hentar sérlega vel í mikilli nálægð, fyrir kvikmyndir og ljósmyndun t.d. Liturinn er í 35 ml. túbum og til í 3 litatónum sem kosta 1.290.- stk.
Leikhúsbúiðn er við Kleppsmýrarveg 8, 104 Reykjavík og er opin alla virka daga frá 9-13 og sendir hvert á land sem er. Pantaðu í síma 5516974 eða með tölvupósti í netfangið info@leiklist.is
Farðinn er borinn beint á húð. Ef húðin en þurr getur verið gott að nota rakakrem undir. Berið það á og bíðið í 10 mín. áður en farðinn er notaður.
Farðinn næst af með hreinsikremi.
Innihaldslýsing og nánari upplýsingar
Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006. Að stofnun hans komu níu einstaklingar sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og áttu ákaflega bágt með þá hefð leikhúsanna að fara í sumarfrí. Hvað eiga áhugasamir áhugaleikarar af sér að gera á sumrin þegar leikhóparnir leggjast allir í dvala? Svarið lá í augum uppi.
Það er ekki auðvelt að stofna leikhóp og ekki ókeypis heldur en liðsmenn Lottu voru stórhuga. Fyrsta Lottan (við köllum bílinn okkar Lottuna) var keyptur út á krít hjá fjármálafyrirtækjunum og kerra undir leikmyndina var leigð af kerruleigu. Stórsmellurinn Dýrin í Hálsaskógi varð fyrir valinu sem fyrsta verkið sem yrði sett upp enda urðum við að treysta á að sýningin myndi draga að sér áhorfendur svo hægt væri að standa í skilum við fjármálastofnanir. Við renndum hálf blint í sjóinn og vissum alls ekki hvaða ævintýri við værum að leggja út í.
Skemmst er frá því að segja að strax á frumsýningunni var ljóst að við vorum að gera eitthvað rétt. Elliðaárdalurinn fylltist af fólki þegar Lotta frumsýndi í fyrsta sinn þann 20 maí árið 2007. Þetta fyrsta sumar sýndum við á yfir 40 stöðum víðsvegar um landið og hvar sem við komum var okkur tekið fagnandi. Um 15 þúsund manns sáu Dýrin í Hálsaskógi í meðförum Lottu þetta sumar og síðan þá hefur áhorfendum okkar farið fjölgandi með hverju árinu.
Sumarið 2012 var Leikhópurinn Lotta tekinn inn í Sjálfstæðu leikhópana og síðan þá telst hópurinn til atvinnuleikhópa.
Stjórn Lottu er skipuð fjórum einstaklingum sem allir hafa verið með hópnum frá stofnun hans (utan Rósu sem stimplaði sig rækilega inn þegar hún tók aðalhlutverkið í Galdrakarlinum í Oz sumarið 2008). Lottan telur þó fleiri meðlimi því á ári hverju koma mun fleiri aðilar að uppsetningu hvers verks. Við lítum á þetta svolítið eins og skátarnir „eitt sinn Lotta, ávalt Lotta“ og verður því öllum meðlimum Lottu, bæði fyrr og síðar gerð skil á þessari síðu.
Upplýsingar um hvern og einn koma þó síðar. Þetta er svo mikið af fólki að það tekur smá tíma að koma öllum inn 
Leynileikhúsið býður uppá almenn leiklistarnámskeið fyrir börn í 2.-10.bekk og framhaldsnámskeið, sem ætluð eru fyrir vana leiklistariðkendur í 5.-10.bekk. Einnig er hægt að sækja söngleikjanámskeið og námskeið í talsetningu teiknimynda hjá Leynileikhúsinu. Almenn leiklistarnámskeið eru alls 12 klukkustundir. Hver leiklistartími er ein klukkustund í senn og fer fram einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið eru 90 mínútur í senn, einnig einu sinni í viku. Kennt er í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið, fyrstu tíu skiptin. Lokatíminn er tvöfaldur (11.og 12.tími) og fer fram í leikhúsi, þar sem nemendur fá búninga, leikhúsförðun og æfingu á sviði og sýna svo leiksýningu fyrir aðstandendur.
Á öllum námskeiðum okkar fær sköpunargleðin, leikur, spuni og samvinna að ráða ríkjum, því megináherslur Leynileikhússins eru ávallt frumsköpun og LEIKGLEÐI.
Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomu.
Öllum námskeiðum lýkur með sýningu nemenda á eigin verkum, sem fram fara í leikhúsi. Allir kennararnir Leynileikhússins skarta háskólamenntun í leiklist.
www.leynileikhusid.is
Sturlungaöld á leiksviði
Hér birtast okkur átök Sturlungaaldar í nýstárlegri sýningu leikhópsins Aldrei óstelandi, en hópurinn hefur vakið mikla athygli fyrir leiksýningarnar Lúkas, Sjöundá og Fjalla-Eyvind.
Sögusviðið er Ísland á þrettándu öld. Blóðugt tímabil hatrammra deilna og mikillar óvissu. Gissur Þorvaldsson snýr heim frá Noregi, fús til sátta við erkióvini sína, Sturlunga, eftir áralangan ófrið. Sturlungar efast um heilindi Gissurar en sannfærast þegar hann leggur til að sonur hans kvænist stúlku af ætt Sturlunga. Fjölmenni er boðið til brúðkaupsveislu að Flugumýri þar sem innsigla á friðinn. En þessar sættir eru ekki öllum að skapi. Eyjólfur ofsi glímir bæði við stórlynda eiginkonu og stríða lund. Í vígahug ríður hann með flokk manna að Flugumýri í veislulok.
Einar Kárason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008 fyrir skáldsöguna Ofsa.
Leikstjórn: Marta Nordal
Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson og Stefán Hallur Stefánsson.
Leikgerð: Marta Nordal, leikhópurinn og Jón Atli Jónasson
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Eggert Pálsson
Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.
Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið.
Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsin.

Dóri litli er settur í skyndipróf í lestri sem verður til þess að hann missir ríkisfangið og er kyrrsettur á skólabókasafninu. Af hverju skilur hann enginn lengur? Af hverju má hann ekki borða sitt eigið nammi? Hver er þessi Ugla og hvað gengur aðstoðarskólastjóranum eiginlega til? Drepfyndið, óútreiknanlegt og mikilvægt nýtt íslenskt leikrit fyrir stálpaða krakka og aðrar hugsandi verur. Glenna er nýr leikhópur sem hefur það að markmiði að gera framsækið og vandað leikhús fyrir yngri áhorfendur.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikverkið „Lísu í Undralandi“ í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur og við tónlist eftir dr. Gunna í Samkomuhúsinu í lok febrúar 2015. Leikstjóri verður Vignir Rafn Valþórsson, Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd og búninga og með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jónsdóttir. Önnur hlutverk eru í höndum Benedikts Karls Gröndal, Sólveigar Guðmundsdóttur og Péturs Ármannssonar. Auk þess er gert ráð fyrir að fjórir ungir leikarar taki þátt í sýningunni.
Leikfélag Akureyrar bendir ungu fólki (14-18 ára) sem vill taka þátt í þessari spennandi uppsetningu á að í tengslum við hana munu fara fram sérstakar áheyrnarprufur. Prufurnar verða laugardaginn 15. nóvember n.k. (í Rýminu), en skráning fer fram á netfanginu midasala@leikfelag.is. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri í síma 4 600 200.
Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í Óskilum voru farnir að gæla við þá hugmynd að setja á svið gríðarstórt sjóv með 20 dönsurum og leikurum í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Þeir neyddust hins vegar til að sníða sér stakk eftir vexti og nú trana þeir engum öðrum fram en sjálfum sér (enn eina ferðina) í glænýju leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar. Hundur í Óskilum er við sama heygarðshornið og í Sögu þjóðar, en spólar sig að þessu sinni í gegnum 21. öldina – þessi 14 ár sem liðin eru. Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins! Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Sýningin verður sett upp í Samkomuhúsinu, aðsetri LA, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof. Frumsýning er 31. október.


Jólahátíð Skoppu og Skrítlu
Dansandi dádýr, svífandi stjörnur, elskulegir englar og nýfallinn snjór
Í aðdraganda jóla halda Skoppa og Skrítla mikla hátíð til að bjóða sjálfan jólasveininn velkominn til byggða. Hann kemur til að aðstoða þær við að fagna hátíð ljóss og friðar og útbúa gjafir fyrir alla góðu vinina og vinkonurnar. Þegar undirbúningur hátíðarinnar stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Jólasveinninn er í stökustu vandræðum. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla eru…
Skoppa og Skrítla hafa verið í uppháhaldi hjá yngstu kynslóðinni um árabil, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist eða leiksýningum. Þær hafa verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár – en bjóða nú í fyrsta sinn til jólaskemmtunar. Sýningarnar Skoppa og Skrítla á tímaflakki og Skoppa og Skrítla í leikhúsinu slógu báðar í gegn og hlutu geysigóðar viðtökur.
Hentar börnum frá níu mánaða aldri
„Litríkir boðberar kærleika og gleði“ – SG, Mbl, 2013
„Framlag Skoppu og Skrítlu til barnamenningar er bæði þarft og kærkomið“ – HL, Mbl, 2007
„Skoppa og Skrítla eru bestu vinir yngstu barnanna og það er ekki nema von. Þær skilja hvað þau vilja og gefa þeim það í formi tónlistar, gleði og hláturs“ – HL, Mbl, 2007
„Til að kóróna allt saman virtust þær Skoppa og Skrítla ná að tala við hvert einasta barn á sýningunni“ – IML, Mbl, 2005
Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Börn


„Byssur drepa ekki fólk – Fávitar með byssur drepa fólk“
MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðalyndum einstaklingum.
En þegar slys á sér stað um borð og MP5 hríðskotabyssa kemur uppúr neyðarkassanum vaknar spurningin hvort, og þá hvernig, best er að nota byssuna.
MP5 er ný íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni.
Vegna anna eru sýningarnar aðeins þrjár (allar kl. 20:00):
5. desember
12. desember
15. desember

Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.
Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlistarstjóri: Stefán Már Magnússon
Hljóð: Baldvin Magnússon
Brelluþjálfari: Steve Harper
Danshöfundar: Ágústa Skúladóttir
og Katrín Ingvadóttir
Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson og Orri Huginn Ágústsson Hljómsveit
: Stefán Magnússon, Unnur Birna Bassadóttir, Björn Stefánsson og Karl Olgeirsson
Börn: Agla Bríet Einarsdóttir, Ágúst Beinteinn Árnason, Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Karlsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Davíð Laufdal Arnarsson, Elva María Birgisdóttir, Gríma Valsdóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir
