Back to Top
Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Gosi snýr aftur í Borgarleikhúsið

    jan 16, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    „Gosi er allt í senn falleg, fyndin og töfrandi sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara.“

    Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafasamra ævintýra, kynnist talandi kribbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar.

    Leikarar og tónlistarmenn sýna okkur þetta sígilda og ástsæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barna og fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.

    Sýningin hlaut Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2020.

    Þjóðleikhúsið frumsýnir Vertu úlfur á Stóra sviðinu

    jan 13, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    • Þjóðleikhúsið opnar á ný fyrir gestum með verki sem varpar ljósi á málefni sem láta engan ósnortinn, geðheilbrigði, fordóma, baráttu við hugann og glímuna við það að vera manneskja. 
    • Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri skrifar einleik sem er byggður á bók Héðins Unnsteinssonar, Vertu úlfur. Eiginmaður hennar Björn Thors leikur.
    • Ný lög eftir Emilíönu Torrini og Prins Póló voru samin fyrir sýninguna. 
    • Ákvörðun var tekin um að flytja sýninguna upp á Stóra sviðið þar sem verkið þykir mikilvægt innlegg í samfélagsmál sem eru ofarlega á baugi. Uppsetningin er sérstaklega sniðin að samkomutakmörkunum og nýtur sín vel í því samhengi. 

    Þjóðleikhúsið hefur sýningar á Stóra sviðinu að nýju föstudaginn 22. janúar, eftir nær fjögurra mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns, með frumsýningu á einleiknum Vertu úlfur. Verkið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikstýrir, og er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fjallað er hispurslaust um baráttuna við geðsjúkdóma út frá sjónarhóli manns sem í senn glímir við geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála.

    Bókin Vertu úlfur kom út árið 2015 og vakti mikla athygli. Þar fjallar Héðinn Unnsteinsson á opinskáan hátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir eftir að hafa greinst með geðhvörf sem ungur maður. Héðinn rekur þar sögu sína; baráttumannsins sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta kerfinu. Héðinn hefur um árabil starfað við stefnumótunarmál í geðheilbrigðismálum og er í dag formaður Geðhjálpar.

    Listahjónin heilluðust af frásögn Héðins

    Leiklistarhjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors heilluðust bæði af bók Héðins. Þjóðleikhúsið fékk Unni til að skrifa einleik upp úr verkinu og leikstýra, með Björn í hlutverki. Unnur hefur einnig leitað fanga í öðrum verkum eftir Héðin, svo sem blaðagreinum, ljóðum og fyrirlestrum. Upphaflega stóð til að sýna verkið í Kassanum, enda ekki oft sem einleikir rata á Stóra sviðið, en vegna samkomutakmarkana var ákveðið að nýta tækifærið og flytja sýninguna upp á stórt svið, þar sem nýir möguleikar við sviðsetningu opnast. Þetta tækifæri hefur verið afar kærkomið í því ljósi að verkið á brýnt erindi við okkur öll, ekki síst á þeim andlega krefjandi tímum sem við nú lifum. Frumsýningu verksins var jafnframt flýtt. Uppsetningin er sérstaklega sniðin að gildandi samkomutakmörkunum.

    Höfundur tónlistar í sýningunni er Valgeir Sigurðsson en auk þess semja Emilíana Torrini, í samvinnu við Markétu Irglová, og Prins Póló ný lög fyrir sýninguna, innblásin af efninu. Segja má að lögin endurspegli ólíkar hliðar geðhvarfa. Lag Emilíönu fangar hinar dekkri og viðkvæmari hliðar á meðan lag Prinsins endurspeglar oflætið. Þetta er í fyrsta sinn sem Emilíana Torrini semur lag á íslensku og texti hennar er einnig notaður í lagi Prins Póló. Valgeir Sigurðsson tónskáld á að baki farsælan feril í íslensku tónlistarlífi. 

    Sóttvarnir í Þjóðleikhúsinu

    Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld á tímum farsóttarinnar. Við gætum vel að öllu hreinlæti og hvetjum gesti okkar til að hafa í huga eftirfarandi:

    Listrænir stjórnendur:

    Leikstjórn og leikgerð
    Unnur Ösp Stefándsóttir
    Leikmynd og myndbandshönnun
    Elín Hansdóttir
    Búningar
    Filippía I. Elísdóttir
    Lýsing
    Björn Bergsteinn Guðmundsson, Halldór Örn Óskarsson
    Dramatúrg
    Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
    Tónlist
    Valgeir Sigurðsson
    Titillag
    Emilíana Torrini, Markéta Irglová
    Titillag, manía
    Prins Póló
    Texti í titillögum
    Emilíana Torrini

    Geim-mér-ei

    jan 11, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hugljúf og frumleg brúðusýning

    Leikhópurinn Miðnætti, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, frumsýnir brúðusýninginuna Geim-mér-ei í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 16. janúar næstkomandi.
    Sýningin hentar einstaklega vel fyrir yngstu leikhúsgestina, en hún er unnin af leikhópnum Miðnætti sem hefur hefur vakið verðskuldaða athygli á umliðnum árum fyrir vandaðar uppsetningar sínar. Leikstjóri Geim-mér-ei er Agnes Wild

    Geim-mér-ei er ný brúðusýning án orða um ferðalag út í geim, ævintýraþrá, áræðni og óvænta vináttu. Í sýningunni er notast við blandaða brúðutækni, meðal annars japanska brúðuleikhússtílinn Bunraku. Sýningin er flutt án orða, og tónlistin er frumsamin.

    Vala er 6 ára forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Vala fer um borð, kemur því á loft og á ferðalaginu kynnist hún sólkerfinu okkar, sér loftsteina og halastjörnur, svarthol og geimþokur. En geimskipið er bilað og brotlendir aftur á fjarlægri plánetu. Þar kynnist hún Fúm, geimveru sem hefur týnt geimskipinu sínu. Með samvinnu og útsjónarsemi koma þau Völu aftur heim. Þrátt fyrir að vera ólík og hafa í fyrstu verið smeyk við hvort annað, myndast með þeim dýrmæt vinátta.

    Í sýningunni lenda Vala og Fúm í aðstæðum þar sem þau upplifa vanmátt og hræðslu en það er allt í lagi því innra með þeim býr kraftur, sjálfstæði og hugrekki. Með leiksýningunni viljum við sýna ungum leikhúsgestum að það er eðlilegt að upplifa ótta gangvart hinu óþekkta. Vala og Fúm takast á við eigin fordóma, ókunnar aðstæður og uppgjöf gagnvart erfiðu verkefni. En með samvinnu má sigrast á stærstu hindrunum.

    Sýningin er fyrir börn frá 18 mánaða og fjölskyldur þeirra. Í sýningunni eru örfá orð notuð, en tónlistin verður að tungumáli sýningarinnar. Þess vegna hentar sýningin fyrir börn með ólík móðurmál og heyrnarskert börn. Þetta er kjörin fyrsta leikhúsupplifun.

    Miðnætti er atvinnuleikhópur sem undanfarin ár hefur fest sig í sessi sem framúrskarandi sviðslistahópur sem sérhæfir sig í vönduðu leikhúsi fyrir börn og ungmenni. Hópinn stofnuðu þrjár listakonur, leikkonan og leikstjórinn Agnes Wild, tónlistarkonan Sigrún Harðardóttir og leikmynda- og búningahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir, en með hópnum starfar fjöldi frábærra listamanna. Verkefni Miðnættis hafa einkennst af fallegri og vandaðri hönnun, en einnig hafa leiklist og tónlist haldist í hendur og gengt jafn mikilvægu hlutverki og verið í lifandi flutningi í öllum verkum Miðnættis.

    Agnes Wild, leikstjóri og leikkona
    Eva Björg Harðardóttir, leikmyndar-, búninga- og brúðuhönnuður
    Sigrún Harðardóttir, tónlistarhöfundur
    Kjartan Darri Kristjánsson, ljósahönnuður
    Aldís Davíðsdóttir, leikkona og brúðugerð
    Nick Candy, leikari
    Þorleifur Einarsson, leikari
    Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, aðstoðarleikstjóri
    Kara Hergils, framkvæmdarstjóri
    Ljósmyndir: Eyþór Árnason

    FYRRI VERK MIÐNÆTTIS

    Miðnætti frumsýndi barnasýninguna Á eigin fótum í Tjarnarbíói í apríl 2017. Sýningin hélt áfram leikárið 2017-18 vegna mikilla vinsælda og frábærra dóma gagnrýnenda. Sýningin var einnig flutt í menningarhúsinu Katuaq í Nuuk í Grænlandi vorið 2017 og á barnaleikhúshátíðinni Ungi vorið 2018.

    Næstu sýnignar Á eigin fótum verða á leikhúshátíðunum Theatre Children‘s Week í Póllandi í Júní 2019, Ricca Ricca festival í Japan. í Júlí 2019 og NAKS festival í Eistlandi í október 2019.

    Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!

    Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.

    Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
    – Leiklistarráði.

    Þjóðleikhúsið efnir til listamannaspjalls með leikaranum ástsæla Jonathan Pryce

    des 15, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þjóðleikhúsið efnir til listamannaspjalls með leikaranum ástsæla Jonathan Pryce.  Samtalið fer fram rafrænt, fimmtudaginn 17. desember kl. 13 og mun standa í u.þ.b. 90 mínútur.  Jonathan Pryce hefur verið í hópi ástsælustu leikara heims um áratuga skeið. Hann er mikilsvirtur sviðsleikari auk þess sem hann hefur leikið í vinsælum stórmyndum. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn. Á ferli sínum hefur hann unnið með mörgum af fremstu leikstjórum heims, þar á meðal með Peter Brook. 

    Meðal sviðsverka sem hann hefur verið í burðarhlutverkum í eru Hamlet, Comedians, Miss Saigon, Macbeth, Les Miserables, Oliver!  og  My Fair Lady.  Hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones, The Two Popes, The Age of Innocence, Glengarry Glen Ross, Evita, Tomorrow Never Dies og nú nýlega var tilkynnt að hann tæki við hlutverki Filippus prins í síðustu tveimur þáttaröðunum af The Crown. 

    Gísli Örn Garðarsson leikstjóri mun stýra samtalinu við Pryce. Þjóðleikhúsið býður leikhúsáhugafólki sem hefur áhuga að taka þátt sér að kostnaðarlausu. Áhugasamir sendi beiðni um þátttöku á netfangið midasala@leikhusid.is og þar er einnig velkomið að senda inn tillögur að spurningum fyrir leikarann góðkunna.  Þátttakendur fá svo senda rafræna slóð til að fylgja og taka þátt. 

    Í nóvember stóð Þjóðleikhúsið fyrir tveimur tveggja daga masterclass-námskeiðum fyrir leikstjóra með hinum heimsþekkta leikstjóra Yael Farber. Sem kunnugt er vinnur hún nú að uppsetningu á Framúrskarandi vinkona sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Þjóðleikhúsið vill stuðla að virkri umræðu um leikhúslistina sem og endurmenntun og fræðslu listamanna okkar.

    Aðventugleði næstu tvær helgar á tröppum Þjóðleikhússins fyrir gangandi vegfarendur

    des 11, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Boðið verður upp á þrjár skemmtanir á dag næstu tvær helgar fram að jólum þar sem nokkrar ástsælustu persónur Kardemommubæjar ásamt Mikka ref, Ronju ræningjadóttur og Grýla færa gestum og gangandi jólaandann.

    Næstu tvær helgar verður haldin aðventugleði á tröppum Þjóðleikhússins fyrir gesti og gangandi. Nokkrar ástsælar persónur úr Kardemommubænum, þau Bastían bæjarfógeti, Soffía frænka og yngsti ræninginn, hann Jónatan, bjóða leikhúsgestum að hitta sig á torginu framan við Þjóðleikhúsið, ásamt öðrum skemmtilegum leikpersónum eins og Mikka ref og Ronju ræningjadóttur. Og það er eins gott að hafa varann á, því hver veit nema sjálf Grýla láti sjá sig!  Sýningar á aðventugleðinni eru margar yfir daginn til að stuðla að dreifingu áhorfenda og þeir hvattir til að fylgja gildandi nándartakmörkunum.   

    Fjörugar leikpersónur sem eru vanar að valsa um leiksvið Þjóðleikhússins, leika, dansa og syngja fyrir fullum sölum áhorfenda, eru farnar að finna til ákveðins einmanaleika í samkomubanninu! Nokkrar þeirra hafa því ákveðið að kíkja út á tröppur leikhússins við Hverfisgötu um helgar nú í desember, heilsa upp á gesti og gangandi og vekja hinn sanna jólaanda í brjóstum okkar.  

    Höfundur og leikstjóri gleðinnar er Guðjón Davíð Karlsson. Leikarar eru Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hildur Vala Baldursdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn.   

    Aðventugleðin verður sýnd á laugardögum og sunnudögum, kl. 14, 15 og 16, síðustu tvær helgarnar fyrir jól. Fyrsta sýningin verður laugardaginn 12. desember. Við alla framkvæmd er að sjálfsögðu gætt ýtrustu varúðarráðstafana, í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og stuðlað er að dreifingu áhorfenda á svæðinu framan við leikhúsið. 

    Samt koma jólin!

    nóv 24, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Aðventuvagn Þjóðleikhússins kemur með jólin til þín 

    • Farandleikhópur Þjóðleikhússins ferðast með skemmtidagskrá í desember 
    • Heimsækir dvalarheimili, heimili eldri borgara og aðra staði þar sem fólk er innilokað vegna kórónuveirufaraldursins  
    • Eitt fjölmargra samfélagslegra verkefna Þjóðleikhússins til að gleðja og veita andlegan innblástur á tímum samkomutakmarkana 

    Þjóðleikhúsið bryddar upp á ýmsum skemmtilegum nýjum verkefnum á meðan sýningarhald liggur niðri vegna kórónuveirufaraldursins, til að gleðja landsmenn og stytta biðina þar til leikhúsið getur opnað á ný. Eitt þessara verkefna er „Samt koma jólin“, aðventuvagn Þjóðleikhússins sem ferðast um og færir fólki jólaandann. 

    Hópur listamanna Þjóðleikhússins keyrir um á sérútbúnum bíl og heimsækir staði þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins. Fyrir utan húsin er flutt tuttugu mínútna skemmtidagskrá sem yljar og hlýjar á erfiðum tímum. Sungin eru jólalög úr ýmsum áttum, flutt eru jólakvæði og stuttur leikþáttur. Dagskrárinnar má njóta utan húss, á svölum og úr gluggum, en henni verður jafnframt streymt fyrir þá sem ekki geta komið út, og geta þeir þá notið hennar af skjám innan dyra um leið og hún fer fram.  

    Listrænn stjórnandi verkefnisins er Örn Árnason og með honum í för eru leikararnir Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Gunnar Smári Jóhannesson, Hákon Jóhannesson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Tónlistarflutningur er í höndum Karls Olgeirs Olgeirssonar. Guðmundur Erlingsson er umsjónarmaður verkefnisins. 

    Leikhúsbíllinn heimsækir meðal annars dvalarheimili, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir og félagsmiðstöðvar aldraðra. Meðal þeirra staða sem þegar hafa þegið boð um heimsókn eru Eir, Hrafnista í Hafnarfirði, dvalarheimilið við Norðurbrún, Seltjörn á Seltjarnarnesi, Seljahlíð í Breiðholti, Skógarbær í Árskógum, Hamrar í Mosfellsbæ, Sléttan, Droplaugarstaðir, Borgir í Spönginni og Gerðuberg. Velkomið er að senda óskir um heimsókn á netfangið gudmundure@leikhusid.is og Þjóðleikhúsið reynir eftir föngum að verða við þeim. Stálsmiðjan-Framtak og Jón Snorrason bílstjóri leggja Þjóðleikhúsinu lið við að flytja jólaskemmtunina á milli staða.

    Hljóðleikhús Þjóðleikhússins

    nóv 16, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Alla fimmtudaga á aðventunni mun Þjóðleikhúsið vera með beinar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi og flytja landsmönnum þekktar perlar leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin. Útsendingarnar verða í anda hins klassíska útvarpsleikhúss sem Íslendingar þekkja flestir all vel. Dagskráin er klár fram að jólum en alls verða fimm verk leikin. Sem kunnugt er liggur hefðbundið sýningarhald niðri í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum í landinu vegna Covid-19. Þjóðleikhúsið hefur hins vegar efnt til fjölda verkefna á meðan og er hljóðleikhúsið hið nýjasta sem kynnt er.  Fyrir jólin verður leik- og grunnskólabörnum boðið á leiksýningar á virkum dögum um leið og aðstæður leyfa – en fleiri ný verkefni verða kynnt á næstunni.

    Dagskrá Hljóðleikhússins á aðventu 2020

    Fim 19. nóv. kl. 20.00
    Valin brot úr Skugga-Sveini, eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
    Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi. Verkið er alþýðlegur gamanleikur með söngvum og efnið hjátrú, ótti við hið ókunna, ást og hatur. Benedikt Erlingsson gerir hér eigin atlögu að verkinu og Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir mun leika Skugga Svein og Hilmir Snær mun leika Grasa Guddu. Þess má geta að í undirbúningi er sviðsuppsetning á verkinu á næsta leikári í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Marta Nordal leikstýrir henni en þar mun Ólafía Hrönn einnig leika Skugga Svein.

    Fim. 26. nóv. kl. 20.00
    Rung læknir, eftir Jóhann Sigurjónsson í leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur í þýðingu Bjarna Jónssonar.
    Rung læknir var samið á dönsku árið 1905. Það fjallar um tilraunir Rungs læknis til að finna mótefni gegn berklum og um ástina í lífi hans. Verkið talar sterkt inn í samtímann nú þegar faraldur geisar og vísindamenn eru í óða önn við að þróa bóluefni. Rung læknir hefur aldrei verið sett upp á sviði hér á landi en er af mörgum talið með athyglisverðustu verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í leikstjórn frá Bretlandi og leikstýrir hér sínu fyrsta verki.

    Fim. 3. des. kl. 20.00
    Nýársnóttin, eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur
    Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var síðar opnunarsýning Þjóðleikhússins árið 1950. Þar segir frá baráttu manna og álfa og er undra- og kynjaveröld verksins mörgum í fersku minni. Hér tekst Harpa Arnardóttir leikstjóri á við verk sem á sértakan stað í hjarta hennar.

    Fim. 12. des. kl. 20.00
    Dóttir Faraós eftir Jón Trausta í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur
    Jón Trausti er best þekktur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg en skrifaði leikritið Dóttir faraós árið 1914. Verkið hefur aldrei verið sett upp en er um margt forvitnilegt verk. Þar segir blind eldri kona barnabörnum sínum sögu um dóttur faraós sem kemur til Íslands í líki sels, Íslendingur verður ástfanginn af henni, stelur hamnum og kyrrsetur hana hjá sér. Verk um manninn í dýrinu og dýrið í manninum. Anna María Tómasdóttir lærði leikstjórn í New York og leikstýrir hér sínu fyrsta verki í Þjóðleikhúsinu.

    Fim. 17. des. kl. 20.00
    Ævintýri á gönguför eftir Hostrup í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar
    Þó að alþýðukómedían Ævintýri á gönguför sé dönsk þá er hún hluti af menningarsögu okkar því verkið hefur verið sett upp á Íslandi reglulega í gegnum tíðina við fádæma vinsældir. Það var frumflutt árið 1882 og er eitt mest uppsetta verk íslenskrar leiklistarsögu. Þjóðleikhúsið býður landsmönnum upp á þennan ástsæla gamanleik rétt fyrir jól. Lögin úr verkinu eru landsmönnum mörgum að góðu kunn og er lagið Ég vil fá mér kærustu þeirra þekktast. Karl Olgeir Olgeirsson hefur umsjón með tónlistarflutningnum og fjöldi leikara Þjóðleikhússins tekur þátt í uppfærslunni í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.

    Umsjónarmaður Hljóðleikhússins er Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins.

    Þjóðleikhúsið galopnar dyrnar fyrir börnum

    okt 29, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þjóðleikhúsið ætlar að  galopna dyrnar fyrir börnum og færir þeim jólaandann meðan almennt sýningarhald er takmarkað.

    Grunnskólabörnum boðið á Leitina að jólunum
    Leikskólabörnum boðið á Ég get

    Nú næstu vikur verður sýningarhald takmarkað í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum. Þjóðleikhúsið nýtir tímann og galopnar dyrnar fyrir börnum og ungmennum sem geta notið leikhússins með skólum sínum. Sýnt verður á virkum dögum í nóvember og desember í nánu samráði við skólana og að sjálfsögðu með öllum ýtrustu varúðarráðstöfunum í samræmi við tilmæli yfirvalda. 

    Aðventusýning Þjóðleikhússins Leitin að jólunum hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin fimmtán ár, en nú er orðið ljóst að ekki getur orðið af hefðbundnu sýningarhaldi á þessari skemmtilegu sýningu vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað þess að fella niður sýningar hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að sníða sýninguna sérstaklega að grunnskólahópum, fjölga fyrirhuguðum sýningum umtalsvert og bjóða börnum í 2. bekk grunnskóla á sýninguna. 

    Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnd á aðventunni 2005 og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins. Sýningin hefur unnið sér sess sem ómissandi undirbúningur jólanna í hugum margra, og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi í 15 ár. Sýningar eru orðnar yfir 370 talsins. Nú verður sýningin sýnd á virkum dögum fyrir grunnskólahópa. 

    Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar ásamt hljóðfæraleikara leiða börnin inn í ævintýraveröld jólanna, og þau sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson. Ýmsir leikarar hafa farið með hlutverk í Leitinni að jólunum frá upphafi, en að þessu sinni skipta með sér hlutverkum jólaálfanna þau Hallgrímur Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Karl Olgeir Olgeirsson spilar á harmonikku, og fleiri leikarar munu taka þátt í sýningunni. 

    Elstu deildum leikskóla boðið á Ég get

    Ég get er ljóðræn leiksýning, sem fjallar um það sem er mitt, þitt og okkar. Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í því að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Stórskemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn en sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2018. Höfundur er Peter Engkvist, leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson og leikarar eru Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Þórey Birgisdóttir. 

    Þjóðleikhúsið hyggst bjóða upp á fleiri verkefni á næstu vikum meðan á samkomubanni stendur og verða þau kynnt bráðlega. Jafnframt standa yfir æfingar á nokkrum sýningum og starfsfólk leikhússins hlakkar til að geta hafið sýningar á nýjan leik á Kardemommubænum, Upphafi, Kópavogskróniku og Þínu eigin leikriti – Tímaferðalagi. 

    FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI

    okt 28, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Fljótsdalshéraðs ákvað síðla sumars að taka áhættu og hefja æfingar á leikriti í miðju veirufári. Fyrir valinu varð hinn vinsæli farsi Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon.  Hinn margreyndi Guðjón Sigvaldason var ráðinn sem leikstjóri.  Guðjón kom austur í september og hafa æfingar gengið vel og Covid-19 ekki truflað þær. Æfingar eru nú á lokametrunum og frumsýnt verður laugardaginn 31. október á Iðavöllum. Aðeins verða 20 áhorfendur í salnum á hverri sýningu vegna sóttvarnareglna. Áhorfendarými er aðskilið frá rými leikara og tæknihóps í samræmi við sóttvarnareglur. Grímur hafa tengst leiksviðinu í gegnum tíðina en að þessu sinni verða allir áhorfendur í leikhúsinu með grímur og á barnum verður boðið upp á spritt með kaffinu.
    Sýningar verða með takmörkuðum fjölda áhorfenda í sal og óvíst hvað tekst að sýna margar sýningar. Í ráði er hinsvegar að sýningin verði einnig í boði í stofum landsmanna, þar sem hægt verður að kaupa aðgang að sýningunni á netinu. Þeir sem vilja sjá leikritið á netinu geta sent póst á leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com til að panta sér aðgang.

    ATHYGLISVERÐASTA ÁHUGALEIKSÝNINGIN 2021

    okt 22, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Þrátt fyrir mikla óvissu með leikstarf á yfirstandandi leikári, stefnir Þjóðleikhúsið á val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta vor. Þjóðleikhúsið hefir verið í samstarfi við Bandalagið í rúma tvo áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið  boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu en síðasta vor kom Covid í veg fyrir valið. Í þeirri von að rofa fari til í kófinu er kemur fram á næsta ár er stefnt á að velja sýningu á vori komanda. Að þessu sinni verður hægt að sækja um fyrir sýningar sem frumsýndar voru í maí 2019 fram til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl 2021. Sótt er um á Leiklistarvefnum. Dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins mun velja þá sýningu sem nefndin telur sérstaklega athyglinnar virði og verður valið samkvæmt venju tilkynnt á aðalfundi BÍL í byrjun maí.

    Síður:«1...33343536373839...98»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!